Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 10
Ég gerði ógeðslega hluti og á skiliðað sitja í fangelsi,“ segir Grétar
Sigurðarson, einn þriggja sakborn-
inganna í líkfundarmálinu.
„Ég braut af mér og það er eitt-
hvað sem ég verð að lifa með. Þótt
fjölmiðlar séu að sjálfsögðu búnir að
refsa mér heilmikið breytir það ekki
því að mér finnst ég skulda samfé-
laginu töluvert,“ segir hann.
„Ég var þess fegnastur þegar lík-
ið fannst og var feginn því að málið
komst upp. Ég er ekki viss um að ég
hefði getað lifað með sjálfum mér ef
svo hefði ekki verið.“
„Það ljótasta í þessu öllu var þeg-
ar ég þurfti að stinga líkið til þess að
hleypa út gasi sem hafði myndast í
maga. Ég gerði það án þess að hugsa
neinn skapaðan hlut. Við töluðum
ekki um þetta okkar á milli, ég vissi
einfaldlega að þetta yrði að gera ef
við ætluðum að sökkva líkinu. Ég
var með hníf Tomasar í hendinni eft-
ir að hafa skorið á snærin á bryggj-
unni til að hnýta utan um teppið og
stakk á líkið með þeim hnífi. Ég man
ekki einu sinni hvernig mér leið en
ég vakna enn upp með andfælum oft
á nóttu þegar ég er að endurupplifa
einmitt þetta.“
Fyrstur til að játa aðild
Grétar var fyrstur til að játa að-
ild að málinu og segist hann fljót-
lega eftir handtöku hafa byrjað að
íhuga að segja allan sannleikann.
Játning Tomasar Malakauskas kom í
kjölfarið en þriðji sakborningurinn,
Jónas Ingi Ragnarsson, neitar því al-
farið að hafa nokkurn tímann hafa
haft einhverja vitneskju um það
sem í gangi var.
Grétar og Tomas höfðu þekkst í
dágóðan tíma fyrir þann tíma er Lit-
háinn Vaidas Jucevicius kom til
landsins 2. febrúar með fíkniefni
innbyrðis. Grétar og Jónas Ingi
höfðu verið nánir vinir í mörg ár.
Grétar viðurkennir það að hafa
vitað nokkrum dögum fyrir komu
Vaidasar að hann og Tomas væru í
sameiningu að flytja fíkniefni til
landsins. Hann segist aldrei hafa
verið viðloðinn sölu, dreifingu eða
neyslu eiturlyfja, en viðurkennir að
vegna fjárhagslegra erfiðleika hafi
hann hugsað sem svo að ef til vill
gæti hann hagnast á því að aðstoða
Tomas við að koma efnunum í um-
ferð hér á landi.
„Ég viðurkenni það að sú hugsun
kom upp í kollinn á mér nokkrum
dögum áður en Vaidas kom. Hins
vegar gerði ég aldrei neitt í því að
setja mig í samband við einhverja
menn út af þessu. Ég þorði ekki að
færa það í mál við nokkurn mann að
ég hefði hug á því að gerast milli-
göngumaður í fíkniefnasölu,“ segir
hann.
„Mér finnst líka mikill munur á
hugsun og gerðum og bendi á það að
ég aðhafðist aldrei neitt í málinu
þrátt fyrir að hafa haft til þess
nokkra daga.“
Játaði allt sjálfviljugur
Hann segir að lögreglan hafi orð-
ið mjög hissa á því að hann skyldi
sjálfviljugur hafa játað að hafa velt
fyrir sér þeim möguleika á að hagn-
ast á fíkniefnunum sem hann vissi
af á leið til landsins. „Það finnst mér
hins vegar renna stoðum undir að ég
sagði satt og rétt frá öllu í þessu
máli. Ég sagði lögreglunni frá öllu,
líka því sem ég hefði ekki þurft að
segja frá, eins og þessu. Ég sagði
þeim að fyrra bragði frá því að það
hefði verið ég sem stakk á líkið því
ég var búinn að ákveða með sjálfum
mér að ég skyldi ekki draga neitt
undan.“
Eins og fram hefur komið í
Fréttablaðinu fóru þremenningarnir
saman út á Keflavíkurflugvöll að
kvöldi 2. febrúar til þess að sækja
Vaidas. Grétar og Jónas Ingi fóru til
síns heima en Vaidas gisti hjá Tom-
asi í íbúð sem hann leigði að Furu-
grund í Kópavogi.
„Að morgni 3. febrúar hringir
Tomas í mig og segir mér frá því að
Vaidas sé að verða veikur,“ segir
Grétar frá. Vaidas var þá kominn
með verki í kvið vegna þess að hon-
um tókst ekki að skila af sér fíkni-
efnunum.
Við krufningu komu í ljós um 450
grömm af amfetamíni sem pakkað
hafði verið inn í 61 gúmmípakkn-
ingu. Pakkningarnar sátu fastar í
maga og þörmum Vaidasar en vegna
samgróninga í görnum sökum gam-
allar kviðaðgerðar tókst honum ekki
að skila af sér pakkningunum.
Var að reyna að hjálpa
Aðspurður segist hann halda að
ástæðan fyrir því að Tomas hafi
hringt í sig sé fyrst og fremst sú að
Tomas hafi ekki haft hugmynd um
hvernig hann gæti hjálpað Vaidasi.
„Tomas vissi að ég hafði nokkra
vitneskju um líkamann og starfsemi
hans,“ segir Grétar, sem hefur með-
al annars starfað sem einkaþjálfari
og því gefið skjólstæðingum sínum
leiðbeiningar varðandi næringu og
líkamann almennt.
„Það var því í raun þannig sem
ég dróst inn í þetta mál,“ segir hann.
„Ég var að reyna að hjálpa mannin-
um. Tomas vissi ekkert hvað hann
var að gera og Vaidas og Tomas voru
harðir á því að ekki mætti hringja á
lækni.“
Samkvæmt einróma framburði
Tomasar og Grétars í lögregluyfir-
heyrslum kom Jónas Ingi reglulega
á Furugrundina þá daga sem Vaidas
lá þar veikur. Þeir reyndu í samein-
ingu að finna lausn á veikindunum
og keyptu ýmsar tegundir hægðar-
lyfja. Vaidasi fór þó smám saman
versnandi og í nærri þrjá sólar-
hringa samfleytt voru þremenning-
arnir að hlúa að Vaidasi og reyndu
að lina þjáningar hans með lyfjum.
Þegar Grétar er spurður að því
hvers vegna hann hafi ekki bara lát-
ið sig hverfa og látið Tomas alfarið
eftir að sjá um Vaidas þar sem hann
hafi einn borið ábyrgð á komu hans
hingað segist hann tvær ástæður
fyrir því.
Óttaðist um líf sitt og kærustunnar
„Í fyrsta lagi gat ég ekki yfirgef-
ið veikan mann. Ég var við hlið Vaid-
asar nær allan tímann og fannst að
hann treysti því að ég væri að gera
allt sem í mínu valdi stæði til að láta
honum líða betur. Í öðru lagi fóru
strax á fyrsta degi að berast beinar
hótanir frá yfirboðurum Tomasar í
Litháen.“
Hann segir frá því að í fyrstu
hafi hótanirnar beinst að því að hann
og Tomas yrðu að gera allt sem þeir
gætu til að hjálpa Vaidasi við að
skila frá sér efnunum. Þegar ljóst
var að dráttur yrði á því og að mað-
urinn yrði að komast undir læknis-
hendur segir Grétar að þeim hafi
verið skipað að koma honum úr
landi og undir læknishendur annað
hvort í Kaupmannahöfn eða Litháen.
„Við réðum engu um ákvarðan-
ir,“ segir hann. „Tomas fékk fyrir-
mæli í gegnum síma að utan og kom
þeim áleiðis til mín.“
Hann segist hafa verið orðinn
logandi hræddur á þessum tíma-
punkti því hótanirnar hafi verið
þess eðlis að hann var farinn að ótt-
ast um öryggi sitt og kærustu sinn-
ar, Heiðveigar.
„Mér var sagt í gegnum Tomas
að ef ég aðstoðaði hann ekki við að
klára málið yrði ég næstur í pokann.
Ég hafði því ekki margra kosta völ,“
segir Grétar. Hann segir þó jafn-
framt að aldrei á neinum tímapunkti
hafi hvarflað að honum að veikindi
18 27. mars 2004 LAUGARDAGUR
Grétar Sigurðarson, einn þremenninganna í líkfundarmálinu, segist reiðubúinn að taka út sína refsingu.
Hann hafi brotið af sér og skuldi samfélaginu vegna þess. Honum létti við líkfundinn því hann fann til með fjölskyldu
Vaidasar að vita alrdrei um afdrif hans. Játningin leysti upp mikinn lygavef.
Ég gerði ógeðslega hluti
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N