Fréttablaðið - 28.03.2004, Síða 4
4 28. mars 2004 SUNNUDAGUR
Eiga dómstólar að taka mið af al-
menningsálitinu við ákvörðun
dóma í sakamálum?
Spurning dagsins í dag:
Er rétt að endurgreiða að fullu tann-
lækningar barna yngri en 12 ára?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
74%
26%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Lögreglufréttir
Hugmyndir um Látrabjargsþjóðgarð:
Skiptar skoðanir meðal
hagsmunaaðila
INNLENT Deilur eru um hvort gera
eigi Látrabjarg og Rauðasand að
þjóðgarði eða ekki. Svæðið mun vera
eitt af 14 sem umhverfisráðuneytið
hefur áhuga á að friða fyrir árið
2008. Kristinn Þór Egilsson, bóndi á
Hnjóti, segir ráðuneytið vera í for-
göngu með það að friða svæðið en að
skiptar skoðanir séu á meðal hags-
munaaðila.
„Þeir sem eru aðallega á móti eru
aðilar sem búa og hafa alla sína
hagsmuni fyrir sunnan,“ fullyrðir
hann. „Heimamenn voru flestir mjög
fylgjandi þessu. Ég held að þeir sem
séu á móti þessu misskilji málið.
Þeir eru hræddir um að með því að
stofna þjóðgarð verði þeirra réttindi
fyrir borð borin. Ég er persónulega
afskaplega hlynntur þessu.“
Á mánudag verður fundur um
málið í Umhverfisráðuneytinu og
býst Kristinn við því að margt for-
vitnilegt komi upp á þeim fundi.
Hann segir fjölda ferðamanna á
svæðið ekki hafa skilað sér í neinu
samræmi við þann fjölda sem hefur
skilað sér til landsins.
„Það er margt sem spilar inn í
það,“ segir Kristinn. „Slæmar sam-
göngur auk þess sem við erum ekk-
ert í stakk búin til þess að taka á móti
fjölda ferðamanna. Þetta er samt að
skella yfir okkur og hingað kemur
aukinn straumur. Ferðamaðurinn fer
óheftur um bjargið og enginn er að
fylgjast með neinu. Það sést á
ákveðnum hluta bjargsins vegna
ágangs ferðamannsins.“ ■
Gengur gegn dóm-
um Hæstaréttar
Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur hvað varðar miskakröfu saksóknara fyrir hönd eins
af sex fórnarlömbum nýdæmds barnaklámsmanns gengur gegn fyrirliggjandi dómum Hæsta-
réttar. Þetta segir Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður.
DÓMSMÁL „Hæstiréttur hefur
margsinnis dæmt miskabætur í
málum er varða kynferðisbrot
gegn börnum og unglingum þrátt
fyrir að engin gögn liggi fyrir um
afleiðingarnar, með vísan til þess
að brot af þessu tagi sé til þess
fallið að valda
þeim sem fyrir
verður andleg-
um þjáningum.
Frávísun bóta-
kröfunnar hvað
varðar þennan
tiltekna dreng
er því ekki í
samræmi við
f o r d æ m i
Hæstaréttar.“
Þetta sagði
Sif Konráðs-
dóttir hæsta-
réttarlögmaður
um niðurstöðu Héraðsdóms
Reykjavíkur hvað varðar eitt af
fórnarlömbum dæmds barnaníð-
ings, Ágústs Magnússonar. Ágúst
var dæmdur í fimm ára fangelsi í
vikunni fyrir kynferðisbrot gegn
sex drengjum og vörslu barna-
kláms.
Einn drengjanna sem maður-
inn misnotaði var metinn „mis-
þroska og leiðitamur, að mati sér-
fræðinga“ að því er segir í dóm-
gögnum. Þá hafi hann „lélega og
neikvæða sjálfsímynd.“ Hafi
ákærði notfært sér „þessa veik-
leika hans.“
Lögð var fram krafa upp á
750.000 króna skaðabætur fyrir
þetta fórnarlamb mannsins, þar
sem drengurinn hefði sætt alvar-
legu kynferðisbroti að hálfu hans.
Dómurinn vísaði þeirri kröfu frá
dómi á þeirri forsendu að erfitt
væri að greina á milli afleiðinga
af háttsemi mannsins gagnvart
drengnum og líðan hins síðar-
nefnda fyrir brotið. Umræddur
drengur vildi ekki gefa skýrslu
fyrir dómi, en í vitnisburði sál-
fræðings fyrir dómi sagði, að
drengurinn væri í miklum vanda
sem „tengist málinu. Það megi
ráða af reiði hans en um leið og
málið hafi verið rætt hafi hann
orðið hálftrylltur.“ Hinir
drengirnir fimm fengu allir
dæmdar skaðabætur.
Öryggisráðstöfunum hafnað
Saksóknari lagði fram fram-
haldsákæru þess efnis, að mað-
urinn skyldi beittur öryggisráð-
stöfunum að refsivist lokinni.
Dómurinn féllst ekki á þá kröfu
í ljósi þeirrar refsivistar sem
maðurinn var dæmdur til.
„Það kemur fram í dóminum að
maðurinn hefur áður gerst sekur
um kynferðisbrot gegn börnum,
fyrir 15 árum,“ sagði Sif. „Þá
gerði hann tilraun til að komast í
samband við börn og unglinga á
Netinu, meðan þetta síðara mál
var rekið fyrir dómstólum,“ sagði
Sif „Sérfræðingurinn í sálfræði
virðist vera mjög afdráttarlaus í
sínu mati þegar hann segir að
„miklar líkur“ séu á að slík mál
endurtaki sig vinni maðurinn ekki
markvisst að sínum málum. Slík
meðferð taki mörg ár. Maðurinn
getur sótt um reynslulausn eftir
2/3 af dæmdri refsivist. Það virð-
ist ljóst, að þó hann sæti meðferð
í afplánuninni, sem honum er þó
ekki skylt, þá sé það fyrirfram
mat að sá meðferðartími muni
ekki bera árangur gegn þeirri „al-
varlegu barnagirnd“ sem hann
var greindur með af sálfræðingi.“
Í einu tilviki áður hefur verið
sett fram krafa um öryggisvist-
un hér á landi. Sú krafa varðaði
annan dæmdan barnaníðing,
Steingrím Njálsson. Hæstirétt-
ur taldi þá ekki efni til að fallast
á kröfuna, þar sem enginn stað-
ur var til að vista manninn á.
jss@frettabladid.is
Fuglaflensan:
Innflutnings-
bann
framlengt
LANDBÚNAÐUR Yfirdýralæknir, Hall-
dór Runólfsson, hefur framlengt
bann við innflutningi á lifandi fugl-
um, frjóeggjum og hráum afurðum
alifugla frá tíu löndum vegna
fuglaflensunnar svokölluðu.
Á vefsíðu embættisins segir, að
bannið sé framlengt, þar sem ekki
liggi fyrir upplýsingar í viðkom-
andi löndum um upprætingu
flensunnar, sem sé skæður fugla-
sjúkdómur sem borist geti í menn
og aldrei hafi greinst á Íslandi.
Innflutningsbannið er framlengt
til 30. apríl næstkomandi. ■
Ólafsfjörður:
Slösuðust í
vélsleðaslysi
SLYS Feðgar slösuðust þegar vél-
sleði sem þeir ferðuðust á lenti í
Ytri-Á skammt frá Ólafsfirði í
gærdag. Þeir voru fluttir með
sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri.
Faðirinn ók sleðanum þegar
slysið varð. Hann var á nokkuð
mikilli ferð þegar hann lenti ofan
í gili og fór þaðan ofan í ánna.
Strákurinn náði að koma sér upp
úr ánni og lagði af stað fótgang-
andi til að sækja hjálp þegar ann-
ar vélsleðamaður sá til hans og
kom til hjálpar. Faðirinn var
meira slasaður og var talinn vera
illa fótbrotinn. Björgunarsveitin á
staðnum og læknir voru í við-
bragðsstöðu á Ólafsfirði vegna
snjókrossmóts sem haldið var þar
í gær. Fóru því nokkrir menn úr
björgunarsveitinni til að sækja
feðgana. ■
Jón Ásgeir vill bæta fleiri tískumerkjum í flóru Baugs:
Leitar hófanna hjá Karen Millen
VIÐSKIPTI/TIMES Baugur hefur átt í
viðræðum við eigendur bresku
tískuvöruverslananna Karen
Millen og Whistles um kaup á
hlut í fyrirtækjunum undan-
farnar vikur að sögn breska
dagblaðsins Times. Segir þar að
vitað sé að Jón Ásgeir Jóhannes-
son, forstjóri Baugs, hafi um
skeið verið að leita að þekktum
tískumerkjum til að bæta við
flóru Oasis keðjunnar sem fyrir-
tækið keypti áður.
Í fréttinni segir að þó viðræður
hafi átt sér stað um tíma sé enn
langt í að samkomulag náist og
alls ekki víst að svo verði. Einn
aðaleigandi Karen Millen, Kevin
Stanford, sagðist engan áhuga
hafa á að selja hlut sinn en hann á
um 60% hlut.
Íslendingar eiga nú þegar hlut í
fyrirtæki Karen Millen. Þar fer
KB banki fremstur með rúmlega
12% hlut en einstaklingar á borð
við Sigurð Bollason og Magnús
Ármann eiga einnig töluvert.
Samtals er eign Íslendinga í fyrir-
tækinu um 40% alls.
Karen Millen fyrirtækið velti
rúmlega 11 milljörðum króna á
síðasta ári. ■
LÁTRABJARG
Hugmyndir um Látrabjargsþjóðgarð valda
nokkrum deilum. Hagsmunaaðilar þinga
með umhverfisráðherra á morgun um málið
EITT FYRIRTÆKJA BAUGS Í BRETLANDI
Nú vill Jón Ásgeir bæta enn í flóruna ef marka má breska dagblaðið Times
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
AR
L
PE
TE
R
SS
O
N
BARNANÍÐINGUR
Ágúst Magnússon er sagður haldinn „alvarlegri barnagirnd.“ Kröfu um öryggisgæslu eftir
að hann hefur afplánað dóm sinn var hafnað í Héraðsdómi.
SIF KONRÁÐS-
DÓTTIR
Kynferðisbrot gegn
börnum til þess fall-
ið að valda andleg-
um þjáningum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Íran:
Eftirlit
heimilað á ný
ÍRAN/AP Eftirlitsmenn Alþjóða
kjarnorkumálastofnunarinnar
komu á ný til Íran til eftirlits-
starfa eftir að hafa verið útilokað-
ir um tíma af þarlendum stjórn-
völdum. Munu þeir skoða tvö
kjarnorkuver Írana og spyrja
ráðamenn í þaula um tilgang
kjarnorkuverkefna stjórnvalda en
þeir hafa alla tíð haldið því fram
að þau hafi eingöngu friðsamleg-
an tilgang. ■
SLEGINN MEÐ GLASI Maður
skarst í andliti eftir að hann var
sleginn með glasi inni á veitinga-
staðnum Lundanum í Vestmanna-
eyjum aðfaranótt laugardags.
Árásarmaðurinn var færður í
fangageymslur.