Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 27. mars 2004 41
20.00 Leikhúskórinn á Akureyri
sýnir Kátu ekkjuna eftir Franz Lehár í
Ketilhúsinu á Akureyri. Síðasta
sýningarhelgi.
21.00 5stelpur.com í Austurbæ.
■ ■ LISTOPNANIR
15.00 Sýningin Íslensk myndlist
1900-1930 verður opnuð í Listasafni
Íslands. Sýningin veitir yfirlit yfir þau
margvíslegu viðfangsefni sem íslenskir
listamenn fengust við fyrstu þrjá áratugi
20. aldar, bæði í málara- og
höggmyndalist.
15.00 Sigurður Örlygsson mynd-
listarmaður opnar sýningu í Listhúsi
Ófeigs á Skólavörðustíg 5. Í ljósmynd-
um sínum beitir listamaðurinn
samblandi af ljósmynd, frjálslega unnu
málverki og skúlptúr.
16.00 Hópur af útskriftarnemum
Listaháskóla Íslands heldur ásamt
erlendum gestanemum sýningu í
Skaftfelli á Seyðisfirði og eru allir
jarðarbúar boðnir velkomnir. Sýningin
ber heitið „Rjómskip”.
17.00 Ólöf Björg Björnsdóttir
opnar sýninguna „Næturgalin(n) í
morgunkyrrðinni” á Thorvaldsen Bar
við Austurvöll.
Í tilefni tíu ára afmælis verkefnisins
Handverk og hönnun verður opnuð
sýning í Aðalstræti 12. Opið er alla daga,
13.00 til 17.00 nema mánudaga.
Þrjár sýningar verða opnaðar í
Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni. Í
vestursal sýnir Sigtryggur Bjarni
Baldvinsson nýjar olíu- og vatnslita-
myndir. Í austursal sýnir JBK Ransu
málverk unnin með akrýl á striga. Á
neðri hæðinni er síðan sýning Guðrúnar
Veru Hjartardóttur, Beðið eftir
meistaraverki. Sýningarnar standa til 18.
apríl. Safnið er opið alla daga nema
mánudaga kl. 11 - 17.
■ ■ SKEMMTANIR
Nýdönsk með þá Björn Jörund og
Jón Ólafs ásamt meðreiðarsveinum
sínum skemmtir á NASA við Austurvöll.
Stórhljómsveitin Brimkló mætir í
Sjallann á Akureyri.
Hljómsveitin 3-Some verður með
spánýtt prógramm á neðri hæð Celtic
Cross.
Hljómsveitin Tilþrif spilar fyrir dansi
á Oddvitanum, Akureyri.
Gestir skemmtistaðarins De Palace
fá að kynnast mýkri hlið á teknó-
snúðnum Exos þegar hann spilar
„pumping house“ og eins og honum
einum er lagið.
Hljómsveitinn Karakter er á
Vélsmiðjunni, Akureyri.
Spilafíklarnir spila á Rauða ljóninu
við Eiðistorg.
Hljómsveitin Karma spilar á
Klúbbnum við Gullinbrú.
Hljómsveitin Á móti sól spilar á
Gauknum.
Hljómsveitin Sixties spilar á
Snúllabar í Hveragerði.
■ ■ FYRIRLESTRAR
17.15 Vigfús Geirdal sagnfræðing-
ur flytur fyrirlestur á fundi
Sagnfræðingafélags Íslands sem fer
fram í húsi Sögufélags í Fischersundi.
Erindið nefnist Saga Vestur-Íslendinga:
Safn til sögu Íslands eða innlegg í fjöl-
menningarsögu Vesturheims?” Á eftir
fyrirlestrinum verða umræður og fyrir-
spurnir.
■ ■ FUNDIR
10.15 „Það var barn í salnum...”
er yfirskrift ráðstefnu um börn og
leikhús í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi. Fyrirlesarar eru Silja
Aðalsteinsdóttir, Harpa Arnardóttir og
María Reyndal. Auk fyrirlestra verður
frumflutt örleikrit úr leikritasamkeppni
sem haldin var meðal SÍUNGfélaga í
tilefni af ráðstefnunni. Stjórnandi
ráðstefnunnar er Jón Hjartarsson.
■ ■ SAMKOMUR
13.00 Kynningardagur verður í
Kennaraháskóla Íslands á því námi
sem verður í boði næsta háskólaár.
Nemendur, kennarar og námsráðgjafar
skólans kynna námið og svara
fyrirspurnum.
■ ■ DANSLIST
13.00 Hulduheimar, nemendatón-
leikar JSB, á stóra sviði
Borgarleikhússins.
15.00 Hulduheimar, nemendatón-
leikar JSB, á stóra sviði
Borgarleikhússins.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Semur tónlist
í eigin heimi
TÓNLEIKAR Sveinn Lúðvík Björnsson
hefur alfarið helgað sig tón-
smíðum í um það bil áratug. Hann
hefur aðstöðu á efstu hæð í hús-
næði Blindrafélagsins, þar sem
hann vinnur fullan vinnudag að
því að semja tónverk.
„Reglan er sú að ég er hérna
frá átta til fjögur, en svo er ég
suma daga fram til átta eða tíu á
kvöldin,“ segir Sveinn Lúðvík.
Sveinn Lúðvík hefur skapað
sér sérstöðu meðal íslenskra tón-
skálda með örstuttum og hnit-
miðuðum tónverkum og mætti
kalla hann „ljóðskáldið“ í hópi tón-
skálda.
„Verkin mín hafa samt verið að
lengjast svolítið með árunum.
Tímarnir breytast og það eru
aðrir hlutir núna sem mig langar
til að koma frá mér en áður var.“
Í dag ætlar tónlistarhópurinn
Caput að flytja fimm svokallaðar
Egófóníur eftir Svein í tón-
leikaröðinni 15.15 á nýja sviði
Borgarleikhússins.
Egófóníurnar eru einleiksverk
þar sem einleikarinn leikur á móti
margrödduðum upptökum af
eigin hljóðfæraleik. Fyrsta
Egófónían, sem er fyrir selló. var
frumflutt í fyrra, en hinar fjórar
hafa ekki heyrst áður.
Flytjendur eru Pétur Jónasson,
gítar, Eydís Franzdóttir, óbó,
Guðni Franzson, klarínetta,
Sigurður Halldórsson, selló og
Kolbeinn Bjarnason, flauta.
„Viðbrögð CAPUT-hópsins við
verkum mínum hafa verið mér
mjög mikilvæg,“ segir Sveinn.
„Maður situr hér einn alla daga,
og það er mjög mikilvægt að fá
viðbrögð á það sem maður er að
gera.“
Sveinn Lúðvík segist lifa spart
og ekki geta leyft sér mikinn
lúxus í tónskáldastarfinu.
„Ég verð að búa mér til minn
eigin heim hér inni. En það hæfir
vel því sem ég er að gera, því í
tónsmíðunum reyni ég alltaf að
koma því frá mér sem ég upplifi
hverju sinni. Þau geta því verið af
ýmsu tagi allt eftir því hvernig ég
er í það og það skiptið.“ ■
SVEINN LÚÐVÍK BJÖRNSSON
Tónlistarhópurinn CAPUT flytur fimm nýjar Egófóníur eftir Svein á nýja sviði
Borgarleikhússins í dag klukkan 15.15.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA