Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 43
Brosið 58 27. mars 2004 LAUGARDAGUR
Þekktasti útvarpsmaður FM957,Sigvaldi Kaldalóns eða Svali
eins og hann er kallaður, fer ekki
á skemmtistaðina nema hann sé í
vinnunni. Frekar kýs hann að fara
í fjallaferðir eða eiga notalegar
stundir með fjölskyldunni.
„Aðra hverja helgi er ég að
plötusnúðast á Sólon,“ segir Svali,
sem spilar mest r&b og hiphopp
þegar hann þeytir skífum. „Hinar
helgarnar er ég annaðhvort uppi á
fjöllum eða jöklum einhvers stað-
ar í jeppaferð eða límdur fyrir
framan sjónvarpið. Ég nenni
engan veginn að fara á skemmti-
staðina.“
Svali er fjölskyldumaður, á tvö
börn 10 og 6 ára. „Ég vil frekar
vera heima á laugardagskvöldi
með fjölskyldunni. Við höldum
stundum smá partí með snakki og
pitsum. Svo ferðumst við alveg
hrikalega mikið.“
Svali segist hafa smitast af
jeppadellunni fyrir tveimur
árum. „Ég var alltaf í sportbílum
og svo fór ég upp í sumarbústað
með konunni í svona hágæðaferð í
janúar fyrir tveimur árum. Á leið-
inni heim, þegar við vorum hjá
Gullfossi og Geysi, mættum við
halarófu af jeppum sem voru að
koma úr ferð. Ég horfði upp á þá
úr litla bílnum mínum og ákvað þá
að mig langaði til þess að prófa
þetta. Þremur vikum seinna var
ég búinn að fá mér bíl.“
Svali skráði sig í 4x4 klúbbinn
og fékk leiðsögn um hvernig ferð-
ast eigi um landið. „Maður hoppar
ekkert bara upp í bíl og keyrir af
stað,“ segir hann. „Svo er til mik-
ið af klúbbum út frá 4x4 klúbbn-
um. Þetta er æðislegur félags-
skapur og rosalega fjölskyldu-
vænn. Fljótlega finnur maður sína
ferðafélaga.“ ■
Laugardagskvöld
SIGVALDI KALDALÓNS
■ Ekkert fyrir skemmtistaðina og vill frek-
ar vera uppi á jökli með fjölskyldunni.
Einu sinni sat hann á þingi fyrir
stjórnmálaflokk sem er ekki
lengur til. Hann er nýorðinn lög-
gilt gamalmenni en hefur í mörgu
að snúast og brosir við framtíð-
inni. Hver á brosið?
Sinnir jeppadellunni um helgar
■ Leiðrétting
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Mohammed ElBaradei.
Hundahald.
Ólafur Oddur Sigurðsson.
1
6 7
8 9
14
16 17
15
18
2 3 4
1311
10
12
5
LOKADAGUR!!
Model IS 43 - 3 sæta sófi og tveir stólar
Verð áður kr. 239.000 stgr.
Verð nú aðeins kr. 159.000 stgr.
Einnig fáanlegt: 3ja sæta, 2ja sæta og stóll
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-17
gæða húsgögn
Bæjarhrauni 12, Hf., sími 565-1234
Ekta ítölsk leðursófasett á ótrúlegu verði
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri 80.000 kr. afsl.
FÁST HJÁ OLÍS EN EKKI SHELL
Í fermingarblaði Fréttablaðsins
sem út kom í gær
var ranglega sagt
að fermingarkort
frá Kroppum og
kiðlingum fengj-
ust á bensín-
stöðvum Shell.
Hið rétta er að
þau eru til sölu á
bensínstöðvum
Olís en einnig í
blómabúðum og
verslunum Nettó. Penninn er
dreifingaraðili.
NÝ GAMAL-
DAGS KORT
Lárétt: 1 húm, 6 reglu, 7 komast, 8
ónefndur, 9 eins um g, 10 tæki, 12 slæ,
14 stallur, 15 líta, 16 kextegund, 17 títt,
18 fiskurinn.
Lóðrétt: 1 hús, 2 arða, 3 íþróttafélag, 4
með æskusvip, 5 þvælingur, 9 skaut, 11
höfuð, 13 afl, 14 heldur hita, 17 arin.
Lausn.
Lárétt: 1rökkur, 6aga,7ná,8nn,9pgp,
10tól,12lem,14hak,15gá,16lu,17
ótt,18ýsan.
Lóðrétt: 1rann,2ögn,3ka,4unglegt, 5
ráp,9pól,11haus,13mátt,14hlý,17
ón.
(Júlíus Sólnes)
SVALI
Fékk jeppadelluna fyrir tveimur árum og
kann afskaplega vel við sig í félagsskap
jeppamanna. „Svo hef ég komist að því að
jeppamenn eiga eitt sameiginlegt, þeir eru
aldrei sammála.“
Miðsala á seinni tónleika Korní Laugardalshöll þann 31.
maí, hefst í dag. Þeir ættu ekki að
verða síðri en þeir fyrri og ekki
ólíklegt að lagadagskrá verði með
ólíku sniði kvöldin tvö.
Ekki ætti svo að skemma fyrir
að um upphitun á seinni tónleik-
unum sér bandaríska sveitin
Fantomas, sem Mike Patton, fyrr-
um söngvari og bassaleikari Faith
No More, stofnaði árið 1998.
Sveitin er mjög þung og sérstæð
og á sér örugglega hóp dýrkenda
hér á landi.
Síminn býður gsm-viðskipta-
vinum sínum upp á að fá þrjá
miða í stæði á verði tveggja á net-
inu í dag. Opnað verður fyrir net-
söluna klukkan 10. Aðeins verður
hægt að kaupa miða í stúku í
gegnum heimasíðu Símans, sim-
inn.is. Miðaverð í stæði er 4.500
en þúsund krónum meira í stúku.
■
KORN
Þeir sem misstu af miðum á fyrri Korn-
tónleikana fá annað tækifæri
frá og með deginum í dag.
Miðasala á seinna
Kornið hefst í dag