Fréttablaðið - 28.03.2004, Side 12

Fréttablaðið - 28.03.2004, Side 12
Skoðanakannanir sem Frétta-blaðið hefur gert á undanförn- um dögum benda til þess að yfir- gnæfandi meirihluti þjóðarinnar vilji að Ólafur Ragnar Grímsson gegni áfram embætti forseta Ís- lands á næsta kjörtímabili. Af þeim sem afstöðu tóku í könnun sem birt var á mánudaginn kváð- ust 85% vilja sjá Ólaf Ragnar á Bessastöðum. Hafa ber í huga í þessu sam- bandi að ekki er hér á landi hefð fyrir „alvöru“ framboði gegn for- seta sem kýs að sitja áfram í emb- ætti. Enn hefur enginn gefið kost á sér sem kallast getur „sterkur“ frambjóðandi; tveir einstaklingar sem segjast ætla fram gegn hon- um njóta stuðnings um og innan við 1% kjósenda samkvæmt sömu skoðanakönnun. En Ólafur Ragnar nýtur ekki aðeins hefðarinnar. Þrátt fyrir að meiri vindar hafi blásið um for- setaembættið á ferli hans en nokk- urs annars þjóðhöfðingja og ýmis- legt í athöfnum hans og orðum verið umdeilt bera fáir brigður á að hann er sköruglegur í fram- göngu og hefur verið landi og þjóð til sóma á alþjóðavettvangi. Í skugga stjórnmálaferils Áður en Ólafur Ragnar varð forseti Íslands átti hann að baki þrjátíu litrík ár í stjórnmálum; hafði hann viðkomu í þremur flokkum og endaði sem formaður þess flokks sem lengst var til vinstri, Alþýðubandalagsins. Á þeim árum var hann jafnan málsvari skoðana sem nú á dög- um eiga lítinn hljómgrunn í ís- lenskum stjórnmálum. Hann tal- aði lengst af fyrir auknum ríkis- afskiptum og gegn frjálsræði í viðskiptum og atvinnulífi. Við- horf hans virðast þó eitthvað hafa breyst meðan hann gegndi emb- ætti fjármálaráðherra á árunum 1988 til 1991. Margir, einkum sjálfstæðismenn, sjá þó rautt – í bókstaflegum skilningi – þegar þeim verður hugsað til stjórn- málaferils hans. Ekkert bendir þó til þess að þeir treysti sér til að skora hann á hólm í kosningum. Nokkrar umræður hafa að undanförnu orðið um vald- og verksvið forseta Íslands. Að ein- hverju leyti markast þær af per- sónulegum viðhorfum til núver- andi forseta. Álitaefnin voru þó rökrædd áður en hann varð for- seti og tengjast honum þess vegna ekki persónulega frá mál- efnalegu sjónarmiði. Helstu tíð- indin í sambandi við þessar um- ræður upp á síðkastið eru ekki hinar ólíku túlkanir á forseta- valdinu heldur þátttaka nokkurra æðstu ráðamanna þjóðarinnar í þeim umræðum. Í brennidepli hefur helst verið það ákvæði stjórnarskrárinnar sem sam- kvæmt orðanna hljóðan veitir forsetanum vald til að skjóta lög- um frá Alþingi til úrskurðar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessu valdi hefur aldrei verið beitt en allir forsetar lýðveldisins hafa talið að það væri raunverulega fyrir hendi. Ólafur Ragnar Grímsson hefur nýlega áréttað að samkvæmt sínum skilningi sé þetta vald til staðar og hann geti hugsað sér að beita því ef sér- stakar aðstæður komi upp. Synjunarvald forseta eða ráðherra? Skoðun forsetans í þessu efni má heita hefðbundin. Helstu lög- spekingar þjóðarinnar fyrr á árum, t.d. Bjarni Benediktsson og Ólafur Jóhannesson, töldu að samkvæmt stjórnarskránni gæti forseti lýðveldisins neitað að undirrita lög frá Alþingi. Þá yrði að fara fram þjóðaratkvæða- greiðsla um lögin. Bjarni mun þó hafa talið að þingræðisreglan væri svo sterk í stjórnskipan okk- ar að óeðlilegt væri að þessu valdi yrði nokkru sinni beitt. Viðhorf þjóðarinnar fer víst ekki milli mála, ef marka má skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt var á miðvikudaginn. Vilja rúmlega átta af hverjum tíu að forsetinn hafi vald til að skjóta umdeildum málum undir þjóðar- atkvæði. Fyrstur manna til að vekja efasemdir um að synjunarvald forsetans væri raunverulegt og rökstyðja það lögfræðilega var dr. Þór Vilhjálmsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Það gerði hann í fræðigrein sem birt var 1994 – og er rétt að hafa í huga að þá var Vigdís Finnbogadóttir for- seti Íslands þannig að sú umræða tengdist ekki persónu núverandi forseta. Leiddi dr. Þór að því rök að í lagalegum skilningi væri synjunarvald forsetans sama marki brennt og annað vald hans í stjórnarskránni, formlegs eðlis og til að beita því þyrfti atbeina ráðherra. Synjunarvaldið væri því í raun vald ráðherrans en ekki persónulegt vald forsetans. Undir þetta hafa nokkrir nafn- kunnir lögfræðingar tekið. Aðrir eru þessu ósammála. Óljóst er hver hin ríkjandi skoðun er með- al þeirra lögfræðinga sem fást við kennslu og fræðistörf. Óljóst er hvernig Hæstiréttur tæki á málinu ef það kæmi til hans kasta. Endurskoðun forsetavalds Davíð Oddsson forsætisráð- herra gerði þessar efasemdir um synjunarvald forsetans að um- talsefni í þingræðu fyrir þremur árum, í febrúar 2001. Hann tók ekki afstöðu til málsins en vakti athygli á ýmsum vandkvæðum sem upp kæmu ef synjunarvald- inu yrði beitt. Til að mynda væri lagaleg óvissa um það hvernig standa ætti að málum við fram- kvæmd þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar. Þá lét hann þá skoðun í ljós að yrði synjunarvaldinu einhvern tímann beitt mundi það aðeins gerast einu sinni. Og bætti við: „Ég tel að hvorki þjóð né þing mundi í raun líða það að þingræð- isreglunni yrði bægt í burt með slíkum hætti.“ Nýlega lét forsætisráðherra þau orð falla á Alþingi að nauð- synlegt væri að endurskoða þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem snerta meðferð forsetavaldsins. Svo virðist sem margir alþingis- menn, jafnvel meirihluti, telji synjunarvald forsetans úrelt eða lögfræðilega ómarktækt. Nær sé að setja lög sem kveði á um rétt almennra kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um um- deild mál. Ef forseti beitir synjunar- valdinu Áhugavert er að velta því fyr- ir sér hvað mundi gerast ef Al- þingi samþykkti breytingar á stjórnarskránni og felldi brott orðalagið um málskotsrétt eða synjunarvald forseta Íslands. All- ar breytingar á stjórnarskrá hafa í för með sér þingrof og kosning- ar, þannig að venjan er sú að stjórnarskrárbreytingar eru samþykktar í lok kjörtímabils og síðan bornar upp til staðfestingar þegar nýkjörið þing kemur sam- an. Í vissum skilningi má því tala um að stjórnarskrárbreytingar séu þannig bornar undir atkvæði þjóðarinnar. En segjum svo að forseti Ís- lands væri ósáttur við þessa breytingu. Hann mundi neita að staðfesta lögin. Þá kæmi væntan- lega upp sú staða að stjórnar- skrárbreytingin yrði borin undir þjóðina í sérstakri atkvæða- greiðslu. Fyrst yrði Alþingi þó líklega að setja lög sem kvæðu á um hvernig standa ætti að mál- um. Engin vafi leikur á því að at- burðarás af þessu tagi mundi valda miklu uppnámi og sundur- lyndi í þjóðfélaginu. Embætti for- seta Íslands yrði ekki samt á eft- ir. Getur ráðherra hafnað synjun forseta? En hvað mundi gerast ef ráð- herrann, sem færi til forsetans með nýsamþykkta stjórnar- skrárbreytingu Alþingis og hlustaði fyrstur manna á hina sögulegu yfirlýsingu hans um beitingu synjunarvaldsins, segði: „Þetta er lögfræðilegur misskilningur, herra forseti. Valdið til staðfestingar eða synj- unar á lögum frá Alþingi liggur hjá mér sem ráðherra en ekki yður persónulega. Mér er ekki heimilt að lögum að fallast á beiðnina. Það verður engin þjóð- aratkvæðagreiðsla“? Hér verður ekki reynt að svara þessari spurningu, en óneitanlega er hún áhugaverð. Fyrir nokkrum árum hefðu vangaveltur af þessu tagi líklega verið kenndar við heilaköst og hugarburð. En er víst að svo sé enn? Alþingismenn og ráðherrar hafa efasemdir um synjunarvald- ið. Og benda ekki nýlegar yfirlýs- ingar forseta Íslands í aðdrag- anda forsetakosninga til þess að hann telji synjunarvaldið mikil- vægt tæki sem embættið geti ekki verið án? Er þá líklegt að hann mundi treysta sér til að skrifa undir lög sem kveða á um að stjórnarskránni verði breytt og ákvæðið numið brott? Er ekki sennilegt að hann teldi að þjóðin ætti að fá að segja álit sitt á mál- inu í beinum kosningum? ■ Óskar Ólafsson verkstjóri álager Fribbles-vörudreifing- arfyrirtækisins í Sheffield á Englandi var með magakveisu á föstudag og komst ekki til vinnu sinnar. Inger Sveinbjarnardóttir sem vinnur í bókhaldi á lítilli endurskoðunarskrifstofu í Þrándheimi í Noregi var hress og kát alla vikuna og sinnti störfum sínum af alúð og natni. Magnús Þorvaldsson læknir á borgar- sjúkrahúsinu í Denver í Banda- ríkjunum barkaþræddi þrjá á miðvikudaginn, tók ellefu blóð- sýni og útskrifaði fjóra. Kristín Briem verkfræðingur hjá Tosh- iba í Hollandi er enn í barneign- arleyfi. Þetta er okkar fólk í útlöndum. Það hefur verið ráðið til ábyrgðar- starfa, hvert á sínu sviði, vegna eigin verðleika. Því er treyst fyrir ákveðnum þáttum í starfsemi fyr- irtækjanna og er mikilvægur hlekkur í sínum keðjum. Þetta fólk á það sameiginlegt að hafa unnið sig upp. Óskar byrjaði t.d. sem almennur starfsmaður á lag- ernum og Kristín var aðstoðar- maður verkfræðinga áður en hún lauk námi. Nú hafa þau hækkað um skör og stefna enn hærra. Hefur einhver heyrt um þetta fólk? Séð fjallað um afrek þess, sorgir og sigra í fjölmiðlum? Svarið er auðvitað nei. Enda er þetta tiltekna fólk ekki til. En Íslendingar búsettir í út- löndum eru fjölmargir og aðhaf- ast ýmislegt. Standa sig vel og illa í vinnunni, stríða við veikindi, eignast börn, fá stöðuhækkanir, segja upp og eru reknir. Frá því er ekki sagt. Hafi fólk hins vegar atvinnu af því að stunda íþróttir er annað uppi á teningnum. Heldur betur. Við fáum að vita hvernig viðkom- andi stóð sig í vinnunni, hvort hann var í liðinu, hvort hann er meiddur, hvort hann hafi verið seldur, hvort hann hafi íhugað að hætta. Og sé allt með felldu eru upplýsingarnar ítarlegar. Við vit- um hvað hann spilaði lengi, í hvaða stöðu hann lék, hvort hann skoraði mörk og þá fjölda þeirra, stoðsendingar eru taldar upp, hættuleg færi, aukaspyrnur, inn- köst, gul og rauð spjöld. Íþróttir lúta allt öðrum lögmál- um í fjölmiðlum en nokkur önnur atvinnugrein. Íþróttir lúta raunar allt öðrum lögmálum í öllu samfé- laginu en nokkur önnur atvinnu- grein. Úlfarnir vildu ekki lána Jó- hannes Karl Guðjónsson. Ólafur Sigurjónsson skoraði 4 mörk fyrir Tres de Mayo í botnbaráttunni í spænsku annarri deildinn í hand- bolta. Veigar Páll Gunnarsson lék æfingaleik með Stabæk um síð- ustu helgi. Teiti Þórðarsyni hefur boðist að fara á þjálfaranámskeið. Þetta eru fréttir þegar fólk vinnur við íþróttir. ■ Smáa letrið BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON ■ pælir í fréttum af fólki. 12 28. mars 2004 SUNNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Okkar fólk í útlöndum Snyrtisetrið ehf sími 533 3100 HÚÐFEGRUNARSTOFA Domus Medica, frá Snorrabraut SLÖKUNARNUDD ÓKEYPIS! Foreldrar fermingarbarna! TILBOÐ Á SÓLARBRÚNKU-ÚÐA Á meðan fer mamman í ÓKEYPIS slökunarnudd.Á fermingardaginn FORSETASETRIÐ Á BESSASTÖÐUM Verður það vettvangur stjórnmálaátaka á næsta kjörtímabili? Sunnudagsbréf GUÐMUNDUR MAGNÚSSON ■ veltir því fyrir sér hvað gerist ef forseti Ís- lands synjar lögum staðfestingar og ráð- herra neitar að taka mark á því. Tekist á um synjunar- vald forseta Íslands

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.