Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 9
17LAUGARDAGUR 27. mars 2004
■ Afmæli
Öllum boðið í heimsókn
JÓN DIÐRIK JÓNSSON
Forstjóri Ölgerðar Egils Skallagrímssonar
sem mældist hæst í Íslensku ánægju-
voginni þriðja árið í röð.
Hver?
Ég er kappsamur og tel mig vera hress-
an, félagslyndan, heiðarlegan og skipu-
lagðan.
Hvar?
Á Grjóthálsinum í Reykjavík, á skrifstofu
Ölgerðarinnar.
Hvaðan?
Gaflari í húð og hár, þrjár kynslóðir í
karllegg.
Hvað?
Áhugamál mín hafa mjög tengst vinn-
unni, en eins og þátttakandi í fegurðar-
samkeppni hef ég áhuga á ferðalögum.
Einnig hef ég áhuga á hvað er að gerast
í kringum mig og les mikið. Ég hef
mikið gaman af sannsögulegum bók-
um, bæði sögulegum og um nútímann.
Einnig les ég mikið um stjórnmál og
viðskiptabækur.
Hvernig?
Ég fylgist með, bæði með umræðu og
lestri blaða og tímarita.
Hvers vegna?
Ég hef gaman af því að taka þátt í
umræðu um það sem er að gerast og
ég tel að hafi áhrif á líf mitt.
Hvenær?
Óreglulega og illa skipulagt og allt of
sjaldan.
■ Persónan
MARIAH CAREY
Poppdívan er 34 ára í dag
999 kr.
Sýpris
100 sm
Blómstrandi páskar
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
LO
2
41
65
03
/2
00
4
299 kr.
Blómstrandi
páskagreinar
2 stk.
699 kr.
Begonía
299 kr.
Páskaliljur
í potti
Keramikpottur fylgir ekki
Öll glervara með 20%
afslætti um helgina
Páskar í gleri
Aðeins 2 da
gar
Margir sem eru ekki aðblómstra í hinu almenna kerfi
finna sig betur hér hjá okkur,“
segir Snorri Traustason, kennari í
Waldorfskólanum Sólstöfum, sem
er til húsa í Breiðholti að Hamra-
bergi 12.
Waldorfskólinn er einkarekinn
grunnskóli og hóf starfsemi sína í
Reykjavík árið 1994. Hann hefur
starfað í Hraunbergi 12 síðastliðin
fimm ár. Kennsluhættir þar eru
um margt frábrugðnir því sem
gengur og gerist í öðrum grunn-
skólum.
„Við leggjum mikla áherslu á að
nýta skapandi eiginleika barnsins,“
segir Snorri, sem titlar sig
Waldorfkennara eins og aðrir kenn-
arar í þessum skóla, þótt hann beri
formlega ábyrgð á rekstrinum eins
og skólastjórar í öðrum skólum.
„Við erum ekki með þetta
venjulega 40 mínútna kennslu-
stundaform, heldur kennum við
sama námsefnið í þrjár til fimm
vikur á hverjum degi í þrjár
klukkustundir í senn.“
Skapandi starf er markvisst
fléttað inn í námsferilinn og reynt
að hafa jafnvægi milli „inn-
öndunar og útöndunar“, eins og
Snorri orðar það, þ.e. milli þess að
taka inn námsefnið og svo að koma
því frá sér með skapandi hætti.
Sem stendur eru 33 nemendur í
skólanum, og hefur fjöldinn hald-
ist nokkuð jafn undanfarin ár.
Margir nemendur stoppa þó ekki
nema nokkur ár í Waldorf-
skólanum, en um þriðjungur nem-
enda er alla sína grunnskólatíð í
þessum skóla.
Í dag geta allir komið til þess
að kynna sér starfið í þessum
vinalega skóla á milli klukkan 11
og 16. ■
NEMENDUR Í WALDORFSKÓLANUM SÓLSTÖFUM
Í dag er öllum áhugasömum boðið að kynna sér starfsemi Waldorfskólans í Breiðholti
milli klukkan 11 og 16.
Nám
WALDORFSKÓLI
■ hefur starfað í Reykjavík frá árinu
1994. Þar er námstilhögun um margt
frábrugðin því sem gerist í öðrum
grunnskólum. Nemendur eru 33 á
aldrinum 5 til 15 ára.