Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 12
20 27. mars 2004 LAUGARDAGUR Ég get ekki annað sagt en að þaðsé mikil tilhlökkun í mér enda um spennandi vikur að ræða og gamall draumur að rætast,“ segir Jón Jósep Snæbjörnsson, sem verð- ur fulltrúi Íslands í Júróvisjón- keppninni í Tyrklandi þann 15. maí. „Ég hef alltaf fylgst með keppninni og finnst hún mjög skemmtileg. Hvað svo sem fólk segir um keppni í tónlist þá er þessi keppni alltaf jafn skemmtileg.“ Íþróttamót í stað undankeppni Í Júróvisjón mun Jónsi flytja lagið Heaven eftir Svein Rúnar Sig- urðsson við texta Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Jónsi er eins og gefur að skilja sáttur við lagið. „Það er mikil áskorun að syngja þetta lag og þetta er sú hlið sem ég hef lítið sýnt á mér. Mér hefur ekki veist tækifæri hingað til að syngja ballöð- ur. Ég er í hljómsveit sem spilar á böllum en þótt ball og ballaða hljómi næstum alveg eins er það tvennt ólíkt,“ segir söngvarinn síkáti. Engin undankeppni var haldin á Íslandi þetta árið en nefnd á vegum Ríkissjónvarpsins valdi Heaven sem framlag Íslands úr 117 lögum sem bárust inn. Aðspurður hvort Jónsi sakni ekki undankeppninnar sagði hann: „Ef það hefði verið und- ankeppni er ég ekki viss um að ég væri að fara út. Ef ég hugsa bara um eigin hagsmuni er ég mjög sátt- ur við að það var ekki haldin und- ankeppni,“ segir Jónsi hlæjandi en kostnaður Sjónvarpsins við að halda slíka keppni er gríðarlegur. „Það getur hins vegar verið mjög gaman að halda slíka keppni. En hennar í stað fá landsmenn að fylgjast með tveimur eða þremur risastórum íþróttaviðburðum, þ.e. Ólympíuleik- unum og Evrópumótinu í fótbolta.“ Hlírabolurinn víkur Keppnin í Istanbúl fer þannig fram að 22 þjóðir keppa um tíu laus sæti í lokakeppninni þann 15. maí. Þær þjóðir sem skipuðu tíu efstu sætin í síðustu keppni sleppa við forkeppnina. Jónsi verður sautjándi í röðinni á lokakvöldinu. Júróvisjón- spekúlantar vilja meina, þar sem um símakosningu áhorfenda er að ræða, að það borgi sig að vera aftar- lega í röðinni því þá eru flestir að horfa á. Jónsi lætur slíkar vanga- veltur ekki hafa áhrif á sig. „Það eru til einhverjar formúlur í þessu á alla vegu. Ég held að það sé ekkert happasæti frekar en önnur. Það eina sem ég veit er að ég fæ mínar þrjár mínútur og ætla að reyna að standa mig eins vel og ég mögulega get.“ Jónsi hefur síðustu daga notið leiðsagnar Selmu Björnsdóttur. Hann býst samt ekki við því að semja einhvern dans fyrir loka- keppnina. „Við verðum ekki með kóreógrafíu dauðans, lyftur og píf- ur eða eitthvað svoleiðis,“ segir hann. Páll Óskar Hjálmtýsson vakti mikla athygli þegar hann kom fram í þröngum latex-galla í Júróvisjón fyrir nokkrum árum og sömu sögu er að segja af Einari Ágústi Víðis- syni, sem klæddist pilsi. „Það eru mjög margir búnir að hafa samband við mig og eru hræddir um að ég verði á hlírabol og gallabuxum,“ segir Jónsi en það hefur verið ein- kennisbúningur hans þegar hann treður upp með hljómsveit sinni Í svörtum f ö t u m . „Ég held að ég geti sagt íslensku þjóðinni að það eru mjög litlar líkur á að ég mæti þannig klæddur á svið. Þannig get ég spilað á balli en þetta er Júró- visjón og ég verð að dressa mig að- eins betur upp.“ Forréttindi að starfa við söng Birgitta Haukdal tók þátt í keppninni á síðasta ári og í kjölfarið reis frægðarsól hennar hvað hæst. Hún hefur smátt og smátt dregið sig í hlé og meðal annars lýst því yfir að hún vilji ekki að aðdáendur fái leið á sér. Jónsi og hljómsveit hans njóta gríðarlegra vinsælda um þessar mundir en hann segist ekki spá í það hvort fólk fái leið á honum í kjölfar Júróvisjón. „Ég ætla bara að njóta þess á meðan á því stendur. Ég hef margoft sagt hvað það eru mikil forréttindi að fá að starfa við söng og ég er þakklátur fyrir að fá að gera það á hverjum degi. svo ég segi bara den tid den sorg.“ Það er nóg að gera hjá Í svörtum fötum um þessar mundir. Ný plata er í deiglunni sem kemur væntan- lega út um næstu jól og það styttist óðum í að sveitaballamarkaðurinn opni. Á síðustu plötu sveitarinnar brá svo við að Jónsi átti stærri þátt en áður í lagasmíðum. Hann segist eiga einhvern slatta af lögum í skúffunni frægu en segir að það verði að koma í ljós hversu stórtækur hann verður í lagasmíð- um á næstu plötu. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvort hann hyggi á sólóferil í náinni framtíð. „Þetta hefur oft verið nefnt við mig en ég hef ekki tekið afstöðu til þess,“ seg- ir Jónsi. „Það er svo gaman að spila með Í svörtum fötum og ég sé ekk- ert út fyrir það. Það eru yndislegir strákar í hljómsveitinni og það eru allar fjölskyldurnar sem tengjast henni svo góðir vinir. Þetta er orðin svona lítil mafía.“ Jónsi er söngvari í fullu starfi en skrifar stundum greinar fyrir Hús og híbýli. Aðspurður hvort hægt sé að lifa af tónlistinni sagði hann: „Já, með því að ana ekki fram af ein- hverjum kjánaskap, spara og vera duglegur. Það á við um hvaða starf sem er.“ Eðlislægir fordómar Það ríkja oft ákveðnir fordómar í garð popptónlistar og þeirra sem starfa í þeim geira. Jónsi segist stundum verða var við slíka for- dóma en segir það líka skiljanlegt. „Það er eðlislægt í poppi, ef manni á að ganga ágætlega, að ganga popp- inu á hönd. Það þýðir ekki að gera það í einhverjum hálfkæringi. Ég held að popparar séu með vissa for- skrift sem þeir verða að fara eftir, annars ganga hlutirnir ekki upp. Það er líka þannig með aðrar tón- listargreinar, til dæmis hliðargrein- arnar, að ef þér á að ganga vel áttu meðal annars að dissa poppara. Þetta er því ákveðin venja á þessum starfsvettvangi sem hefur alltaf verið,“ segir Jónsi og bætir við að hann taki ofan fyrir öllum öðrum tónlistarmönnum og þeir megi segja það sem þeim dettur í hug. „Ég held að ég sé bara poppari og er stoltur af því. Ég hef ekkert út á starfið að setja. Það er ákaflega ánægjulegt og veitir mér svo miklu meira jákvætt en neikvætt svo ég kvarta ekki undan því.“ Óvirkur í KFUM Jónsi byrjaði að hafa atvinnu af tónlistinni um tvítugt. Þá fluttist hann suður frá Akureyri og fór að læra söng. Fljótlega eftir það fékk hann hlutverk í söngleik. „Þá hafði ég gengið með þann draum í maganum að vinna við tón- list en bjóst ekki við að fá greitt fyr- ir það,“ segir Jónsi, sem hóf þó snemma að syngja af áhuganum ein- um saman. „Ég hélt alltaf að ég hefði byrjað að syngja um fjórtán ára ald- ur en þetta er alltaf að færast aftar og aftar. Ég held ég hafi verið byrj- aður að syngja hástöfum þegar ég var fimm ára. Mamma segir meira að segja að ég hafi verið harður söngvari þegar ég var tveggja eða þriggja ára,“ segir Jónsi, sem söng fyrst opinberlega í hljómsveitar- keppni hjá KFUM og K á Akureyri. Jónsi tók mikinn þátt í starfi KFUM þegar hann var yngri. „Ég myndi kallast óvirkur meðlimur í samtök- unum nú – hvaða dóm sem má draga af því. Þetta var gott félag og góður félagsskapur. Hann kom mér yfir erfiðustu unglingsárin og ég er ákaflega feginn því í dag að hafa fundið mjög góða einstaklinga þarna. Það er hægt að finna mjög góða vini og einstaklinga hvar sem er en ég var einstaklega heppinn – fann þá í trúfélagi fyrir norðan.“ Jónsi tók virkan þátt í félagslífi KFUM frá fjórtán til sautján ára aldurs. Aðspurður hvort hann sé enn trúaður sagði Jónsi: „Ég og son- ur minn biðjum alltaf til guðs áður en hann fer að sofa.“ kristjan@frettabladid.is EITT OG ANNAÐ UM JÓNSA Hvaða diskur er í geislaspilaranum? Er að hlusta á tvo geisladiska sem stendur; Iron Maiden - Somewhere in time og Júró- visjónlögin nýjustu. Hvaða bók lastu síðast?Da Vinci Code eftir Dan Brown. Stórkostleg bók. Hvenær vaknar þú á morgnana? Ég vakna 6.30. Hvenær ferðu að sofa? Ég reyni að komast í háttinn fyrir miðnætti en stundum dregst það til eitt. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Ég hef ekki séð sjónvarp í mjög langan tíma og get því ekki nefnt neitt. Uppáhaldsmatur? Maturinn sem kon- an mín eldar. Uppáhaldsskemmtistaður? Skemmti- staðurinn er vinnustaðurinn minn þannig að sófinn heima er besti skemmtistaðurinn. Uppáhalds íslenska Júróvisjónlagið? All Out of Luck með Selmu Björns og Þorvaldi Bjarna. Það eru mjög margir búnir að hafa samband við mig og eru hræddir um að ég verði á hlírabol og gallabuxum. ,, Jón Jósep Snæbjörnsson verður fulltrúi Íslands í Júróvisjón. Hann segist hlakka til að stíga á sviðið. Gamall draumur rætist JÓNSI Í JÚRÓVISJÓN Jónsi hefur síðustu daga notið leið- sagnar Selmu Björnsdóttur. Hann býst samt ekki við því að semja einhvern dans fyrir lokakeppnina. „Við verðum ekki með kóreógrafíu dauðans, lyftur og pífur eða eitt- hvað svoleiðis,“ segir hann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.