Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 42
LAUGARDAGUR 27. mars 2004
Ég hef aldrei verið í mjög góðumtengslum við Satan. Hef vissu-
lega gaman af góðum metal en hef
aldrei haft það mikinn áhuga að ég
hafi viljað eyða tíma mínum í það að
grafa mig inn að kjarna hans. Hef
aldrei lagt það á mig að hlusta á
gamlar plötur Motörhead, Judas
Priest, Slayer, Iron Maiden, Mega-
deth eða Ozzy Osbourne í gegn frá
a-ö. Þekki samt alveg muninn á
sveitunum og einhver lög. Hef þó
hlustað þó nokkuð á samtímametal,
Sepultura, Slipknot, System of a
Down og Korn, frekar en að leita til
fortíðarinnar.
Þess vegna tel ég mig hafa hár-
rétt hugarfar þegar kemur að því að
fjalla um Probot, nýjasta verkefni
Íslandsvinarins Dave Grohl. Þetta
er óður fyrrum Nirvana-tromm-
arans til metalsins og með því vill
hann kynna rætur sínar og metals-
ins fyrir nýrri kynslóð rokk-
unnenda.
Þannig heyrði ég þessa plötu,
með ferskum eyrum unglingsins
sem hefur aldrei kunnað að meta
Lemmy í Motörhead neitt sérstak-
lega. Fékk að kynnast mörgum af
þessum „goðsagnakenndu“ söngvu-
rum (flestum sem ég hafði aldrei
heyrt um áður!) í fyrsta skipti.
Nú skil ég loksins hvað er svona
töff við Lemmy! Ég vissi ekki að
hann hljómar eins og áttatíu ára
gamalmenni með gyllinæð sem er
samt staðráðið í því að rokka í sund-
ur á sér síðustu heilu liðamótin. Mun
tala með virðingu um hann hér eftir.
Þessi plata Dave Grohl er ágætis
skóli. Gítarriffin eru mörg mjög
flott og Grohl trommar eins og hann
eigi lífið að leysa. Birgir Örn Steinarsson
Umfjölluntónlist
PROBOT: PROBOT
Metalskóli Dave Grohl
Númer eitt í notuðum bílum
Kim Mathers,fyrrum eig-
inkona og barns-
móðir Eminem,
er komin aftur í
fangelsi eftir að
hún strauk af
meðferðarstofn-
un sem henni
hafði verið skip-
að að dvelja á. Kim var handtekin
fyrir að eiga nokkur grömm af
kókaíni sem lögreglan fann í fór-
um hennar við bílleit. Kim verð-
ur bak við lás og slá til 12. maí
næstkomandi.
Leikarinn Bruce Willis var vístsvo fullur á bar Ritz-hótelsins
í París á laugardaginn að starfs-
menn neyddust til þess að bera
hann upp á herbergi sitt. Leikar-
inn var staddur á barnum ásamt
kærustu sinni, leikkonunni
Brooke Burns, sem hann káfaði
stanslaust og ákaft á fyrir
framan aðra gesti.
Spiderman 2 er ekki einusinni komin í bíó en
kvikmyndaframleiðandinn Sony
hefur þegar látið þau boð út
ganga að þriðja myndin um
kappann komi í bíó þann 4. maí
árið 2007. Önnur myndin er
væntanleg í kvikmyndahús í lok
júní á þessu ári. Talsmenn Sony
segja að Tobey Maguire muni
sem fyrr leika Köngulóar-
manninn í
mynd númer
þrjú og
sömuleiðis að
leikstjórinn
Sam Raimi
muni mæta
aftur til leiks.
Almennt hafa
menn í bíó-
bransanum
tröllatrú á
Köngulóarmanninum og þannig
hefur það spurst út að Sony
stefni að því að gera í það
minnsta sex myndir um teikni-
myndasöguhetjuna. Sýnishorn
úr mynd númer tvö hafa kynt
heldur betur upp í kvikmynda-
húsaeigendum og þannig hefur
USA Today eftir einum slíkum
sem á átta bíó í Ohio: „Spider-
man er sá sem við treystum á í
sumar. Það bíða allir spenntir
og ef myndin verður stór þá
verður allt tímabilið stórt. Ég
trúi á hann.“
Fréttiraf fólki
57