Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 14
Þær standa í ströngu, stelpurnarsem eru í forystu stúdenta við Háskóla Íslands. Enda í mörg horn að líta, hagsmunabarátta stúdenta er víðfeðm og nær til stórra og smárra mála. Aðalmálið þessa dag- ana er skólagjöldin en þeim var mótmælt af hörku í byrjun viku, bæði á fjölmennum útifundi stúd- enta og eins með löngum undir- skriftalistum. Nýtt stúdentaráð tók við völd- um fyrr í mánuðinum og er Jar- þrúður Ásmundsdóttir formaður þess. Framkvæmdastjóri er Erla Ósk Ásgeirsdóttir, og formaður Vöku, sem vann sigur í síðustu kosningum, er Ingunn Guðbrands- dóttir. Konur hafa ekki áður verið jafn áberandi og framarlega í stúd- entapólitíkinni og telja stöllurnar að þessi staðreynd geti orðið öðr- um konum í skólanum hvatning. „Það er greinilegt að það er kvennabylgja í gangi,“ segja þær, ánægðar með stöðuna. Skólagjöld hrekja marga frá námi Í hugum Erlu, Ingunnar og Jar- þrúðar leikur enginn vafi á órétt- mæti og göllum skólagjalda: „Við teljum að jafnrétti til náms sé í hættu ef skólagjöld eru lögð á nemendur,“ segir Erla og fullyrðir að fjöldi fólks gæti ekki stundað nám við skólann ef gjalda væri krafist. Jarþrúður tekur undir og nefnir rannsóknir frá Bretlandi máli sínu til stuðnings: „Í þeim kom fram að það voru einstæðar mæður sem fyrstar hrökkluðust úr námi og í þeim fjölbreytta hópi sem stundar nám við HÍ eru sann- arlega fjölmargar einstæðar mæð- ur.“ Þær segja andstöðuna við skóla- gjöld vera algjöra og almenna meðal nemenda, og vitna til undir- skriftanna og fundarins á mánu- dag. En skiptir upphæð þessara meintu gjalda ekki máli, er sama hvort þau eru 50 þúsund krónur eða milljón? „Fjárhæðin skiptir ekki máli,“ segir Jarþrúður, „ekki nokkru máli“. Eins og áður sagði telja þær lög- unum um jafnrétti til náms stefnt í voða með skólagjöldum. Eru þær fullvissar um að margir myndu hætta námi ef gjöldin yrðu lögð á? „Ég er viss um að margir myndu þurfa frá að hverfa,“ segir Erla. „Og ekki bara einstæðar mæður heldur líka fólk utan af landi sem þarf að greiða talsvert fyrir fram- færslu.“ Óvíst með þeirra menntun En hvað með þær sjálfar, væru þær ekki við nám í Háskóla Ís- lands ef skólagjalda væri krafist? „Ég væri í námi,“ segir Jarþrúður. „Viðkvæðið er alltaf að stúdentar reddi sér, þeir séu vanir því. En ég hefði þurft að taka auka námslán.“ Erla segir að byrjunin hjá sér hefði orðið mjög erfið: „Maður fær ekki námslán fyrr en eftir að hafa skilað ákveðnum einingafjölda. Það hefði verið mjög erfitt að punga út, t.d. hundrað þúsund krónum, í byrjun náms ofan á uppihald og annan kostnað.“ Ingunn segir óvíst með sig. „Ég var í tölvunarfræði en skipti yfir í sálfræði,“ segir hún. „Það er alltaf talað um að fólk með háskólapróf fái svo góð laun að það eigi auðvelt með að borga námslánin. Með BA- próf í sálfræði upp á vasann fæ ég ekki mjög há laun. Ég hugsa að ég hefði frekar hætt námi en að skipta um fag ef skólagjöld væru við lýði.“ Ríkið á að standa við sitt Þær leggja áherslu á að þeim finnist fáránlegt að skólagjöldum sé ætlað að leysa fjárhagsvanda Háskólans, sérstaklega þegar litið er til þess að ríkið hefur ekki efnt samning sinn við skólann. „Samn- ingur HÍ og ríkisins gerir ráð fyrir að ríkið greiði fyrir alla virka nem- endur skólans. Það er hins vegar ekki gert þannig að nemendum hefur fjölgað en fjárframlögin eru óbreytt,“ segja þær. Auðvelt er að gagnrýna órétt- læti en oft vantar tillögur að úrbót- um. Forysta stúdenta lætur ekki taka sig í bólinu í þeim efnum: „Það má beita nokkrum ráðum til að leysa þennan fjárhagsvanda. Fyrsta málið er að ríkið efni samn- inginn um framlög vegna hvers virks nemanda. Hagræða má í kennslu með ýmsum hætti, t.d er hægt að virkja mastersnema til kennslu og samræma stundatöflur svo að verðmætar stofur standi ekki auðar. Og að endingu má nefna að fella á niður einkaleyfis- gjald Happdrættis Háskólans en það nemur 115 milljónum á ári.“ Ýmislegt að Skólagjöld eru ekki einu málin sem brenna á stúdentaforystunni og benda Erla, Ingunn og Jarþrúð- ur meðal annars á að sjálfa kennsl- una megi bæta, t.d. með gæðaeftir- litskerfi þar sem fylgst yrði grannt með frammistöðu kennara. „Pró- fessorarnir eru mjög misjafnir og sumum þeirra færi betur að sinna bara rannsóknum og láta öðrum kennsluna eftir,“ segja þær. Lánasjóðurinn er eilíft þrætu- epli og helstu baráttumálin á þeim vettvangi lúta að fram- færslunni en lánþegum er gert að lifa af 77.500 krónum á mánuði. „Það þarf að hækka framfærsl- una og eins að refsa fólki ekki jafn harkalega fyrir að vinna,“ segir Ingunn en hafi námsmaður yfir 300 þúsund krónur í árstekj- ur skerðast framfærslulán hans. Húsnæðismál Háskólans hafa löngum þótt í nokkrum ólestri en miklar úrbætur fengust þegar Náttúrufræðihúsið í Vatnsmýrinni var tekið í notkun. Þangað færðist kennsla úr sjö húsum. Ingunn segir að nú ríði á að bæta vinnuaðstöðu stúdenta, les- rými og slíkt. En það er ekki allt slæmt í Há- skólanum og stöllurnar hrósa með- al annars tölvuvæðingunni sem orðið hefur í kennslunni. Þó benda þær á að víða eigi stúdentar í vand- ræðum með að stinga fartölvunum sínum í samband en tölvutenging- arnar sjálfar séu góðar. Langar að hafa áhrif á umhverfið Það krefst tíma og orku að sinna félagsstörfum við Háskóla Íslands og enginn hellir sér út í slíkt nema búa yfir hugsjónum og ástríðu á bættum hag nemenda. Hvað rekur stöllurnar áfram í sín- um störfum? „Ég hef gífurlegan áhuga á að hafa áhrif á umhverfi mitt og reyna að bæta það,“ segir Ingunn. „Þetta gefur manni líka færi á að kynnast fólki í öllum skólanum og er auðvitað góð reynsla fyrir lífið.“ Jarþrúður segist ekki síst hafa gengið í Vöku vegna þess baráttu- hugar sem hún merkti meðal félagsmanna. „Þau höfðu tapað kosningum í 11 ár í röð en létu aldrei deigan síga. En auðvitað langar mig að hafa áhrif innan Há- skólans. Stúdentaráð er fyrst og fremst þrýstiafl og mig langar að beita kröftum mínum til góðra verka.“ Spurð hvort hún sé að þessu af tómri fórnfýsi fyrir sam- nemendur segir hún svo ekki vera: „Það er í raun ekki hægt að hugsa sér meira spennandi starf þannig að ég er frekar í þessu af sjálfs- elsku,“ segir hún og hlær. Erla Ósk segist hafa sinnt trún- aðarstörfum fyrir félag stjórn- málafræðinema og þar hafi hún kynnst fólki úr stúdentapólitíkinni og eitt leitt af öðru. „Svo er ég bara félagsmálafrík,“ segir hún. „Ég hef ýmsar hugmyndir um mitt nánasta umhverfi, hverju ég vil breyta og þar fram eftir götum og hér hef ég tækifæri til þess.“ Hún segir mikilvægt að stúdentar láti sig eigin mál varða en fljóti ekki bara áfram og ætlist til að aðrir geri það sem gera þarf. Vaka er ekki angi af Sjálf- stæðisflokknum Margir stjórnmálamenn hafa byrjað sitt félags- og stjórnmála- vafstur í Háskólapólitíkinni og Vaka og Röskva hafa stundum ver- ið sagðar uppeldisstöðvar stjórn- málaflokkanna. Erla, Ingunn og Jarþrúður líta ekki þannig á og segjast raunar leggja sig fram við að draga úr þessum tengslum. „Við erum að reyna að losa okkur við þennan stimpil, Vaka er hags- munafélag stúdenta og innan okk- ar raða er fólk sem kýs alla flokka,“ segja þær en taka fram að þeim finnist fullkomlega eðlilegt að fólk leiðist út í þjóðmálin eftir að hafa starfað í háskólapólitíkinni enda vilji það móta umhverfi sitt og vinna að hagsmunum ákveðinna hópa. Þær geta þó lítt sagt til um hvort þær sækist eftir þing- mennsku eða ámóta í framtíðinni. bjorn@frettabladid.is ERLA ÓSK ÁSGEIRS- DÓTTIR f. 1977 Framkvæmda- stjóri Stúdenta- ráðs. Stúdent frá Fjöl- brautaskóla Vest- urlands, er í stjórnmálafræði og stefnir að út- skrift í sumar. INGUNN GUÐ- BRANDS- DÓTTIR f. 1978 Formaður Vöku. Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, er í sálfræði og stefnir að útskrift um næstu áramót. JARÞRÚÐUR ÁSMUNDS- DÓTTIR f. 1976 Formaður Stúd- entaráðs. Stúdent frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti, er í viðskipta- fræði og stefnir að útskrift í haust. 26 27. mars 2004 LAUGARDAGUR BERJAST GEGN SKÓLAGJÖLDUM Þau tíðindi hafa orðið í stúdentapólitíkinni að nú er þar einungis kvenfólk í forystu. Ingunn er formaður Vöku, sem er með meirihluta í Stúdentaráði, Erla Ósk er framkvæmdastjóri ráðsins og Jarþrúður er formaður. Eitt fyrsta verkefnið var að mótmæla kröftuglega áformum um að leggja á skólagjöld við Háskóla Íslands. • Háskóli Íslands var stofnaður 1911 • Skráðir nemendur nú eru 9117 og eru 5675 þeirra konur og 3429 karlar • Flestir eru í Félagsvísindadeild, fæstir í Tannlæknadeild • 427 kennarar eru við skólann - 302 karlar og 125 konur • Velta skólans árið 2002 var um 5,5 milljarðar króna • 300 milljóna króna halli varð á rekstrinum það ár. Ný stjórn tók við í Stúdentaráði fyrr í mánuðinum, þar sem kvenfólk er alfarið í forystu. Áformum um skóla- gjöld í Háskóla Íslands var kröftuglega mótmælt af stúdentum, undir forystu Stúdentaráðs, í liðinni viku. Stelpurnar í stúdentaforystunni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.