Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 27. mars 2004
Grill kebab
me› kús kús og salati
600 g fituhreinsaður lambabógur, skorinn í u.þ.b. 2½–3 cm bita
½ dl ólífuolía
safi úr einni sítrónu
1 msk. salvía, smátt söxuð
½ msk. óreganó (ferskt), saxað
laukur, skorinn í báta
1 paprika, skorin í bita
Setjið kjötið í skál ásamt ólífuolíu, sítrónusafa,
salvíu og óreganó og látið standa í u.þ.b. 3 klst.
Raðið upp á pinna og setjið lauk og papriku til
skiptis á milli kjötbitanna.
Grillið í u.þ.b. 8–12 mín. og snúið
nokkrum sinnum á meðan.
Berið fram með t.d. kús kús og
salati.
Þegar Villi Naglbítur er búinn að græja kryddlöginn og skera lambakjötið í hæfilega
bita setur hann allt í skál og fer svo að gera eitthvað annað næstu 3 tímana. Síðan
þræðir hann kjötið og tilheyrandi grænmeti upp á pinna og grillar á svipstundu.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
9
1
5
7
Uppáhald íslensku þjóðarinnar
Fjöldi uppskrifta á www.lambakjot.is
Villa
Lambakjöt
fyrir
og ekkert
bull
Naglbít
Á náttborðinu liggur um þessarmundir mikill doðrantur með
smásögum Roalds Dahl, sem
komu fyrst út í fimm smásagna-
söfnum. Þetta eru skemmtilega
víraðar sögur sem koma manni
oftar en ekki á óvart áður en yfir
lýkur, enda voru margar þeirra
kvikmyndaðar fyrir nokkrum
árum síðan undir yfirskriftinni
Óvænt endalok,“ segir Sigþrúður
Gunnarsdóttir, útgáfustjóri
barnabókadeildar Máls og menn-
ingar. „Þarna liggur líka nýjasta
skáldsaga Helen Fielding sem ég
var að ljúka við, Olivia Joules and
the Overactive Imagination. Ekta
kvenna-spennusaga og bráð-
skemmtileg sem slík. Olivia þessi
er ekki fjarskyld frægustu sögu-
persónu Fielding, Bridget Jones,
þó að sögurnar séu um margt ólík-
ar. Og þó að ég sé ekki mikill
spennusagnalesari þá lagði ég þar
á undan frá mér aðra spennusögu,
nýjustu söguna um Fandorin rík-
isráð eftir Boris Akúnín í frá-
bærri þýðingu Árna Bergmann.
Þetta eru alveg stórkostlegar sög-
ur og magnað hvað maður á auð-
velt með að sjá söguheiminn fyrir
sér, Rússland um þarsíðustu alda-
mót stendur manni skyndilega
ljóslifandi fyrir hugskotssjónum.
Á milli spennusagnanna hef ég
síðan gripið í nýtt Tímarit Máls og
menningar sem er efnismikið og
skemmtilegt. Á öðru „náttborði“
heima hjá mér liggur stór bók
með öllum sögunum um Línu
Langsokk sem verið er að lesa
fyrir smáfólkið á heimilinu en all-
ir skemmta sér jafn vel yfir. Í
vinnunni eru það líka barnabæk-
urnar sem fylla borðið og þar var
ég að setja í prentsmiðju spennu-
trylli fyrir börn, Kóralínu eftir
Neil Gaiman. Næst í röðinni er
svo dönsk verðlaunasaga, Strák-
urinn með silfurhjálminn eftir
Hanne Kvist. Báðar þessar bækur
verða á boðstólum fyrir íslenska
lestrarhesta á öllum aldri í sumar
eða haust, og auðvitað miklu
meira.“ ■
Ínýrri bók er ljósi varp-að á vináttu breska rit-
höfundarins Graham
Greene og njósnarans
fræga Kim Philby. Bókin
er viðtalsbók við ástkonu
Greene, Yvonne Cloetta,
en hún var að vinna að
bókinni með aðstoð vin-
konu sinnar þegar hún
lést árið 2001.
Greene og Philby
voru á sínum tíma sam-
verkamenn hjá bresku
leyniþjónustunni. Þegar
upp komst að Philby var
á mála hjá rússnesku leyniþjón-
ustunni flúði hann til Moskvu árið
1963. Hann skrifaði endurminn-
ingar sínar og það vakti mikla at-
hygli þegar Greene skrifaði for-
mála að þeim. Seinna kom út
skáldsaga eftir Greene, The Hum-
an Factor, um fremur viðkunnan-
legan gagnnjósnara sem flýr til
Rússlands. Löngum hefur
verið talið að Greene hafi
þar haft Philby sem fyrir-
mynd en ástkona Greene
segir að hann hafi byrjað
á bókinni áður en upp
komst um Philby. Þegar
Philby flúði land lagði
Greene handritið til hliðar
og sagði að ekkert þýddi
að vinna meir í því, menn
myndu álita að hann væri
að skrifa um Philby.
Cloette segir að Greene
hafi þótt einlæglega vænt
um Philby og aldrei lagt
dóm á njósnastörf hans.
Árið 1986 hittust vinirnir í
Moskvu en á þeim árum sem liðin
voru höfðu þeir staðið í stopulum
bréfaskriftum. Cloetta var við-
stödd fund þeirra og segir að þeir
hafa starað hvor á annan í langan
tíma. Philby var fyrri til að mæla
og sagði: „Það er ljóst að langur
tími er liðinn, þú ert miklu elli-
legri en þú varst.“ „Ekkert frem-
ur en þú,“ svaraði Greene. Philby
bað Greene um að ræða ekki við
sig um fortíðina. Á veitingastað
sagði hann skyndilega reiður:
„Það er alltaf komið fram við mig
eins og njósnara eða svikara. En
hvað og hverja á ég að hafa svik-
ið? Ég hef aldrei tilheyrt Kerfinu.
Ég sveik aldrei hina sönnu vini
mína – Rússana. Það sem ég hef
gert rétt er mikilvægara en það
ranga sem ég gerði.“
Cloetta lýsir Philby sem
manni með einstaklega mikla
persónutöfra og sérlega góðan
húmor. Þegar Philby lést mátti
lesa í bresku blaði: „Ég vona að
hann hafi látist á kvalafullan
hátt“. Þessi orð gerðu Greene
fokvondan og hann sagði við
Cloettu: „Þetta fólk veldur meiri
skaða en nokkuð það sem Philby
hefði getað gert.“ ■
NÝ SAGA EFTIR KIPLING
Ný saga eftir RudyardKipling er
komin í leitirn-
ar. Sagan ber
heitið Scylla and
Charybdis og er
6.000 orð. Hún
er í hópi vin-
sælla sagna
Kiplings um
Stalky og félaga,
skólastráka sem
sí og æ leika á
þá fullorðnu. Í
þessari ný-
fundnu sögu koma vinirnir um
upp montinn mann sem svindlar
á golfvellinum. Kipling-aðdáend-
ur eru býsna glaðir yfir þessum
fundi en sagan verður birt í
bresku ársriti sem sérhæfir sig í
Kipling. Kipling skrifaði söguna
þegar hann var 32 ára. Á hand-
ritinu sést að sagan hefur verið
samin í miklum flýti því rithönd
Kiplings er þarna ekki upp á sitt
besta . Sérfræðingur sem skoðað
hefur handritið segir að hugur
Kiplings hafi greinilega verið á
miklu flugi við samninguna og
rithöfundurinn hafi þurft að
hafa sig allan við til að koma
hugmyndum sínum á blað, svo
hratt hafi þær streymt að.
ROWLING VINNUR FULLORÐINS-
VERÐLAUN
Joanna Rowling vann á dögun-um í fyrsta sinn verðlaun fyr-
ir bestu fullorðinsbók síðasta
árs, Harry Potter og Fönixregl-
una. Það voru 148.000 breskir
lesendur sem greiddu atkvæði
um bestu bókina á vefsíðu WH
Smith-bókakeðjunnar eða kusu í
bókabúðum WH Smith. Verð-
launin voru 5.000 pund. Rowling
þarf sannarlega ekki á þeim
peningum að halda en var sögð
kampakát með sigurinn. Fyrir
fram var talið líklegt að hún
myndi vinna en meðal keppi-
nauta Harry Potter var hin bráð-
skemmtilega The Curious
Incident of the Dog in the Night-
time eftir Mark Haddon. Skáld-
saga Monicu
Ali, Brick
Lane, var kos-
in besta frum-
raun ársins.
Í nýlegu sjón-
varpsviðtali
þakkaði Rowl-
ing vinkonu
sinni, Fionu
Wilson, sem á
sínum tíma
lánaði Rowl-
ing 4.000 pund
svo hún fengi
barnapössun
og gæti lokið
námi og sinnt kennslu milli þess
sem hún skrifaði fyrstu Harry
Potter-bókina. Rowling segir að
hugsanlega hefði bókin aldrei
verið skrifuð nema vegna þessa
vinargreiða frá konu sem á þeim
tíma vann á skrifstofu og var
einstæð móðir eins og Rowling.
Rowling hefur rækilega endur-
greitt skuld sína því hún gaf
Wilson íbúð sem metin er á um
26 milljónir íslenskra króna.
■ Sagt og skrifað
RUDYARD
KIPLING
Ný smásaga eftir
hann er kominn í
leitirnar.
J.K. ROWLING
Harry og Fönixreglan
vann á dögunum verð-
laun sem besta fullorð-
insbók ársins.
GRAHAM GREENE
Var einlægur vinur
njósnarans Kim
Philby.
Í nýrri bók lýsir ástkona Graham Greene vináttu hans við Kim Philby:
Rithöfundurinn og njósnarinn
SIGÞRÚÐUR LES FYRIR BÖRNIN
„Á öðru „náttborði“ heima hjá mér liggur stór bók með öllum sögunum um Línu Langsokk
sem verið er að lesa fyrir smáfólkið á heimilinu en allir skemmta sér jafn vel yfir. “
Spennusögur og Lína
Á milli spennusagn-
anna hef ég síðan gripið í
nýtt Tímarit Máls og menn-
ingar sem er efnismikið og
skemmtilegt.
,,