Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 24
LAUGARDAGUR 27. mars 2004 DROTTNING POPPSINS Þessa mynd sendi Madonna frá sér til þess að kynna væntanlega tónleikaheimsreisu sína. O.N.E. - One Day „Þessi plata heldur athyglinni og rúmlega það. Ekkert slakt lag en nokkur ákaflega góð eins og það síðasta, sem er sumarlegt eins og platan í heild sinni. Helst má setja út á ósmekklega texta á stöku stað og að lögin hefðu mátt vera aðeins færri. Mjög fínn gripur sem á tvímælalaust eftir að vekja mikla lukku á meðal rappvina í sumar.“ FB Zero 7 - When It Falls „Þetta er í rauninni svipað kokkteilboð og fyrri breiðskífa Zero 7 var, Simple Things frá árinu 2001. Mér líður eiginlega eins og þeir séu að reyna að fanga sömu notalegu stemningu og náðist þar. Það tekst því miður ekki. Þó að veislan sé notaleg sýnist mér samt nokkrir gestir við barinn vera byrj- aðir að geispa fyrir miðnætti. Kannski er það vegna þess að veislan hjá Air í síðasta mánuði var öllu líflegri og meira um nýjar uppákomur.“ BÖS Scissor Sisters - Scissor Sisters „Minnir stundum á Elton John, Billy Joel, Eagles eða REO Speedwagon. Helsti munurinn er að text- arnir eru meira „gay“ og kaldhæðnislegir. Það gerir þetta bara því miður ekkert skemmtilegra. Ég spái því að þessir verði horfnir af sjónarsviðinu áður en við getum lagt nafn þeirra á minnið. Þetta er kannski artí... en alveg lamað partí.“ BÖS Oneida - Secret Wars „Þetta er ein af þessum sjaldgæfu gersemum sem erfitt er að finna í augnablikinu. Ef það væri ekki fyrir netið væri þetta nálin í heystakknum, en leitin mun margborga sig. Virkilega framúrskarandi og ætti að hrista verulega upp í gallhörðum tónlistar- spekúlöntum. Með því betra sem ég hef heyrt á þessu ári.“ BÖS George Michael - Patience „Einhverjir myndu nota orðið „sótthreinsað“ til þess að lýsa tónlistinni á meðan aðrir myndu nota lýsingarorð eins og „nákvæmt“ og „gallalaust“. Allir hafa svo sem rétt fyrir sér og ef þessi tónlist væri veitingastaður væri hún Perlan, gamli Rex eða Apótek við Austurstræti. Kappinn hljómar þó ein- lægur, ljúfur og platan rennur vel í gegn. Þetta er þó ekki popptónlist fyrir alla... þetta er háþróaður George Michael fyrir lengra komna.“ BÖS DMX - Grand Champ „DMX hljómar á nýju plötunni eins og hann sé að reyna að gera upp fortíð sína. Það hefur greinilega sitthvað legið á sál hans og textalega er DMX ein- lægur sem fyrr. Eini gallinn er að meiri vinnu hefði mátt leggja í takta og grúv... það hefði svo sem ekki skemmt að hafa þau meira grípandi hér og þar. Hann heldur þó höfði. Ef þetta er í rauninni svanasöngur DMX þá á hiphopið örugglega eftir að sakna hása harðjaxlsins, þó að hann sé orðinn svolítið mjúkur.“ BÖS Jet - Get Born „Jet skilar af sér hörku frumraun. Þó að vopnin séu gömul og fá eru þau vel brýnd og notuð á réttum stöðum. Lagasmíðarnar eru allar skotheldar og minna á Rolling Stones, Oasis og T-Rex. Jet á margt sameiginlegt með Kings of Leon og liðs- menn sjá eflaust fortíðina í hillingum.“ BÖS Heiða og heiðingjarnir - Tíufingurupptilguðs „Niðurstaða: Góð plata en nokkuð sundurleit. Hugljúfa Heiða er betri en sú harðskeytta.“ FB SMS um nýjustu plöturnar O.N.E. Gagnrýnandi Fréttablaðsins var hrifinn af væntanlegri frumraun O.N.E., hiphop- sveit Mess It Up-rapparans Opee og Eternal.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.