Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 38
LAUGARDAGUR 27. mars 2004
Scania R164-GB 6x4
Nýskráður 08/2000
Km. 420.000
Verð 5.400.000,- án vsk
Benz 815D Vario
Nýskráður 09/1999
Km. 95.000
Vörukassi 5100mm
Vörulyfta 1000kg
Verð 2.160.000,- án vsk
Vörukassi Ulefoss
7850 mm einangraður
Nýr 05/2000
Verð 650.000,- án vsk
Scania R124-LB 4x2
Nýskráður 05/2000 - Km. 290.000
Vörukassi 7300mm
Vörulyfta 2000kg
Verð 5.580.000,- án vsk
Upplýsingar í síma
515 7074 og 893 4435
Gerard Houllier deilir við dómarann:
Fáránleg ákvörðun
FÓTBOLTI Gerard Houllier, knatt-
spyrnustjóri Liverpool, var afar
ósáttur við dómarann Arturo
Ibanez eftir tap liðsins gegn
Marseille í Evrópukeppni félags-
liða. Ibanez dæmdi vítaspyrnu á
Liverpool og rak Igor Biscan út
af undir lok fyrri hálfleiks fyrir
að hafa brotið á Steve Marlet.
„Ákvarðanir dómaranna
höfðu mikil áhrif á lokastöðuna,“
sagði Houllier.
„Þetta var fáránleg ákvörðun
og við vorum ekki sigraðir á
sanngjarnan hátt. Ef það var um
peysutog að ræða þá var það
þremur eða fjórum metrum fyr-
ir utan vítateiginn en dómarinn
sleppti að dæma á það til að gefa
þeim möguleika á að skora. Þú
getur ekki notað hagnaðarregl-
una og dregið hana síðan til baka,
það verður að vera annað hvort,“
bætti hann við.
Að sögn Houllier átti Liver-
pool ekki skilið að tapa leiknum.
„Ef við hefðum tapað þrjú eða
fjögur núll og verið yfirspilaðir
af Marseille hefði ég getað sætt
mig við útkomuna en við stjórn-
uðum leiknum þar til vítaspyrn-
an var dæmd.“
Þetta er vatn á myllu þeirra
sem vilja Houllier burt frá
Liverpool en hann hefur nú níu
leiki til að bjarga stöðu sinni. ■
Grindavík vann
eftir framlengingu
Grindvíkingar náðu forystu í einvíginu við Keflvíkinga með eins stigs
sigri eftir framlengingu.
KÖRFUBOLTI Grindvíkingar sigruðu
Keflvíkinga 106-105 í framlengd-
um leik í undanúrslitum Inter-
sport-deildarinnar í körfubolta.
Þriggja stiga karfa Péturs Guð-
mundsson gerði útslagið. Keflvík-
ingar fengu gott tækifæri til að
tryggja sér sigur en skot Derricks
Allen geigaði.
Grindvíkingar skoruðu fyrstu
stig leiksins en Keflvíkingar áttu
frumkvæðið eftir það og leiddu
23-21 eftir fyrsta leikhluta, 55-46 í
leikhléi og 77-69 eftir þriðja leik-
hluta. Mestur var munurinn
nítján stig, 46-27, um miðjan ann-
an leikhluta.
Anthony Jones skoraði níu stig
í röð snemma í fjórða leikhluta og
kom Grindvíkingum í 85-79 en
Keflavíkingar jöfnuðu og komust
yfir að nýju, 87-85. Darrel Lewis
skoraði síðustu níu stig Grindvík-
inga í fjórða leikhluta en Fannar
Ólafsson var Keflvíkingum mjög
mikilvægur á lokasprettinum og
skoraði átta af síðustu fimmtán
stigum þeirra. Staðan var jöfn, 94-
94, eftir fjórða leikhluta.
Páll Axel Vilbergsson skoraði
fyrstu fimm stig framlengingar
en Arnar og Allen minnkuðu
muninn í eitt stig. Lewis jók for-
ystu Grindvíkinga að nýju en
Arnar skoraði úr tveimur víta-
skotum og staðan var 101-100.
Lokakaflinn var æsispennandi.
Páll Axel skoraði næstu körfu
Grindvíkinga en Allen svaraði.
Þá skoraði Pétur úr þriggja stiga
skoti og Grindvíkingar leiddu
með fjórum stigum. Arnar hitti
ekki í næstu sókn Keflvíkinga og
Lewis fékk dæmdan ruðning á
sig í næstu sókn Grindvíkinga.
Magnús Gunnarsson minnkaði
muninn í eitt stig með þriggja
stiga körfu og Steinar gat tryggt
Grindvíkingum sigur en hann
hitti ekki úr góðu færi og skot
Derricks Allen geigaði í síðustu
sókn Keflvíkinga. Vítaskot Pét-
urs geiguðu líka en það breytti
engu því Grindvíkingar höfðu
þegar tryggt sér sigur.
Darrel Lewis skoraði 38 stig
fyrir Grindavík og tók níu frá-
köst. Anthony Jones skoraði 26
stig, náði sjö fráköstum, stal fimm
boltum og átti níu stoðsendingar.
Jackie Rogers skoraði sextán stig
og tók tíu fráköst en tapaði tíu
boltum og Páll Axel Vilbergsson
skoraði sextán stig, þar af sjö í
framlengingu.
Derrick Allen skoraði 31 stig
fyrir Keflavík og Nick Bradford
átján en Bradford gaf átta
stoðsendingar og stal boltanum
sex sinnum. Fannar Ólafsson
skoraði sextán stig og náði tólf
fráköstum, Magnús Gunnarsson
skoraði þrettán en Arnar Freyr
Jónsson skoraði níu stig og gaf
átta stoðsendingar.
Grindvíkingar leiða 2-1 í ein-
víginu en félögin mætast í fjórða
leiknum á sunnudag í Keflavík. ■
GERARD HOULLIER
Gagnrýndi dómara leiksins gegn Marseille
harðlega.
Sven Göran Eriksson:
Til Real Madrid?
FÓTBOLTI Real Madrid hefur áhuga
á að ráða Sven Göran Eriksson,
þjálfara enska landsliðsins, eftir
þessa leiktíð ef marka má
spænska fjölmiðla. Þeir héldu því
fram á dögunum að Real hefði
þegar rætt við ráðgjafa Erikssons.
Spænska íþróttadagblaðið
Marca bar þetta undir Eriksson,
sem sagði að ef honum hefði boð-
ist að þjálfa Real Madrid í gamla
daga hefði hann haft áhuga á því.
Eriksson hefur enn ekki skrifað
undir nýjan samning við enska
knattspyrnusambandið og hefur
það verið talið merki um það að
hann hafi áhuga á að gerast þjálf-
ari Chelsea.
Carlos Queiroz, þjálfari Real
Madrid, sætir vaxandi gagnrýni
vegna gengis Real að undanförnu.
Einnig hefur spurst út að stjörnu-
leikmenn Real séu ekki ánægðir
með æfingarnar hjá Queiroz. ■
SVEN GÖRAN ERIKSSON
Orðaður við Chelsea í allan vetur en nú
hefur áhugi Real Madrid á honum spurst út.
Evrópukeppni U17-liða:
Eins
marks tap
FÓTBOLTI Mark í uppbótartíma
dugði Englendingum til sigurs
gegn Íslendingum í milliriðli Evr-
ópukeppni U17-liða í gærkvöldi.
Englendingar fengu aukaspyrnu
undir lokin, sem Íslendingar voru
ekki sáttir við, og upp úr henni
kom eina mark leiksins.
„Luka, strákarnir þínir voru
frábærir,“ hafði Luka Kostic,
þjálfari U17-liðsins, eftir enska
þjálfaranum John Peacock. Luka
sagði að íslensku leikmennirnir
hefðu leikið mjög vel frammi fyr-
ir 5.000 áhorfendur á Belle Vue-
vellinum í Doncaster.
Íslendingar leika við Armena á
morgun en þeir töpuðu 0-2 fyrir
Englendingum á miðvikudag en
unnu Norðmenn 4-0 í gær. ■
DARREL LEWIS
Skoraði 38 stig fyrir Grindavík.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Netsalan ehf.
Knarravogur 4, - 104 Reykjavík - Sími 517 0220
Netfang: netsalan@itn.is
1 Dodge Ram 04
Diesel 4x4 m/leðri
1 Overland 04
Dodge Dakoda 04
2 nýir Overland 03
Eigum til á lager
í Canada
Einstakt tækifæri
OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 13.00 - 16.00
Verð 4.600.000
Verð 4.990.000