Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 44
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar SIGURJÓNS M. EGILSSONAR 1.290,- Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 23 55 6 03 .2 00 4 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 4 Efni í þjón ALVINE LÅNG púðaver 40x70 sm ALVINE SITTA púðaver 56x56 sm 690,-990,-990,- SABINA keilulaga púði 890,- SABINA púðaver 72x72 sm SANELA púði 40x60 sm flauelsáferð Efni í allt dagana 4/3 - 18/4 Alvöru vinnumaður Gekk fram á ungan dreng, kannskiþrettán ára. Sat á bekk og grét. Tyllti mér hjá honum og spurði hvað væri að. Hann vildi ekkert segja. Reyndi að fela grátinn. Ætlaði að bera sig mannalega. Ekki var hægt að efast um að honum leið illa. Það var eitt- hvað að. Þar sem við þekktumst nokk- uð, ég og drengurinn, fannst mér ég verða að halda áfram að tala við hann. Fá hann til að segja mér hvað væri að. Þetta var snemmsumars. Skólarnir búnir og krakkarnir komnir út í leik eða störf. Félagi minn var nýbyrjaður í unglingavinnunni. HANN HAFÐI áður sagt mér hversu duglegur hann ætlaði að verða í vinnunni. Hafði ekki áður verið í vinnu. Taldi ekki blaðburð í nokkur ár sem vinnu, ekki alvöru vinnu. Unglingavinnan var öðruvísi. Mamman og drengurinn höfðu farið í Ellingsen þar sem keypt var það nauðsynlegasta: Stígvél, vinnuvett- lingar, regnjakki og buxur. Og bita- box og fín flaska undir kókómjólk- ina. Okkar maður sagði mér að þá hefði hann verið glaður. Einsog al- vöru vinnumaður. Hann ætlaði að vera svo duglegur. Í FYRSTU VAR gaman í vinnunni. Krakkarnir voru fínir og það var gaman að snyrta beð og runna. Verk- stjórinn var fínn. Svo kom að því að þau voru flutt til. Þau fengu nýja verkstjóra og ný verkefni. Verkstjór- arnir voru ekki eins góðir og sá sem þau höfðu haft. Drengurinn sagðist halda að þeir væru ekki nema tutt- ugu, kannski tuttugu og eins. Eitt af því sem varð að gera á nýja vinnu- staðnum var að keyra mold í hjólbör- um. Nokkuð langa leið, sagði okkar maður. „Svoldið erfitt“. KRAKKARNIR VILDU ekki keyra hjólbörurnar. Það var svo erfitt. Okk- ar maður var pattaralegur. Með illum huga var hægt að segja að hann væri feitur. Samt var hann fínn, glaðlegur og duglegur. Góður strákur. „Verk- stjórarnir láta mig alltaf keyra hjól- börurnar og þeir láta fylla þær svo mikið að ég get ekki keyrt þær. Velti þeim alltaf og þá sturtast moldin úr og þá hlæja þeir og sumir krakkarnir líka.“ En hvers vegna gera þeir þetta, spurði ég. „Þeir segja alltaf að feita fíflið eigi að svitna.“ TÁRIN RUNNU niður bústnar kinnarnar. Bauðst til að tala máli hans, við mömmu hans og pabba. Við verkstjórana. Við yfirmann þeirra. Við Guð. Hann þáði ekkert af þessu. Kannski í lagi að tala við Guð. Mamma og pabbi myndu gera vesen. Verkstjórarnir yrðu verri. Vont að vita. Okkar maður stóð upp. Kvaddi ekki. Þegar hann gekk burt leyndu ekkasogin sér ekki. Hann saug hor- inn upp í nefið. Þerraði tárin. Þegar hann kom heim sagði hann að það hefði verið gaman í vinnunni. Kveið næsta degi. Sem varð eins og hinir dagarnir. ■ Fylgstu me› dagskránni WWW.NORDUR.ISLÁTTU fiIG EKKI VANTA! s k í › a l ö n d i n s u n d l a u g a r n a r m e n n i n g i n h l j ó m s v e i t i r n a r g i s t i s t a › i r n i r v e i t i n g a h ú s i n ...og allt hitt!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.