Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 2
2 27. mars 2004 LAUGARDAGUR
„Nei - kannski í næsta lífi.“
Friðrik Ragnarsson, hinn sigursæli þjálfari Njarð-
víkur, er hættur störfum. Hann var fremur ósáttur
við dómgæsluna í leik Njarðvíkur og Snæfells á
fimmtudagskvöldið en þá féll Njarðvík úr leik í Ís-
landsmótinu.
Spurningdagsins
Friðrik, á að hella sér út í dóm-
gæsluna?
■ Lögreglufréttir
SJÁVARÚTVEGUR „Okkar þolinmæði
hér í sjómannafélaginu er bara
þrotin, það er ekkert flókið. Við
viljum að menn komi að kjara-
samningum með þeim hætti sem
þeir töluðu um þegar við gerðum
þetta samkomulag,“ segir Konráð
Alfreðsson, formaður Sjómanna-
félags Eyjafjarðar. Félagið hafði
gert samkomulag
um undanþágur á
inniveru Akureyr-
innar og Björg-
vins, í eigu Sam-
herja, til síðustu
áramóta og jafnvel
þar til nýir kjara-
samningar hefðu
verið gerðir.
Níu mönnum af
áhöfn Björgvins
hefur þegar verið
sagt upp. Áður
þurftu skipin að
vera í landi í eina
klukkustund fyrir
hverja sex og
hálfa sem það var
úti á sjó eða að
lágmarki í 30 klukkutíma. Með
undanþágunni gátu skipin farið á
sjó um leið og búið var að landa og
gera klárt fyrir næsta túr.
Kristján Vilhelmsson, útgerð-
arstjóri Samherja, segir ekki
hægt að nýta skipin eins og áður.
Akureyrin og Björgvin höfðu
fryst hluta aflans úti á sjó þar sem
frystihúsið á Dalvík gat ekki tekið
við öllum aflanum frá skipunum
tveimur og öðrum. „Við sjáum
ekki grundvöll fyrir því að frysta
hluta aflans miðað við hversu lítil
nýtingin á skipunum verður með
lengri inniveru,“ segir Kristján.
Hann segir að væntanlega þurfi
að fækka um tíu til fimmtán
manns á hvoru skipi.
Konráð Alfreðsson segir sam-
komulagið hafa komið til síðasta
haust þegar Samherji lagði einu
skipa sinna og sagði upp 24 mönn-
um. Á sama tíma var Björgvini
breytt í ísfisktogara. „Ljóst var að
ef Björgvin yrði einungis ísfisk-
togari yrði helmingi áhafnarinnar
sagt upp og okkur þótti það ekki
vænlegur kostur. Til að bjarga
málunum var gert samkomulag
um að inniverur yrðu ekki teknar
á skipinu heldur færi það út aftur
þegar búið væri að landa. Þannig
átti það að standa til síðustu ára-
móta.“ Konráð segir ákveðna
bjartsýni hafa ríkt um áramótin
að kjarasamningar myndu ganga
ljúflega þar sem þokkalegt hljóð
var í útgerðarmönnum. Hann seg-
ir kjaraviðræðurnar ekki ganga
neitt. Þó að einhverjir fundir hafi
verið á milli formanns Sjómanna-
sambandsins og framkvæmda-
stjóra LÍÚ hafi engir aðrir komið
að viðræðunum. „Það gengur ekki
að gera samkomulag um að fara
framhjá kjarasamningi og sýna
það í engu að kjarasamningar séu
lausir. Við höfum búið við lög und-
angenginn áratug og menn sýna
ekkert í því að leysa okkar kjara-
mál.“
hrs@frettabladid.is
Kjaraviðræður VR við Samtök atvinnulífsins:
Ljúka samningum fyrir páska
KJARAVIÐRÆÐUR „Það hefur verið
ágætur gangur í viðræðunum, en
þó ekki enn komið að endapunkt-
inum. Við reiknum með að næsta
vika verði drjúg og að við sjáum
vonandi fyrir endann á þessu
fljótlega. Við gerum okkur vonir
um að klára samningsgerðina fyr-
ir páska,“ segir Gunnar Páll Páls-
son, formaður Verslunarmanna-
félags Reykjavíkur.
Margir fundir hafa verið
haldnir síðustu daga í kjaradeilu
VR og Landssambands íslenskra
verslunarmanna við Samtök at-
vinnulífsins, en deilunni var skot-
ið til ríkissáttasemjara um síðustu
mánaðamót, þegar samningar
verslunarmanna runnu úr gildi.
Næsti samningafundur hefur ver-
ið boðaður 30. mars.
Gunnar Páll segir að þegar hafi
verið rætt um lífeyrismál og þau
verði væntanlega á svipuðum nót-
um og hjá Starfsgreinasamband-
inu og Flóabandalaginu. Ekki hef-
ur enn verið rætt um launaliði við
Samtök atvinnulífsins, heldur
fyrst og fremst verið farið yfir
alla sérsamninga.
„Það er ljóst að samningar
Starfsgreinasambandsins og
Flóans munu marka stefnuna hjá
okkur og vinnan fram undan mun
að mestu snúast um það hvernig
lágmarkslaunin verða útfærð í
samningunum,“ segir Gunnar
Páll. ■
KÁRI STEFÁNSSON
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson:
Fréttir DV
skáldskapur
VIÐSKIPTI Kári Stefánsson sendi í
gær frá sér yfirlýsingu þar sem
hann lýsir fréttaflutningi DV sem
skáldskap. Í blaðinu er fjallað um
tengsl Íslenskrar erfðagreiningar
við fyrirtækið Biotek Invest og
ýmis fyrirtæki sem eru sögð hafa
sætt rannsóknum vegna peninga-
þvættis.
Kári segist ekki ætla að svara
því sem fram kemur í DV að öðru
leyti en því að kaup hans og Hann-
esar Smárasonar á hlut í Fjárfest-
ingarbanka atvinnulífsins hafi
verið fjármögnuð af bankanum
sjálfum. Í DV sagði að kaupin
hefðu verið fjármögnuð með pen-
ingum frá fyrirtæki í Panama.
Fyrirtækið Lisfield Holding í
Lúxemborg er í eigu Kára og
Hannesar og var það stofnað
vegna kaupa þeirra á hlut í FBA.
Að sögn DV er það fyrirtæki með
heimilisfang á sama stað og Bio-
tek Invest sem fékk samkvæmt
frásögn DV háa þóknun fyrir hlut-
deild sína í sölu á hlutabréfum í
Íslenskri erfðagreiningu til fjár-
festa á Íslandi. ■
TVEIR TEKNIR FYRIR ÖLVUN-
ARAKSTUR Tveir voru teknir fyr-
ir ölvunarakstur í Reykjavík í
gærmorgun, annar í Breiðholti og
hinn í Árbæjarhverfi. Mennirnir
voru stöðvaðir vegna grunsam-
legs aksturslags.
RANNSÓKN Sveinn Andri Sveins-
son hæstaréttarlögmaður segir
það vera tilefni til opinberrar
rannsóknar hversu fljótt upp-
lýsingar um rannsókn á upplýs-
ingaleka til fjölmiðla hafi borist
fjölmiðlum.
Í fréttum Ríkisútvarpsins í
gærkvöld sagði að Hörður
Jóhannesson yfirlögregluþjónn
hefði staðfest að hafa rætt við
verjendur mannanna þriggja
sem sakaðir eru um aðild að
líkfundarmálinu. Þar var full-
yrt að rannsókn málsins væri
lokið.
Hörður segir að gögn máls-
ins verði afhent saksóknara eft-
ir helgi en staðfesti ekki að lög-
regla hefði komist að endan-
legri niðurstöðu í málinu.
Sveinn Andri vildi ekki stað-
festa að rætt hefði verið við
lögmenn þremenninganna í
gær en taldi alvarlegt ef upp-
lýsingar um þá rannsókn hefðu
borist fjölmiðlum. „Það er ljóst
að þetta er vandamál hjá lög-
reglunni að halda að sér upplýs-
ingum. Mér sýnist að lögreglan
þurfi að fara að líta aðeins í eig-
in barm,“ segir hann. ■
GUNNAR PÁLL PÁLSSON
Formaður Verslunarmannafélags Reykja-
víkur segist vongóður um að það takist
fyrir páska að klára samninga við Samtök
atvinnulífsins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
IL
M
AR
Hótanir um hryðjuverk:
Þrjú voru
handtekin
FRAKKLAND, AP Tveir karlar og ein
kona voru færð til yfirheyrslu í
tengslum við hótanir sem frönsk-
um stjórnvöldum hafa borist um
sprengjuárásir á lestarkerfi
Frakklands ef samtökunum sem
hafa í hótunum verður ekki
greiddur tæpur hálfur milljarður
króna.
Lögregla segist þó ekki hafa
fundið neitt grunsamlegt við leit á
heimilum fólksins og telur sig ekki
hafa bundið enda á starfsemi sam-
takanna, sem hafa verið óþekkt
með öllu fram að þessu. Tvær
sprengjur hafa fundist við járn-
brautarteina síðasta mánuðinn. ■
FAGNAÐARLÆTI Í STYKKISHÓLMI
Hátt í eitt hundrað Hólmarar
söfnuðust saman á krá í Stykkis-
hólmi á fimmtudagskvöldið til að
fagna því að körfuboltaliðið Snæ-
fell væri komið í úrslit Inter-
sport-deildarinnar eftir sigur á
Njarðvík. Að sögn lögreglu fór
allt vel fram enda andstæðing-
arnir og áhangendur þeirra farn-
ir úr bænum.
ÍBÚÐ SKEMMDIST Í ELDI Íbúð í
húsi við Skólastíg á Akureyri
skemmdist mikið í eldi síðdegis í
gær. Enginn var í húsinu þegar
tilkynning barst um eldinn.
Slökkvistarf gekk greiðlega og
tók það innan við klukkustund að
ráða niðurlögum eldsins. Tvær
aðrar íbúðir eru í húsinu og
skemmdust þær eitthvað. Elds-
upptök eru ókunn.
Rannsókn á upplýsingaleka:
Lögreglan líti í eigin barm
SVEINN ANDRI SVEINSSON
Vill láta rannsaka hvernig upplýsingar um
rannsókn á upplýsingaleka til fjölmiðla hafi
borist fjölmiðlum.
Þolinmæði okkar
er á þrotum
Undanþága frá kjarasamningum vegna tveggja skipa Samherja hefur
verið felld úr gildi. Formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar segist ósáttur
við að ekki sé komið að kjarasamningum eins og talað var um.
„Það
gengur ekki
að gera
samkomu-
lag um að
fara
framhjá
kjarasamn-
ingi og
sýna það í
engu að
kjarasamn-
ingar séu
lausir.
AKUREYRIN
Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, segir að þurft gæti að segja upp á milli 20 til
30 sjómönnum á Akureyrinni og Björgvini. Níu sjómönnum hefur þegar verið sagt upp.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR
Afkoma Flugstöðvarinnar var góð á árinu
2003 og ríkir bjartsýni um reksturinn í
nánustu framtíð.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar:
Hagnaður
547 milljónir
VIÐSKIPTI Hagnaður Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar hf. var 547
milljónir króna árið 2003, eftir
skatta. Árið á undan var hagnað-
urinn 839 milljónir, að því er fram
kemur á vef Víkurfrétta.
Hagnaðurinn árið 2002 var
fyrst og fremst rakinn til hag-
stæðrar gengisþróunar en á síð-
asta ári var um að ræða auknar
rekstrartekjur og aukna framlegð
af rekstri. Heildareignir félags-
ins eru metnar á rúma tólf millj-
arða króna í árslok 2003. Skuld-
irnar námu tæpum 7,3 milljörðum
og hafa lækkað um rúman 1,1
milljarð milli ára.
Á aðalfundi félagsins var
ákveðið að greiða fimmtán pró-
senta arð í ríkissjóð og tíu prósent
til annara eigenda. ■