Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 15
28 27. mars 2004 LAUGARDAGUR Það hefur legið í loftinu hjá mérí nokkur ár að fara með vinum mínum Jakobi Bjarnari Grétars- syni blaðamanni og Þorfinni Guðnasyni kvikmyndagerðar- manni á Route 66 um Bandaríkin,“ segir Jón Óskar myndlistarmaður. „Þetta á að vera hin dæmigerða „white trash“-ferð þar sem við erum með eitt mótorhjól sem við skiptumst um að vera á. Rúta mun svo keyra á eftir mótorhjólinu með eiginkonum okkar og öðrum munaði innanborðs. Við munum heimsækja mótelin og hamborg- arastaðina. Það verða engar sögufrægar byggingar skoðaðar í þessari ferð, við munum halda okkur við þjóðveginn. Þetta er draumurinn. Hann er ekki flókn- ari en þetta. Næstbesti kosturinn er Las Vegas, nýjasta undur veraldar þar sem allt er svo óraunverulegt. Maður fer inn á hótel og þar eru rússíbanar í anddyrinu. Þar er maður tekinn burt frá öllum veruleika og allt er plat. Það er mjög hrífandi og þangað myndi ég vilja fara. Svo skilst mér að þar sé allt ókeypis því það er stílað upp á að menn spili fjárhættuspil og glati aleigunni. Það góða í þessari stöðu er að ég spila ekki þannig að ég myndi njóta allra hinna ókeyp- is lystisemda sem borgin hefur upp á að bjóða. En ég treysti ekki félögum mínum Jakobi Bjarnari og Þorfinni til að fara með mér í þessa ferð því þeir eru báðir spila- fíklar. Þetta er því ferð fyrir mig og konuna mína.“ ■ ■ Næsta stopp JÓN ÓSKAR Route 66, með vinunum, og Las Vegas, með konunni, eru draumastaðirnir. Þjóðvegur 66 Frumburður Íslands Ég er skírður í höfuðið á afamínum, Þorkeli Kjartanssyni, þeim eðalmanni,“ segir Þorkell Máni Pétursson, umboðsmaður rokkhljómsveitarinnar Mínus, um nafn sitt. „Mánanafnið er út í loftið en samt ekki. Einn af frumburðum Íslands hét Þorkell Máni og var sonur Ingólfs Arnar- sonar. Mömmu fannst þetta svo fallegt nafn að hún ákvað að velja það.“ N a f n i ð Þorkell er sam- sett af for- liðnum „Þór“ í m e r k i n g u n n i þrumuguðinn Þór úr norrænni goðafræði, og viðliðnum „kell“ sem merkir hjálm- ur. Pétursnafnið er hins vegar fengið úr biblíunni, er komið af gríska nafninu „Pétros“ sem merkir klettur. Samkvæmt Hagstofunni eru 238 sem bera nafnið Þorkell sem fyrsta nafn en 600 bera það sem annað eiginnafn. Tíu bera tvínefnið Þorkell Máni. „Ég hef alltaf verið kallaður Máni enda auðveldara að segja það nafn en Þorkell,“ segir umboðs- maðurinn, sem á son sem heitir Pétur Máni. „Hann er hins vegar kallaður Pétur.“ Máni vann um tíma sem útvarpsmaður á X-inu og kallaði sig þá son Satans. „Faðir minn er engu að síður mjög góður maður,“ segir Máni að lokum. ■ ROUTE 66 „Það verða engar sögufrægar byggingar skoðaðar í þessari ferð, við munum halda okkur við þjóðveginn.“ ÞORKELL MÁNI PÉTURSSON „Einn af frumburðum Íslands hét Þorkell Máni og var sonur Ingólfs Arnarsonar.“ ■ Nafnið mitt Jesúkeppni var haldin í Flensborgarskólanum í vik- unni. Nemendur túlkuðu Jesú á sinn eigin hátt auk þess að gera skylduæfingar. Einn gekk á vatni. Jesú í skotapilsi Mikil umræða hefur verið umtrúarbrögð síðustu vikur, ekki síst í kjölfar myndarinnar The Passion of the Christ eftir Mel Gibson. Í kjölfar forsýningar á myndinni var haldið málþing með prestum og guðfræðingum og sitt sýndist hverjum um ágæti hennar. Í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði er nýlokið þemaviku þar sem Jesú Kristur var í aðalhlutverki. Þar voru meðal annars rædd trúarbrögð en hápunktur vikunnar var keppni þar sem nemendur kepptust um að túlka Jesú Krist með leikrænum atriðum. Keppendur þurftu að gera skylduæfingar, sem fólust meðal annars í því að metta tuttugu áhorf- endur með litlu súkkulaðistykki, breyta vatni í vín og blessa við- stadda, sem og frjálsar æfingar sem voru af ýmsum toga. Ekkert grín „Hugmyndin að keppninni er komin frá einum nemanda skólans og það er í raun tilviljun að mynd Mels Gibson hafi verið sýnd á svipuðum tíma,“ segir Tryggvi Rafnsson, oddviti nemendafélags Flensborgarskólans. „Keppninni var ekki komið á til að gera grín að trúarbrögðum held- ur til að sjá hvernig nemendur sjá frelsarann fyrir sér og til að fá upp umræðu um hann. Við reynum að vera með frumlegar keppnir eins og mottukeppni,“ segir Tryggvi en fyrir skömmu var haldin keppni þar sem nemendur kepptust um að safna veglegasta yfirvaraskegginu. Gekk á vatni Ívar Atli Sigurjónsson fór með sigur af hólmi í Jesúkeppninni en hann þótti sýna góða tilburði í skylduæfingunum auk þess að túlka Jesú í skotapilsi spilandi á sekkja- pípu í frjálsum æfingum. Sex kepp- endur voru skráðir til leiks og sýndu þeir misgóða tilburði. Einn skvetti vatni á gólf og gekk á því eins og Jesú forðum daga á meðan aðrir sippuðu og skvettu jógúrt framan í hvern annan. Keppendur voru ekki krossfestir en síðasta sunnudag var nemandi úr skólanum krossfestur til að auglýsa keppnina. „Mér skilst að hann sé meðal okkar allra,“ sagði Tryggvi aðspurður hvort nemandinn væri risinn upp frá dauðum. Tryggvi segir umræðu um trúar- brögð ekki vera mikla í Flens- borgarskólanum en fyrirhuguð er ferð á mynd Mels Gibson og í kjöl- farið er aldrei að vita nema umræðan verði meiri. Sigurvegarinn úr Jesúkeppninni fékk súkkulaði í verðlaun, geisla- disk með hvatningu til að hætta að reykja og íþróttaskó úr Bónus. kristjan@frettabladid.is ODDVITINN OG PRESTURINN Tryggvi Rafnsson, oddviti nemendafélags Flensborgarskólans, var ánægður þegar hann hitti Gunnar í Krossinum. Gunnar flutti erindi og svaraði spurningum á Jesúviku skólans. UNDARLEG TÚLKUN Nemendur Flensborgarskólans túlkuðu Jesú á undarlegan hátt. SIGURVEGARINN Ívar Atli Sigurjónsson þótti túlka Jesú best. Hann lék meðal annars á sekkjapípu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.