Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 3
4 27. mars 2004 LAUGARDAGUR
Var rétt að láta sakborningana úr
líkfundarmálinu lausa úr varð-
haldi?
Spurning dagsins í dag:
Eiga dómstólar að taka mið af al-
menningsálitinu við ákvörðun dóma í
sakamálum?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
73%
27%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
VIÐSKIPT Samtök verslunar og þjón-
ustu gagnrýna Kreditkort fyrir að
hafa á aðeins sex mánuðum nærri
tvöfaldað þjónustugjöld sín á versl-
anir sem taka við debetkorta-
greiðslum. Hækkanirnar koma í
kjölfar þess að söluaðilum bauðst að
færa kreditkortagreiðslur til
danska greiðslumiðlunarfyrirtæk-
isins PBS, gegn því að uppgjör færi
fram mun fyrr en Kreditkort buðu.
„Kreditkort hefur hækkað gjald-
skrána tvisvar á skömmum tíma, án
þess að tilkynna um það fyrirfram,
en eftir síðustu hækkun getur þjón-
ustugjald á debetkortafærslu numið
allt að 212 krónum. Það er verið að
hegna þeim söluaðilum með hæstu
gjöldin, sem einungis beina debet-
kortafærslum til fyrirtækisins,“
segja forsvarsmenn SVÞ og telja að
takmarkalausar hækkanir Kredit-
korta hljóti fyrr eða síðar að bitna á
neytendum.
Ragnar Önundarson, fram-
kvæmdastjóri Kreditkorta, segir að
seljendur sem aðeins taka debet-
kort greiði að lágmarki fimm krón-
ur og að hámarki 212 krónur og það
sé eðlileg gjaldtaka, frá upphafi
hafi verið bæði þak og gólf á þókn-
un af þessu tagi.
„Það er engu líkara en að SVÞ
vilji viðhalda skekkjum og láta einn
félagsmann niðurgreiða þjónustu
annars. Með þessum breytingum er
Kreditkort að lagfæra tekjutöku
sína innbyrðis,“ segir Ragnar. ■
Nauðungarflutningar
í þágu verktakanna
Fjöldi Kínverja hefur á undanförnum árum verið hrakinn af heimilum sínum svo hægt
væri að rífa þau og byggja nýtt og dýrara húsnæði. Margir fá engar bætur og flestir
minni en þeir geta sætt sig við.
SJANGHÆ, AP Hundruð þúsunda
kínverskra heimiliseigenda og
leigjenda hafa verið neydd út af
heimilum sínum svo verktakar
geti rifið hús þeirra og byggt ný
í staðinn. Í skýrslu bandarísku
m a n n r é t t i n d a s a m t a k a n n a
Human Rights Watch segir að
verktakar og embættismenn
reyni oftast að kaupa húsnæðið
ofan af fólki en grípi oft til
ofbeldis þegar það gengur ekki.
Enduruppbygging í borgum
Kína veldur oft deilum milli
yfirvalda og húseigenda sem
krefjast meiri bóta fyrir hús-
næði sitt en verktakar eru
reiðubúnir að greiða. Venjulega
duga þær greiðslur sem fólk fær
fyrir húsnæði sem er rifið ekki
fyrir kaupum á nýju húsnæði á
sama svæði. Oft er fólki séð
fyrir íbúðum fjarri gamla heim-
ili þess og langan veg frá vin-
nustað þess. Margir fá engar
bætur, að sögn skýrsluhöfunda
Human Rights Watch.
Ekki er vitað hversu margir
hafa verið neyddir til að flytja af
heimilum sínum vegna niðurrifs
gamalla húsa og nýrrar uppbygg-
ingar. Þó er ljóst að í borginni
Sjanghæ einni hafa heimili 2,5
milljóna íbúa verið rifin á rúmum
áratug svo byggja mætti hótel,
verslunarmiðstöðvar og fjöl-
býlishús. Borgaryfirvöld gáfu í
fyrra út tilskipun þar sem verk-
tökum var bannað að bera íbúa út
með valdi.
„Fórnarlömbin eru stundum
borin út af glæpamönnum sem
hafa verið ráðnir til verksins og
stundum er byrjað að rífa hús
fólks meðan það sefur,“ sagði
Sara Davis, einn skýrsluhöfun-
da, þegar hún greindi frá niður-
stöðum sínum. Samtökin hvöttu
kínversk stjórnvöld til að fram-
fylgja nýsamþykktu stjórnar-
skrárákvæði um vernd einka-
eignarréttarins og sögðu að oft
væri ekki farið að gildandi
lögum sem vernda ættu
heimiliseigendur. „Í stað þess að
framfylgja gildandi lögum gera
embættismenn lítið til að stöðva
lögbrjót og hagnast oft á
tengslum sínum við verk-
takana,“ sagði Davis. ■
Sjóflutningar til
Vestfjarða:
Nýtt flutn-
ingaskip
SJÓFLUTNINGAR Sæskip ehf., sem
hyggur á sjóflutninga milli Reykja-
víkur og Vestfjarða, hefur fengið
afhent flutningaskip sem keypt var
í Noregi. Stefnt er að fyrstu áætlun-
arferðinni vestur á firði í dymbil-
vikunni.
Skipið, sem er smíðað árið 1980,
er 77 metra langt, fjórtán metra
breitt og 2.000 tonn að stærð.
Bæjarins besta hefur það eftir
Ragnari Traustasyni hjá Sæskipum
að stefnt sé að tveimur áætlunar-
ferðum í viku á milli höfuðborgar-
svæðisins og Vestfjarða. ■
FULLAR GÖTUR AF RUSLI
Ruslið hefur hrúgast upp og yfirvöld hafa
engar lausnir fundið.
Engin sorplosun:
Rusl flæðir
yfir allt
ÍTALÍA, AP Rusl hefur hrúgast upp í
Napólí og nágrenni að undan-
förnu. Rúmar þrjár vikur eru síð-
an ruslahaugar Campania-héraðs
fylltust af rusli og eru yfirvöld í
miklum vanda með hvað skuli til
bragðs taka. Sveitarstjórnir á
svæðinu neita að láta land undir
bráðabirgðaruslahauga og mót-
mælendur hafa komið í veg fyrir
að hægt væri að flytja rusl á
haugana.
Stjórnmálamenn og yfirmenn
lögreglunnar og almannavarna
funduðu í gær og reyndu að finna
lausnir á vandanum, sem er tilkom-
inn vegna þess að deilur hafa kom-
ið í veg fyrir ný úrræði við losun
úrgangs auk þess sem mafían hef-
ur makað krókinn á ástandinu. ■
Netsalan ehf.
Knarravogur 4, - 104 Reykjavík - Sími 517 0220
Netfang: netsalan@itn.is
OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 13.00 - 16.00
Alltaf
með
nýung
ar!
KNAUS
HJÓLHÝSASÝNING
Aðeinsþað besta!
M - Benz Sprinter
McLouis
HÚSBÍLASÝNING
Eurostar Style
KÁRAHNJÚKAR Þeir starfsmenn
Impregilo sem valda tjóni á
eignum fyrirtækisins af ásetningi
eða með stórkostlegu gáleysi gætu
þurft að bera einhvern kostnað
vegna þess, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
Áður hafði Impregilo tekið
ákvörðun um að starfsmenn tækju
framvegis þátt í kostnaði vegna
allra skemmda sem þeir hefðu
valdið á ökutækjum fyrirtækisins.
Oddur Friðriksson, aðaltrún-
aðarmaður starfsmanna á Kára-
hnjúkum, segist fagna stefnu-
breytingu fyrirtækisins. Þá sagðist
hann ekki hafa haft miklar
áhyggjur áður þar sem Impregilo
væri ekki heimilt að láta starfs-
menn greiða fyrir skemmdir, það
fengist aldrei í gegn.
Í tilkynningu Impregilo segir að
fyrri ákvörðun hafi verið tekin í
flýti og ekki í samráði við
lögfræðinga fyrirtækisins eða
tryggingaráðgjafa. Ætlunin hafi
verið að draga úr slysum á starfs-
mönnum og kostnaði hjá fyrirtæk-
inu, en fram til þessa hefðu sumir
starfsmenn ekki gætt nægjanlega
vel að sér í akstri við íslenskar
aðstæður. ■
NÝR YFIRMAÐUR Yfirmanna-
skipti voru hjá varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli í gær. Noel
G. Preston tók við stjórninni í
Keflavík af John J. Waickwicz
flotaforingja, sem hefur verið
skipaður yfirmaður nýrrar kaf-
bátaleitarherstjórnar bandaríska
flotans sem verður með aðsetur í
San Diego. Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra ávarpaði nýjan
yfirmann varnarliðsins og kvaddi
fráfarandi flotaforingja við at-
höfn á vellinum í gær.
MASTERCARD
Með hækkun þjónustugjalda er verið að
lagfæra tekjutöku og leiðrétta skekkju inn-
byrðis hjá Kreditkortum, segir Ragnar Ön-
undarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Kreditkort gagnrýnd fyrir hækkun þjónustugjalda:
Skekkja lagfærð seg-
ir framkvæmdastjóri
■ Varnarliðið
NIÐURRIF ALLT Í KRING
Heimili 2,5 milljóna íbúa Sjanghæ hafa verið rifin frá árinu 1990. Ekki er vitað hversu margir þeirra hafa flutt viljugir og hverjir hafa verið
fluttir nauðungarflutningum af verktökum og yfirvöldum.
UPPBYGGINGIN KYNNT
Mikill uppgangur er í byggingu alls kyns
húsnæðis í Kína. Hér sést fasteignasali
kynna væntanlegum kaupanda uppbygg-
ingu í Sjanghæ.
Impregilo hætti við fyrri ákvörðun:
Starfsmenn borgi ekki
FRÁ KÁRAHNJÚKUM
Oddur Friðriksson, trúnaðarmaður á Kárahnjúkum, segist fagna því að Impregilo hafi hætt
við þá ákvörðun að láta starfsmenn greiða fyrir skemmdir sem þeir yllu á ökutækjum.