Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 13
■ Maður að mínu skapi
24 27. mars 2004 LAUGARDAGUR
Gjörningaklúbburinn - Iceland-ic Love Corporation opnaði í
gær einkasýningu í galleríinu
Jack the Pelican í New York. Það
er mikill heiður fyrir
Gjörningaklúbbinn að vera boðið
að sýna í galleríinu en það hefur
verið talið með þeim fremstu í
New York síðustu ár. Auk þess
hefur klúbbnum verið boðið á
svokallað Statements á
listamessunni í Basel en þangað
er aðeins boðið ungum og
upprennandi listamönnum frá
tuttugu galleríum víðsvegar að úr
heiminum.
Sirkustjald fyrir tvo
Gjörningaklúbbinn skipa þær
Sigrún Hrólfsdóttir, Eirún
Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir.
Þær útskrifuðust allar úr
Myndlista- og handíðaskóla
Íslands árið 1996 en hafa lagt
stund á framhaldsnám í lista-
skólum víðsvegar um Evrópu.
„Okkur líst rosalega vel á
sýninguna og þetta er meiriháttar
project,“ sagði Jóní Jónsdóttir úr
Gjörningaklúbbnum þegar
Fréttablaðið náði tali af henni. Þá
voru meðlimir Gjörninga-
klúbbsins á fullu við að undirbúa
sýninguna í Jack the Pelican sem
er í Brooklyn-hverfinu í New
York. Galleríið er ungt en hefur
fengið mikil athygli síðustu ár og
var meðal annars valið þriðja
athyglisverðasta galleríið í New
York af tískutímaritinu Vogue í
fyrra. Jóní segir það mikinn
heiður að vera boðið að halda
sýningu í Jack the Pelican-
galleríinu en þetta er fyrsta
einkasýning klúbbsins í
Bandaríkjunum.
„Við ætlum að sýna tvö ljós-
myndaverk sem eru ný af nálinni.
Svo erum við með þrjá skúlptúra,
sirkustjald fyrir tvo og eitt
videóverk,“ segir Jóní.
Fjárfesta frekar
í list en bílum
Það getur verið erfitt að lifa af
listinni einni saman á Íslandi.
Gjörningaklúbburinn fékk fyrir
skömmu úthlutað listamanna-
launum til sex mánaða sem gerir
þeim kleift að starfa eingöngu við
myndlist.
Gjörningaklúbburinn hefur
síðustu ár verið duglegur við
sýningarhald erlendis en mikill
verðmunur er á verkum þar
miðað við hér heima.
„Markaðurinn á Íslandi er mjög
lítill og allt öðruvísi en hér. Það er
kannski búið að ala fólk betur upp
hér og það er allt annað viðhorf til
listarinnar. Það eru fleiri hér sem
fjárfesta frekar í list en bílum og
sjónvörpum,“ segir Jóní.
Aðspurð hvort sýningin í Jack
the Pelican muni opna fleiri dyr
fyrir Gjörningaklúbbinn sagði
Jóní: „Miðað við hvernig Don
Caroll talar gæti þetta skipt okkur
miklu máli en sýningin er í New
York og þar er bransinn hvað
harðastur. Við höfum samt fengið
mjög góða athygli í pressunni og
það ætlar mikið af fólki að koma.
En hvort eitthvað opnast í kjölfar-
ið veit ég ekki. Við stöndum bara
og föllum með sýningunni. Fólk
virðist allavega vera hrifið og það
er þegar farið að spyrjast fyrir um
verð á verkunum.“
Gjörningaklúbburinn hefur
verið starfræktur síðan 1996 og
hefur sett upp gríðarlega margar
sýningar. Meðlimir Gjörninga-
klúbbsins vinna öll verkin í
sameiningu þó þeir séu búsettir í
sitthvoru landinu. „Allt sem við
gerum er sameiginlegt. Hug-
myndavinnan fer af stað og úr því
verður verk,“ segir Jóní en
meðlimir klúbbsins hafa stundum
þurft að skiptast á hugmyndum og
vinna verkin í gegnum netið sköm-
mu fyrir sýningar. Þegar
Fréttablaðið ræddi við Jóní voru
stúlkurnar að leggja lokahönd á
amerískan örn sem gerður er úr
sokkabuxum. „Við stöndum allar
þrjár saman við borð og erum að
framleiða fjaðrir í vængi,“ sagði
Jóní.
Gleyma ekki Íslandi
Gjörningaklúbbnum hefur
einnig verið boðið að sýna á lista-
messunni í Basel sem haldin er í
júní ár hvert og er ein stærsta
kaupstefna heims í myndlist.
Statements er afmarkaður hluti
kaupstefnunnar en þangað
sækja hundruð gallería fyrir lis-
tamenn sína. Aðeins tuttugu
komast að á hverju ári.
Gjörningaklúbburinn komst þar
að í gegnum Eddu Jónsdóttur
sem rekur galleríið i8. Þetta er í
fyrsta sinn sem íslenskir myn-
dlistarmenn taka þátt í
Statements.
Það verður í nógu að snúast
hjá Gjörningaklúbbnum á árinu.
Hann hefur þegar sýnt á samnor-
rænni sýningu í Bahnof í Berlín
og í Nútímalistasafninu í Varsjá í
Póllandi. Fyrirhugaðar eru
sýningar víðsvegar um Evrópu,
þar á meðal verður Gjörninga-
klúbburinn með einkasýningu í
Gallerý Zink und Gegner í
München. Klúbburinn hélt
sýningu þar á síðasta ári ásamt
japanska listamanninum
Yoshitoma Nara. Íslendingar
þurfa þó ekki að örvænta því
Gjörningaklúbburinn verður með
einkasýningu í Gallerí i8 í byrjun
október.
„Það verður einkasýning
okkar á Íslandi í ár,“ segir Jóní.
„Við vorum með einkasýningu í
Nýlistasafninu í fyrra enda
finnst okkur við bera skyldu til
að sýna Íslendingum hvað við
erum að gera.“
kristjan@frettabladid.is
Fjögurra rétta matseðil og vínglas
með hverjum rétti fyrir aðeins 8000 kr.
Humar og reykt Klaustursbleikjameð lárperuturni, tómatsultu og
sítrusvinaigrette.
Vín: Eden Valley Riesling 2002
Smjörsteikt sandhverfa með kremuðu hestabauna ragú og
beurre blanc.
Vín: Chardonnay 2001
S teiktar nautalundir með kartöflummousseline, steiktum
villisveppum, krydduðu uxabrjósti
og madeirasósu.
Vín: Futures Shiraz 2001
Sveskjusoufflé með súkkulaði-moussé manjari og heslihnetuís.
Vín: The King 1995
Peter Lehmann dagar á Hótel Holti
Víngerðarmaður ársins í heiminum 2003
Borðapantanir í s. 552 57 00
holt@holt.is
laugardags- og sunnudagskvöld
GJÖRNINGAKLÚBBURINN
Sýning Gjörningaklúbbsins
opnaði í gær og stendur yfir í
mánuð. Stúlkurnar verða með
gjörning á sunnudaginn og
eru Bandaríkjamenn mjög
spenntir yfir því.
Verkefni Gjörninga-
klúbbsins á árinu:
30. janúar Samnorræn sýning í
Hamburger Banhof í
Berlín
20. febrúar Nútímalistasafnið í Varsjá
í Póllandi
27. mars Jack the Pelican í New York
20. apríl Alþjóðlegt leiklistar-,
tónlistar- og myndlistar-
festival í Rotterdam
16. júní Basel Artfair - Statements
11. júlí Musemu Dhondt -
Dhaenes í Belgíu
5. október Einkasýning í gallerí i8
22. október Samsýning í Séringon í
Frakklandi
15. nóv. Gallerí Zink und Gegner í
München
Myndlistakonurnar í
Gjörningaklúbbnum hafa
hlotið mikla athygli fyrir
verk sín að undanförnu.
Gjörningaklúbburinn
meikar það í New York
Vandfundið
frelsi
„Þær eru ótrúlegar og fólk er hrifið af
verkum þeirra – í verkum þeirra er
frelsi sem maður sér ekki víða,“ segir
Don Caroll, eigandi Jack the Pelican,
um sýningu Gjörningaklúbbsins. Caroll
kynntist verkum klúbbsins í Þýskalandi
og í kjölfarið bauð hann honum til
sýningar í New York.
„Í Þýskalandi voru allir að tala um
Gjörningaklúbbinn og ég forvitnaðist
svolítið um þær. Skoðaði meðal annars
heimasíðuna þeirra og hafði síðan
samband við þær. Þær eru lítið sem
ekkert þekktar í New York en við von-
umst til að breyta því. Þær hafa þegar
fengið talsverða athygli og það birtist
meðal annars grein um þær í New
York Magazine. Fólk mun því komast
að því hverjar þær eru.“
Caroll segir að Bandaríkjamenn séu
spenntir yfir því að sjá gjörning klúbbs-
ins sem verður í galleríinu hans á
morgun. „Það er fullt af fólki sem er
með gjörning og sýnir vídeóverk en
það eru ekki margir sem hafa sömu
sýn og þær,“ segir Caroll.
Í byrjun ágúst ætlar Carol að halda
samsýningu fyrir íslenska myndlistar-
menn í Jack the Pelican en ekki hefur
verið ákveðið hverjir sýna þar. „Það
verður ábyggilega mjög skemmtilegt
og við ætlum að reyna að fá spennan-
di listamenn til að sýna. Það eru marg-
ir íslenskir listamenn sem búa hér í
New York en við ætlum einnig að
reyna að finna einhverja á Íslandi,“
segir Don Caroll að lokum.
Á VETRARHÁTÍÐ
Gjörningaklúbburinn og slökkvilið
Reykjavíkur sköpuðu sjónarspil á
Vetrarhátíð í Reykjavík í byrjun árs.
M
YN
D
/ÁSLAU
G
SN
O
R
R
AD
Ó
TTIR
Þykir vænt
um fé sitt
Sigurjón Jónasson bóndi á Lok-inhömrum við Arnarfjörð er
maður að mínu skapi,“ segir Eva
María Jónsdóttir sjónvarpskona.
„Hann hugsar vel um skepnurnar
sínar og ég hef heimsótt hann og
þegið veitingar á hverju sumri frá
árinu 1997. Hann hugsar einnig
vel um gesti sína.“
Eva María kynntist Sigurjóni
fyrir nokkrum árum þegar hún
átti leið hjá bænum hans. Síðan þá
hefur hún verið í jólakortasam-
bandi við hann og heimsækir hann
sem fyrr segir á hverju sumri.
„Sigurjón var með dálítið af fé
en hann er orðinn svolítið gamall
og bærinn hans er orðinn af-
skekktur. Hann býr núna á Þing-
eyri en er enn með talsvert af fé,“
segir Eva María og bætir við að
Sigurjón sé óvenju fjárglöggur
maður. „Ég var einu sinni í réttum
hjá honum og þá sá ég hvað hon-
um þykir vænt um fé sitt. Hann
talaði fallega við skepnurnar og
þekkir hverja og einustu úr mik-
illi fjarlægð. Hann talar líka fall-
ega til þeirra og kvaddi þær allar
sem fóru í sláturhúsið. Það var
ógleymanlegt að sjá fyrir borgar-
barn eins og mig,“ segir Eva
María og bætir við að lokum.
„Hann hefur mannkosti úr fortíð-
inni sem eru enn í góðu gildi.“ ■
SIGURJÓN JÓNASSON
Bóndi á Lokinhömrum við Arnarfjörð er
maður að skapi Evu Maríu Jónsdóttur.
EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR
Kynntist Sigurjóni fyrir nokkrum árum og
reynir að halda sambandi við hann.