Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 20. mars 2004
inar
lur
Stöð tvö breytir til enn á ný:
Fram og aftur með fréttatímann
Fréttatími Stöðvar 2 verður færð-ur fram um hálfa klukkustund á
fimmtudag og hefst þá, og þaðan í
frá, klukkan 18:30.
Nokkurt rót hefur verið á frétta-
tíma Stöðvar 2, í næstum 18 ára
sögu hennar, en upphaflega var
fréttatíminn á dagskrá klukkan
19:30, hálftíma á undan fréttum
Rúv. Var hann þá inni í dægurmála-
þættinum 19:19 sem var nýjung í ís-
lensku sjónvarpi og hefur Stöð 2
haldið því formi allar götur síðan,
þó áherslur og útlit hafi verið með
ýmsu móti.
Fljótlega eftir að Stöð 2 og Bylgj-
an sameinuðust undir hatti Íslenska
útvarpsfélagsins voru síðdegis-
fréttir Bylgjunnar færðar til klukk-
an 17:17, til samræmis við sjón-
varpstímann.
Nokkru síðar var horfið frá 17:17
og 19:19 þemunum og til varð frét-
ta- og dægurmálaþátturinn 19:20 á
Stöð 2. Fréttirnar sjálfar voru
áfram á sínum stað, klukkan 19:30
en Ísland í dag hófst klukkan 19:00
og stóð fram að fréttum.
Árið 1999 færðust fréttir Sjón-
varpsins, sem um árabil höfðu verið
á dagskrá klukkan 20:00 fram um
klukkustund eða til 19:00. Voru þær
því fluttar á undan fréttum Stöðvar
2 og það mislíkaði mönnum á Lyng-
hálsinum. Í fyrstu var þó þráast við
og hófst dægurmálapakki Stöðvar-
innar 18:55 eða fimm mínútum áður
en Sjónvarpsfréttirnar fóru í loftið.
Þátturinn byrjaði á fréttayfirliti og
síðan tók við nokkurra mínútna
fréttaskýring á máli dagsins og
teygði hún sig fram yfir klukkan 19.
Hugmyndin var sumsé að fólk sökk-
ti sér ofan í ítarlega skýringu á
spennandi máli og „gleymdi“ að
skipta yfir á Rúv. Aðalfréttatíminn
var áfram á sínum stað klukkan
19:30.
Ekki varði þessi tilraun lengi og
var sá póll tekinn í hæðina að fylgja
í kjölfar Rúv og færa fréttatímann
fram um klukkustund, þ.e. til 18:30.
Var svo um hríð eða þar til í septem-
ber á síðasta ári þegar Stöðvar 2
menn ákváðu að stefna fréttum sín-
um beint gegn fréttum Rúv og
senda þær út á sama tíma, þ.e.
klukkan 19:00.
Þar sem heldur dró úr áhorfi á
fréttirnar á þeim tíma hefur nú ver-
ið afráðið að færa þær aftur fram
um hálfa klukkustund og hefjast
þær því 18:30 á fimmtudaginn. Út-
sendingin hefst klukkan 18:18 og er
þar gamla klukkuþemað vakið upp á
ný og verður dægurmálaumfjöllun
fram að fréttunum og aftur eftir að
þeim lýkur. ■