Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 25
■ ■ KVIKMYNDIR
16.00 Kvikmyndasafn Íslands
sýnir sænsku kvikmyndina Här har du
dit liv eftir Jan Troell frá árinu 1966 í
Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði.
■ ■ TÓNLEIKAR
15.15 CAPUT flytur tónverkin
Egophonic I-V eftir Svein Lúðvík
Björnsson fyrir einleikshljóðfæri og tón-
band á 15.15 tónleikum í
Borgarleikhúsinu Flytjendur eru Eydís
Franzdóttir, óbó, Guðni Franzson, klar-
inett, Kolbeinn Bjarnason, flauta, Pétur
Jónasson, gítar, og Sigurður Halldórsson,
selló.
17.00 Frímúrarakórinn lýkur
vetrarstarfi sínu á léttum og alþýðlegum
nótum með opinberum tónleikum í
hátíðarsal Frímúrarareglunnar á
Íslandi að Skúlagötu 55. Einsöngvarar
eru Jóhann Sigurðarson, Friðbjörn G.
Jónsson og Eiríkur Hreinn Helgason.
Jónas Þórir Þórisson og Hjörleifur
Valsson leika á píanó og fiðlu.
Stjórnandi er Jón Kristinn Cortez.
Salarkynni Frímúrarareglunnar eru að
jafnaði ekki opin almenningi en aðgang-
ur að tónleikunum er öllum heimill
meðan húsrúm leyfir.
17.00 Söngsveitin Fílharmónía
flytur tvö stór kórverk, Dixit Dominus
eftir G. F. Händel og hin svonefnda
Pákumessa eftir J. Haydn, í
Langholtskirkju.
20.00 Hljómsveitirnar Jogujo
Circuit, B3 Tríó og Rodent koma fram á
tónlistarhátíðinni Ungjazz 2004 á Hótel
Borg.
22.30 Tríóið Guitar Islancio leikur
á Kaffi List. Tríóið skipa þeir Björn
Thoroddsen og Gunnar Þórðarson á
gítara og Jón Rafnsson á kontrabassa.
23.00 Sándtékk verður með tón-
leika á Grand Rokk.
■ ■ LEIKLIST
20.00 Sveinsstykki Arnars
Jónssonar eftir Þorvald Þorsteinsson í
Gamla bíói.
20.00 100% „hitt” með Helgu
Brögu í tónlistarhúsinu Ými, Skógarhlíð
20.
20.00 Græna landið eftir Ólaf
Hauk Símonarson á litla sviði
Þjóðleikhússins.
20.00 Meistarinn og Margaríta
eftir Búlgakov í
Hafnarfjarðarleikhúsinu.
20.00 Eldað með Elvis í
Loftkastalanum.
20.00 Halaleikhópurinn sýnir
Fílamanninn í Hátúni 12. Gengið er inn
norðanmegin við hliðina á Góða
Hirðinum.
20.00 Sporvagninn Girnd eftir
Tennessee Williams í Borgarleikhúsinu.
20.00 Chicago eftir Kander, Ebb og
Fosse á stóra sviði Borgarleikhússins.
20.00 Þetta er allt að koma á
stóra sviði Þjóðleikhússins.
40 27. mars 2004 LAUGARDAGUR
Tenórinn í
aukahlutverki
hvað?hvar?hvenær?
24 25 26 27 28 29 30
MARS
Laugardagur
Föstud. 26. mars kl. 21.00 -UPPSELT
Aukasýning laugard. 3. apríl.
Miðasala í Iðnó sími: 562 9700
Síðustu sýningar
Sýningin sem slegið
hefur í gegn
OPINN DAGUR
WALDORF SKÓLINN SÓLSTAFIR
er með opinn dag og kynningu á Waldorf
skólastefnunni í húsnæði skólans að
Hraunbergi 12, í dag, laugardaginn
27. mars frá kl.11:00-16:00.
INNRITUN NÝRRA NEMENDA HAFIN.
e. Birgi J. Sigurðsson.
Leikfélag Mosfellssveitar
sími: 566-7788
Sýnt á föstudögum
og laugardögum í vetur
Miðaverð kr 1500
TÓNLEIKAR „Fyrir mig er reyndar
ósköp lítið að gera í þessum
verkum,“ segir Eyjólfur
Eyjólfsson tenór, sem syngur með
Söngsveitinni Fílharmoníu á tón-
leikum í Langholtskirkju, þar sem
flutt verða tvö stór kórverk eftir
Händel og Haydn.
„Tenórinn virðist vera lítið
annað en einhver uppfylling í
báðum þessum verkum. Ég held
að tónskáldunum hafi báðum
verið eitthvað illa við tenóra
þegar þeir voru að skrifa þetta.“
Hann tekur þó fram að bæði
verkin séu gullfalleg, enda eru
þau bæði meðal helstu stórvirkja
kórbókmenntanna, og þótt
tenórinn hafi kannski lítið að gera
þá fá aðrir söngvarar svo sannar-
lega að láta ljós sitt skína.
„Ég held að sópranraddirnar
hafi mest að gera, en svo kemur
reyndar mjög fallegur
Benediktus-kafli í Haydn-messun-
ni, þar sem tenórinn fær að syng-
ja með hinum í kvartett. Í þessum
kafla er lítill kórsöngur og hann
er mjög fallegur.“
Fyrra verkið á tónleikunum er
Dixit Dominus eftir G. F. Händel,
sem hann samdi árið 1707, aðeins
22 ára gamall, við 110.
Davíðssálm Gamla testamentis-
ins. Eftir því sem best er vitað er
þetta frumflutningur á Dixit
Dominus hér á landi.
Síðara verkið er Pákumessa,
öðru nafni Missa in tempore belli
(Messa á stríðstímum) eftir J.
Haydn, sem hann samdi árið 1796
í hita Napóleonsstyrjaldanna.
Pákumessan er önnur í röðinni af
sex messum sem allar eru full-
komin meistaraverk.
Einsöngvarar á tónleikunum
verða Hlín Pétursdóttir, sópran,
Xu Wen, sópran, Sesselja
Kristjánsdóttir, alt, Eyjólfur
Eyjólfsson, tenór og Davíð Ólafs-
son, bassi.
Bæði Eyjólfur og Hlín
Pétursdóttir koma sérstaklega
hingað til lands til þess að taka
þátt í flutningi með
Fílharmoníunni á þessum tveimur
stóru kórverkum. ■
FIMM EINSÖNGVARAR MEÐ FÍLHARMONÍUNNI
Söngsveitin Fílharmonía var að æfa sig í vikunni fyrir tónleikana í Langholtskirkju í dag, þar sem hún flytur tvö stór verk eftir Händel og
Haydn. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og verða endurteknir á þriðjudagskvöld klukkan 20.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T