Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 6
10 27. mars 2004 LAUGARDAGUR VÖRÐUR VIÐ BÆNAHALD Þessi grímuklæddi sjía-múslimi stóð vörð við Timmemi moskuna í Kirkuk, í kúrdíska hluta Íraks, meðan á bænahaldi stóð. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja: Viljum þjóna sem flestum HEILBRIGÐISMÁL „Við erum að breyta fyrirkomulaginu með það fyrir augum að geta þjónað sem flestum,“ sagði Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæm- dastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, um þá stefnu stjórnenda sjúkrahússins að útvíkka þjónustu D-álmu sjúkrahússins í Keflavík, en nýta pláss hjúkrunardeildarinnar í Grindavík fyrir aldraða hjúkrunar- og langdvalarsjúklinga. Sigríður sagði að 50% þeirra sjúklinga sem lægju á spítalanum nú hefðu fyrir ári síðan legið á spítala í Reykjavík við óbreytt ástand. „Við teljum okkur vera að reyna, með árangri, að veita þeim sem þurfa á sjúkrarhúsvist að ræða þjónustu,“ sagði hún. Sigríður kvaðst vilja benda á að 80% þeirra sem lægju nú á D- deildinni væru 67 ára og eldri. Á fimm daga endurhæfingardeild væru alveg um 90% 67 ára og eldri. „Hlutverk okkar er að halda uppi sjúkrahúsþjónustu. Við höfum leitað þeirra leiða sem færar eru til að efla hana og teljum okkur vera á góðri leið. Til skamms tíma leitaði mikill fjöldi sjúklinga af Suðurnesjum til Reykjavíkur. Við viljum veita alla almenna sjúkrahúsþjónustu í héraði.“ ■ HEILBRIGÐISMÁL Pólitísk ákvörðun sveitarfélaganna á Suðurnesjum liggur að baki því að ákveðið hefur verið að breyta þjónustuhlutverki svokallaðrar D-álmu sjúkrahússins í Keflavík, að sögn framkvæm- dastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Deilt er um breytingu- na og ríkir mikil óánægja með hana meðal íbúa Keflavíkur. Samkvæmt henni er hlutverk D-álmunnar ekki lengur einungis bundið við að hýsa aldraða sjúklinga heldur einnig aðra sjúklinga. Fregnir um að öldruð kona hafi nýlega verið flutt nauðug af deildinni og á öldrunarheimili í öðru sveitarféla- gi hefur verið sem olía á óánægjueldinn. „Á fundi með stjórnendum sjúkrahússins í byrjun mánaðarins spurði ég sérstaklega út í hvernig væri með sjúka og aldraða sem lægju í D-álmunni svokölluðu og hvort þeir væru fluttir þaðan ef pláss losnuðu á öldrunar- heimilunum í Grindavík eða úti í Garði,“ sagði Jón Gunnarsson, odd- viti í Vatnsleysustrandarhreppi og alþingismaður. „Þá sögðu stjórnen- dur mér að það væri ekki gert nema í algjörri sátt við viðkomandi sjúkling og aðstandendur hans.“ Jón vísaði þarna til fundar stjórnenda sjúkrahússins með hreppsnefnd Vatnsleysustrandar- hrepps. Þar hefði verið farið yfir stefnu og stöðu stofnunarinnar. Hann kvaðst síðan hafa verið að ganga út af fundinum, þegar að- standandi öldruðu konunnar sem um ræðir hafi vikið sér að honum og sagt, að móðir sín lægi á D- álmunni og það ætti að fara að flytja hana nauðuga í burtu. Jón benti á skýrslu sem ráðherraskipuð nefnd um framtíð og uppbyggingu Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja hefði skilað fyrir stuttu. Þar kæmi fram, að aldraðir sjúklingar ættu forgang inn á D- álmu sjúkrahússins. „Vitandi um alla þá tilfinningu sem fylgir D-álmunni eftir marg- ra ára og áratuga baráttu fyrir því að hún sé reist í Reykjanes, þá neita stjórnendur algjörlega að skilja það að þessi bygging er að mestu leyti byggð og um hana samið við heilbrigðisyfirvöld sem öldrunardeild. Jafnvel þótt uppi væru einhverjar hugmyndir um að breyta því hlutverki, þá gera menn það ekki nema í fullri sátt og samvinnu við heimamenn. Það gengur ekki að þeir sem hvorki þekkja söguna né tilfinningar fólks á svæðinu séu að taka svona ákvarðanir þvert gegn vilja ráða- manna í sveitastjórnarmálum eða samtökum sem að þessu koma. Sigríður Snæbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunarinnar kvaðst ekki geta rætt einstök mál á opinberum vettvangi. jss@frettabladid.is Fjögurra ára drengur: Með krakk í leikskóla BANDARÍKIN, AP Lögregla í Indianapolis í Bandaríkjunum leitar nú að föður fjögurra ára drengs sem kom á dögunum með krakk í leikskólann. Leikskólakennararnir fundu fíkniefnin í poka með bókum drengsins. Verðmæti fíkniefnanna er um 700.000 krónur. Móðir drengsins gaf sig fram við lögreglu eftir að málið var tekið til rannsóknar en föður hans er enn leitað. Bæði hafa þau verið ákærð fyrir vörslu og sölu fíkniefna og vanrækslu gagnvart börnum sínum. Drengurinn og tvö systkin hans, sex og sjö ára, voru sett í umsjá barna- verndaryfirvalda. ■ ÍRASKIR LÖGREGLUMENN Hafa sætt árásum af hálfu vígamanna. Íraskir lögreglumenn: 350 drepnir BAGDAD, AP 350 íraskir lögreglu- menn sem Bandaríkjamenn hafa þjálfað hafa verið drepnir í árás- um andstæðinga bandarísku her- stjórnarinnar í Írak síðasta árið samkvæmt tölum frá Bandaríkjaher. Mark Kimmitt, hershöfðingi, greindi frá þessu þegar hann lýsti áhyggjum af árásum vígamanna sem beinast að íröskum lögreglumönnum og stjórn- málamönnum. Hann sagði að þær myndu líklega fara vaxandi eftir því sem nær drægi valdaafsali Bandaríkjanna um mánaðamótin júní og júlí. ■ SEXTÍU KÍLÓMETRAR YFIR HÁMARKSHRAÐA Ungur öku- maður var tekinn á 149 kílómetra hraða á klukkustund á veginum milli Garðs og Keflavíkur. Á þessum vegarkafla er 90 kíló- metra hámarkshraði. Að sögn lögreglu verður ökumaðurinn að líkindum sviptur ökuleyfi í mánuð og honum gert að greiða um 50.000 króna sekt. VÍGAMENN SKOTNIR Ísraelskir hermenn skutu tvo vopnaða Palestínumenn til bana í skot- bardaga nærri landnemabyggð á Gaza-svæðinu. Mennirnir höfðu synt að hafnarbæ Ísraela og hófu skothríð þegar þeir komu í land. Hamas-samtökin sögðu mennina hafa tilheyrt sér. SPRAKK Í LOFT UPP Palestínskur vígamaður lést þegar bíll sem hann var í sprakk í loft upp. Að sögn palestínskra yfirvalda sprungu sprengiefni sem hann var að flytja í bíl sínum en meðlimur al-Aqsa, sem hinn látni var félagi í, sagði ísraelskan skriðdreka hafa skotið á bílinn. BLESSA EKKI LANDTÖKU Leið- togar Evrópusambandsins hafa varað Ísraela við því að þeir muni ekki viðurkenna landtöku sem Ísraelar kunna að ráðast í samhliða byggingu múrsins sem á að skilja að Ísraela og Palestínumenn. Þeir fordæmdu einnig vígið á Ahmed Yassin, trúarlegum leiðtoga Hamas. BÆNAHALD HEFT Palestínskir karlmenn undir 45 ára aldri fá ekki að vera við föstudagsbænir á helgum stöðum múslima í gömlu borginni í Jerúsalem. Ísraelska lögreglan ákvað þetta í kjölfar vísbendinga um að Palestínumenn hefðu skipulagt ólæti eftir bænir vegna vígsins á Ahmed Yassin. SIGRÍÐUR SNÆBJÖRNSDÓTTIR Ræðir ekki einstök mál opinberlega. ■ Lögreglufréttir JÓN GUNNARSSON Leggst gegn breytingunni. HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA Tekist á um hlutverk D-álmu sjúkrahússins, sem í upphafi var ætluð öldruðum sjúklingum sem ekki voru færir um að vera heima. Tekist á um hlutverk hjúkrunardeildar Tekist er á um réttmæti þess að breyta þjónustuhlutverki deildar á sjúkrahúsinu í Keflavík, sem upphaflega var einungis ætluð sem hjúkrunardeild fyrir aldraða sjúklinga. Mikil óánægja er meðal íbúanna með þessa ráðstöfun. ■ Miðausturlönd

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.