Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 5
8 27. mars 2004 LAUGARDAGUR
Loforð nýbakaða afans
„Ég ætla að vera bæði góður og
eftirlátssamur. Afi sem beygir
reglurnar svolítið, sérstaklega
þegar ég þarf ekki að takast á
við afleiðingarnar sjálfur.“
Haukur Holm, Fréttablaðið 26. mars.
Útrunnið nógu gott í þessar
einstæðu
„Við úthlutum því ekki nema við
spyrjum að því. Okkur var gefið
eitthvað sem var útrunnið en við
létum það ekki í pokana heldur
spurðum fólk hvort það vildi.“
Hildur Eyþórsdóttir, formaður
Mæðrastyrksnefndar, DV 26. mars.
Dóri og Dabbi lögbrjótar
„Þeir tóku um það ákvörðun aust-
ur í Prag í Tékklandi að Ísland
skyldi eiga beina aðild að hernaði
amerískra heimsvaldasinna í
Írak. Og brutu með því háttalagi
íslensk lög og alþjóðalög.“
Sverrir Hermannsson, Morgunblaðið 26. mars.
Orðrétt
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson:
Sakar Alfreð um blekkingar
ORKUVEITAN Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í borgarstjórn, segir það
vera blekkingu hjá Alfreð Þor-
steinssyni, stjórnarformanni
Orkuveitu Reykjavíkur, þegar
hann heldur því fram að fyrirtæk-
inu hafi borist tilboð í nýjar höf-
uðstöðvar sem feli í sér að hægt
sé að selja þær með umtalsverð-
um hagnaði.
Alfreð hefur sagt að tilboð upp
á um fimm milljarða króna hafi
borist í húsið.
Vilhjálmur segir að tilboð sem
borist hafi í húsið séu frá fyrirtækj-
um sem bjóði upp á að kaupa húsið
og sjá um rekstur þess gegn því að
Orkuveitan geri langtímasamning
um mánaðarlega leigu.
„Það skiptir engu máli fyrir fast-
eignafélagið á hvaða verði húsið er
keypt því leigan hækkar bara með
hærra verði,“ segir Vilhjálmur.
Hann segir að ef farin sé sú
leið að selja húsið til rekstraraðila
hafi Orkuveitan hagsmuni af því
að verðið sé rétt en ekki að það sé
sem hæst, enda þurfi Orkuveitan
að borga upphæðina til baka í
formi húsaleigu.
„Þetta væri því bara lántaka,“
segir Vilhjálmur. Hann segir að
yfirlýsingar um að hægt sé að
selja húsið með hagnaði séu því
blekking. ■
KÖNNUN Ríflega 72% þeirra sem
tóku afstöðu í skoðanakönnun
Fréttablaðsins, vilja að Geir H.
Haarde, fjármálaráðherra og
varaformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, taki við formennskunni af
Davíð Oddssyni ef hann hættir.
Í könnun blaðsins var spurt:
„Ef Davíð Oddsson hættir sem
formaður Sjálfstæðisflokksins,
hver viltu að taki við embættinu?“
Löngum hefur verið talið að
baráttan um formannssætið muni
einkum standa milli Geirs H.
Haarde og Björns Bjarnasonar.
Hvorugur hefur þó lýst neinu yfir
formlega þar um, enda hefur
Davíð Oddsson ekki gefið neitt
upp um hvenær hann hyggst láta
af formennsku.
Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra var langoftast nefndur
þegar spurt var um arftaka
Davíðs. 72,1% aðspurðra nefndu
Geir. Stuðningsmenn Geirs í for-
mannsembættið eru einkum karl-
kyns, en tveir af hverjum þremur
sem nefndu hann eru karlar.
Í öðru sæti lenti Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra, en 14,4% að-
spurðra sem tóku afstöðu nefndu
hana. Öfugt við Geir sækir
Þorgerður Katrín einkum fylgi til
kvenna. Þrír af hverjum fjórum
sem nefndu hana eru konur.
Í þriðja sæti kemur Björn
Bjarnason, dóms- og kirkjumála-
ráðherra, en 6,0% nefndu hann
sem næsta formann flokksins.
Næstir og jafnir koma Gísli
Marteinn Baldursson, Halldór
Blöndal, Pétur Blöndal og Halldór
Ásgrímsson. Allir fengu 1,0%.
Ásdís Halla Bragadóttir,
bæjarstjóri í Garðabæ, var nefnd
til sögunnar, sömuleiðis þing-
mennirnir Birgir Ármannsson,
Bjarni Benediktsson, Sigríður
Anna Þórðardóttir, Sólveig
Pétursdóttir og varaþing-
maðurinn Katrín Fjeldsted.
Einhverjir telja vænlegt að
næsti formaður Sjálfstæðisflokks-
ins komi úr röðum Samfylkingar-
innar, því Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, varaformaður flokksins, og
Össur Skarphéðinsson formaður
voru bæði nefnd. Jón Baldvin
Hannibalsson sendiherra og Siv
Friðleifsdóttir umhverfisráðherra
komust einnig á blað.
Skoðanakönnun Fréttablaðsins
var unnin fyrir viku. Hringt var í
800 manns, jafnt skipt milli kynja
og hlutfallslega eftir búsetu, og
tóku 37,5% aðspurðra afstöðu til
spurningarinnar. Um það bil
helmingi fleiri karlar tóku afstöðu
en konur.
the@frettabladid.is
Mikil aukning
í innanlandsflugi:
60% fjölgun
til Egilsstaða
SAMGÖNGUR Töluverð aukning
hefur orðið í innanlandsflugi á
síðustu mánuðum. Farþegar
sem fóru um Egilsstaðaflugvöll
voru 60% fleiri í febrúar síðast-
liðnum en í sama mánuði á síð-
asta ári.
Farþegum sem fóru um
Reykjavíkurflugvöll fjölgaði um
21,6% á tímabilinu frá febrúar
2003 til febrúar 2004. Á Akur-
eyri var aukningin 12,8%, í Vest-
mannaeyjum 28% og á Ísafirði
19,4%, að því er fram kemur á
vef Bæjarins besta. ■
ÁLYKTUNIN STÖÐVUÐ
Ekkert var minnst á hryðjuverk Hamas í tillög-
unni og því beittu Bandaríkin neitunarvaldi.
Öryggisráðið:
Vígið ekki
fordæmt
SÞ, AP Bandaríkin beittu neitunar-
valdi sínu til að koma í veg fyrir
að öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna fordæmdi Ísraelsstjórn fyr-
ir að ráða Ahmed Yassin, trúar-
legan leiðtoga Hamas, af dögum.
Elleftu af fimmtán ríkjum sem
eiga sæti í öryggisráðinu greiddu
atkvæði með tillögunni, þrjú sátu
hjá en Bandaríkin ein greiddu at-
kvæði gegn tillögunni. John
Negroponte, sendiherra Bandaríkj-
anna, sagði það gert vegna þess að
ekki hefði verið minnst á hryðju-
verk Hamas-samtakanna í tillög-
unni og því væri hún of einhliða til
að hægt væri að samþykkja hana. ■
TIL SÖLU GOTT
ATVINNUTÆKIFÆRI!
Iveco Bílaflutningabíll, árg 2000 ,18 tonna,
ekinn 89þ km, vélin er 290 hp, 8 gíra kassi,
loftfjöðrun, kojuhús, ASR, ABS, driflæsing,
góð geymsluhólf.
Rampurinn tekur 5 bíla og er allur sandblásin,
yfirfarinn og málaður með epoxy lakki.
Frábært tækifæri fyrir traustann aðila,
mikill vinna framundan!
Verð aðeins 9.500 + vsk
Nánari Upplýsingar
í símum 892 1116 og 892 5005
VILHLJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON
Oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn
segir yfirlýsingar stjórnarformanns Orku-
veitunnar vera blekkingar.
M
YN
D
/A
P
EF DAVÍÐ ODDSSON HÆTTIR
SEM FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐIS-
FLOKKSINS, HVER VILTU AÐ
TAKI VIÐ EMBÆTTINU?
1. Geir H. Haarde 72,1%
2. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 14,4%
3. Björn Bjarnason 6,0%
4 - 7. Gísli Marteinn Baldursson 1,0%
4 - 7. Halldór Ásgrímsson 1,0%
4 - 7. Halldór Blöndal 1,0%
4 - 7. Pétur Blöndal 1,0%
VÆNLEGASTI KOSTURINN
Flestir nefndu Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varafor-
mann Sjálfstæðisflokksins, sem vænlegasta arftaka Davíðs
Oddssonar.
Í ÖÐRU SÆTI
Menntamálaráðherrann, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
hlaut næstflest atkvæði þegar spurt var um arftaka Davíðs.
DÓMSMÁLARÁÐHERRANN Í ÞRIÐJA SÆTI
Björn Bjarnason, sem talinn hefur verið helsti keppinautur
Geirs um formannsstól í Sjálfstæðisflokknum, lenti í þriðja
sæti í könnun Fréttablaðsins.
Flestir vilja Geir
í formannsstólinn
Rúmlega 72% þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsisn vilja að Geir Haarde taki við
formennsku af Davíð Oddssyni í Sjálfstæðisflokknum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varð í
öðru sæti og Björn Bjarnason í því þriðja.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
IG
.JÖ
KU
LL
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/Þ
Ö
K
■ Norðurlönd
BÆTUR FYRIR HANDTÖKU Maður-
inn sem sænska lögreglan handtók
fyrst grunaðan um morðið á Önnu
Lindh utanríkisráðherra voru í gær
dæmdar bætur að andvirði rúmrar
einnar og hálfar milljónar króna
fyrir handtökuna. Lögregla nafn-
greindi manninn ekki en fjölmiðlar
grófu upp nafn hans og birtu. Því
krafðist hann bóta af ríkinu.
– hefur þú séð DV í dag
Ég fyrirgef
Grétari allt