Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 11
Vaidasar væru lífshættuleg. „Mér
datt aldrei í hug að blessaður maður-
inn gæti dáið,“ segir hann.
Fór að skoða sumarhús í Litháen
Grétar segir að honum hafi strax
verið ljóst að þessar hótanir væru
mikil alvara. Í desember fór hann til
Litháens þar sem hann var að kanna
möguleikana á að kaupa inn sumar-
hús og timbur til Noregs.
„Þar gisti ég hjá góðum manni
sem var vinur Tomasar. Hann að-
stoðaði mig í alla staði og hefði ég
ekki komist mikið áleiðis án hans,“
segir Grétar. Mútur eru að hans
sögn daglegt brauð í landinu og
greinilegt að skipulögð glæpastarf-
semi ráði lögum og lofum.
„Harkan er gífurleg. Þó svo að
menn vilji stunda þarna heiðarleg
viðskipti er þeim gert skylt að
greiða veginn með mútum. Þegar ég
var að athuga með kaup á sumarhús-
um var mér ætlað að reiða fram
stóra upphæð sem tryggingu, jafn-
vel áður en ég hafði lagt fram
nokkra pöntun. Þegar ég neitaði því
var ég tekinn hörðum tökum svo
ekki sé meira sagt og óttaðist jafn-
vel um líf mitt.“
Tomas enn hræddari
Aðspurður um hvers vegna Tom-
as hafi ekki viljað viðurkenna í lög-
regluyfirheyrslum að þeir hefðu
sætt hótunum segir Grétar að það sé
einföld skýring á því.
„Einfaldlega hræðsla. Tomas
þekkir hvernig samfélagið í Litháen
virkar. Ef hann viðurkennir að þess-
ar hótanir hafi átt sér stað er hann
um leið að viðurkenna tilvist þess-
arra manna og því um leið að setja
sig í hættu gagnvart þeim,“ segir
Grétar.
„Eftir á að hyggja virðist sem
Tomas hafi gert sér betri grein fyrir
því en ég hversu alvarlegt það er að
fá þessa menn upp á móti sér því
hann var ennþá hræddari en ég.“
Eftir að fjögurra vikna einangr-
un í gæsluvarðahaldi á Litla-Hrauni
var lokið fengu þremenningarnir að
hittast í útivistartímum.
„Þá talaði Tomas um að hann von-
aðist til að fá að sitja inni í íslensku
fangelsi því hann var viss um að
hann yrði drepinn um leið og hann
kæmi í litháískt fangelsi. Völd þess-
ara manna næðu það langt.“
Fann til með fjölskyldu Vaidasar
Grétar segir að það hafi verið
erfiðir dagar sem liðu milli þess að
þeir komu líkinu fyrir í höfninni á
Neskaupstað þangað til það fannst.
„Hugur minn leitaði stöðugt til
fjölskyldu Vaidasar og mér fannst
hræðilegt til þess að hugsa að ef til
vill kæmist hún aldrei að því hvað
varð um hann. Hann hefði hreinlega
horfið og þau fengju aldrei vit-
neskju um afdrif hans.
Í þá þrjá daga sem liðu frá því að
líkinu var komið fyrir og þar til það
fannst segist Grétar hafa upplifað
sjálfan sig verri en allt sem vont er.
„Ef þetta hefði ekki komist upp ætti
ég enga von á að geta reist mig við,“
segir hann. „Nú er vonin til staðar.“
Hann segir að vanlíðanin hafi
aukist enn frekar við það að þurfa að
spinna lygavef sem var stærri en
allt.
„Ég var búinn að ljúga og koma
óheiðarlega fram við allt mitt fólk
og vini. Þetta var einfaldlega orðið
of mikið. Þunginn sem hvíldi á mér
var ólýsanlegur og því fylgdi hand-
tökunni ákveðinn léttir.“
Ætlaði upphaflega að ljúga
Upphaflega gaf Grétar sig sjálf-
viljugur fram við lögreglu. „Þegar
Fréttablaðið auglýsti eftir mér fór
ég til lögreglunnar. Upphaflega var
ég staðráðinn í að játa ekki neitt.
Fljótlega eftir að ég var handtekinn
fór ég þó að hugsa fyrir alvöru og sá
að það væri ekki rétt. Þrátt fyrir að
hluta af þessu öllu megi skrifa á að-
stæður breytir það ekki því að ég
gerði hræðilega hluti og ég gerði
mér grein fyrir því að rétt væri að
ég myndi gjalda fyrir þá.“
Hann segist hafa hugsað sig um í
um tvo sólarhringa áður en hann
ákvað að opinbera allt fyrir lög-
reglu.
„Ég var verulega hræddur um að
mér eða kærustu minni yrði gert
mein ef ég játaði. Mér fannst ég
njóta ákveðinnar verndar í fangels-
inu en óttaðist mikið um Heiðveigu.“
Hann gerði því samning við lögreglu
að ef hann játaði myndi lögreglan
gæta Heiðveigar.
Hélt ekki að Vaidas myndi deyja
Grétar segir að allt fram að því
að Vaidas lést hafi honum aldrei
komið til hugar að málin myndu þró-
ast á þann veg sem varð raunin. Í
lögregluskýrslum kemur fram að
Grétar hafi setið yfir Vaidasi síðustu
stundirnar á meðan hinir tveir sátu
inni í stofu. Aðspurður um hvers
vegna hann hafi verið einn að hlúa
að manninum segist hann hafa skiln-
ing á því vegna þess að þeir hafi í
raun ekki getað gert neitt.
„Ekki það að ég hafi getað gert
mikið sjálfur. Ég reyndi mitt besta
til að láta honum líða eins vel og
hægt var og talaði mikið við hann.“
Þegar hann er spurður hvers vegna
þeir hafi á þessum tímapunkti ekki
kallað á sjúkrabíl, því maðurinn var
farinn að kasta upp blóði og var
greinilega orðinn verulega veikur,
segir hann að Vaidas hafi ekki viljað
það sjálfur.
„Einnig fengum við reglulega
skýr skilaboð frá yfirboðurum Tom-
asar að það kæmi ekki til greina. Við
þorðum ekki að gera annað en okkur
var sagt en við héldum líka aldrei að
hann myndi deyja.“
Ældi blóði í vit Grétars
Lýsing Grétars á dánarstund
Vaidasar er vægast sagt hörmu-
leg. „Ég bregð mér frá eitt
augnablik og heyri þá miklar
stunur og slettuhljóð. Ég hélt
hann væri aftur að kasta upp og
flýti mér inn til hans. Þá er Vaid-
as dottinn hálfur fram úr rúminu
og hefur ælt upp gífurlegu
magni af blóði. Ég geri mér þá
fyrst grein fyrir hvernig statt er
fyrir honum og að hann sé hrein-
lega að deyja. Ég reyni hvað ég
get til að lífga hann til en blæs
sennilega allt of fast í hann svo
blóðið úr maganum á honum
þrýstist upp í lungun og gusast
út úr honum. Vitin á mér fyllast
af blóði svo blóðið úr honum
kemur út um nef og munn á mér.
Ég held samt áfram og veit ekki
hve lengi en hætti ekki fyrr en
ég finn að hann er að stífna upp.
Þá vissi ég að þetta væri búið.“
Hann segist ennþá vera með
blóðlyktina í vitunum og finna
blóðbragð af öllu sem hann láti
upp í sig.
„Ég var algjörlega örmagna
en notaði síðustu kraftana til að
leggja hann til svo hann liti frið-
samlega út. Ég lagði hendur hans
meðfram hliðum, rétti úr höfði
hans og lokaði augunum á hon-
um. Svo kraup ég við hlið hans og
bað fyrir honum langa stund.“
Gjörsamlega örmagna
Þegar hann svo fór fram til hinna
tveggja gerðu þeir sér grein fyrir
því hvað hafði gerst. Grétar segir að
þá hafi Tomas hrópað „Ég er dauður,
ég er dauður!“ sem jafnframt sýni
fram á hve hræddur hann var í raun
við þá menn sem tengdust honum í
Litháen.
Grétar segist þarna hafa verið
gjörsamlega örmagna á líkama og
sál. Hann hafi talið að hann væri nú
laus undan öllum hótunum því þær
hefðu miðast við að koma mannin-
um úr landi. Honum hafi líka verið
orðið sama um þótt hann yrði drep-
inn og ákvað að nú gæti hann ekki
meir. Hann yfirgefur því félaga
sína, ákveður að fara til móður sinn-
ar og flýgur til Neskaupstaðar sam-
dægurs. Áður en hann fer hjálpar
hann þó til við að ganga frá líkinu
inn í plast og teppi og koma þeir því
fyrir í skottinu á jeppa sem þeir
höfðu leigt á bílaleigu.
Með líkið í skottinu
Jónas Ingi og Tomas koma svo á
eftir Grétari austur. Þeir eru í stöð-
ugum símasamskiptum á leiðinni og
segir Tomas Grétari frá því að hon-
um beri að hjálpa þeim að losa sig
við líkið ellegar muni hann eða Heið-
veig hafa verra af.
„Það var skollið á óveður og ég
var fastur á Austfjörðum en kærast-
an mín var í Reykjavík og ég því log-
andi hræddur um hana. Örlögin hög-
uðu því svo þannig að Jónas Ingi og
Tomas rákust fyrir tilviljun á
frændur mína sem voru á leið aust-
ur og urðu þeir í samfloti við þá.“
Fjórmenningarnir urðu þó veður-
tepptir í tvo daga á Djúpavogi með
líkið í skottinu á jeppanum allan tím-
an. Þeir birtust svo heima hjá móður
Grétars 8. febrúar.
Grétar segist þá ekki átt margra
kosta völ en versta upplifun þess-
arra daga, fyrir utan stundina er
Vaidas lést, hafi verið að sjá þá
þarna á hlaðinu.
Höfnin eini möguleikinn
Að sögn Grétars var ekki um
mikið að velja þegar þeir fóru að
velta því fyrir sér hvað gera ætti við
líkið. Staðið hafði yfir mesta frost í
áraraðir og því jörð öll gaddfreðin.
Ekki kom því til greina að grafa lík-
ið. Grétar skýrði frá því við yfir-
heyrslu að þeir hafi velt því fyrir
sér að koma líkinu fyrir í hraungjótu
en ekki hafi af því orðið. Einnig
könnuðu þeir möguleikana á því að
koma líkinu fyrir í göngunum í Odd-
skarði þar til frost færi úr jörðu en
þeim tókst ekki að finna hentugan
stað í göngunum.
Því hafi eini kosturinn í stöðunni
verið að varpa líkinu í sjóinn. Enn
fremur hafi allt til alls verið til
staðar á höfninni að sögn Grétars.
Þeir notuðu keðju og skoppara til að
þyngja líkið en eins og áður kom
fram þurfti jafnframt að stinga á
líkið til að hleypa út lofti sem
myndast hafði þá tvo daga sem það
var í bílnum.
Ætluðu aldrei að sækja efnin
Hann segist hafa verið mikið
spurður um hvort ætlunin hafi verið
að koma aftur síðar og sækja fíkni-
efnin í líkið.
„Mér finnst þetta algjörlega við-
bjóðsleg hugmynd. Ég skil ekki
hvers konar mynd hefur verið mál-
uð af mér en þetta kom aldrei eitt
augnablik upp í huga okkar. Ég hef
verið til sjós og unnið í sláturhúsi
þannig að ef ég hefði ætlað mér að
sækja fíkniefnin í látinn mann hefði
ég gert það. Mér myndi hins vegar
aldrei koma það til hugar.“
Í vitnisburði Grétars hjá lög-
reglu kemur fram að Tomas hafi
fært það í mál að sækja efnin. Hann
segist aldrei einu sinni hafa viljað
færa það í mál og tekið fram með
sterkum orðum að það yrði ekki
einu sinni rætt.
Þegar þeir höfðu losað sig við líkið
skildu leiðir. „Við töluðum ekkert
saman eftir þetta fyrr en í fangelsinu.
Ég hitti þá örstutta stund eftir að lík-
ið fannst. Jónas Ingi og Tomas vildu
að við settum saman trúverðuglega
sögu sem kæmi okkur undan ábyrgð
en ég vildi ekki taka það í mál. Ég var
búinn að fá nóg af lygum.“
Mjög trúaður
Grétar segist vera afar trúaður
og að trúin hafi hjálpað sér að kom-
ast í gegnum síðustu vikur. Einnig
hafi hann mikla hjálp fengið frá sál-
fræðingnum í fangelsinu.
Þetta hafi þó reynst fjölskyldu
hans erfitt og bæjarbúum í Nes-
kaupstað einnig. Hann segir jafn-
framt að fjölskyldan hafi orðið fyrir
þó nokkru aðkasti vegna þessa, ekki
síst frá fjölmiðlum.
„Á ákveðnum tímapunkti vonaði
ég að fjölskyldan mín myndi bara
afneita mér og lagði ég það til við
fólkið mitt. Ég ímyndaði mér að það
yrði auðveldara fyrir þau að ganga í
gegnum þetta ef ég hyrfi hreinlega
úr lífi þeirra.
Vonast til að hjálpa öðrum
Hann segist þó vonast til þess að
reynsla hans megi verða einhverj-
um til góðs. „Ég mun taka út mína
refsingu og greiða skuld mína við
þjóðfélagið. Þó vona ég að ég megi á
einhvern hátt nota þessa lífsreynslu
til góðs. Ef ég gæti bara bjargað
einni sál með því að miðla reynslu
minni er tilgangnum með því náð,“
segir hann að lokum.
sda@frettabladid.is
„Mér var sagt í gegn um
Tomas að ef ég aðstoðaði
hann ekki við að klára málið
yrði ég næstur í pokann. Ég
hafði því ekki margra kosta völ.
LAUGARDAGUR 27. mars 2004