Fréttablaðið - 28.03.2004, Side 15

Fréttablaðið - 28.03.2004, Side 15
Áberandi er í umræðunni aðSjálfstæðisflokkurinn er farinn að róa að því öllum árum að koma á auknum skólagjöldum í háskólum landsins. Nú er svo komið að Morgunblaðið fylgir flokknum sínum vel eftir og má lesa í leiðara blaðsins, að hags- munasamtök stúdenta sem berj- ast gegn skólagjöldum stjórnist af þröngsýni og sjái í raun ekki að hagsmunum stúdenta er best borgið með því að koma á auknum skólagjöldum. Ef menn játa því að almenn og bætt menntun þjóðarinnar skili þ j ó ð f é l a g i n u ávinningi þá er mjög vafasamt að ætla að það sé nokkur hagur af því að leggja á æ s k u f ó l k skólagjöld. Á Íslandi er lægra hlutfall æskufólks sem sækir háskóla- nám og hærra hlutfall þjóðarinnar sem eingöngu hefur lokið grunnskólanámi. Ef við ætlum að hækka þetta hlutfall þá er mjög vafasamt að leggja stein í götu þeirra sem ætla í nám í formi skólagjalda. Hefur ríkið efni á að reka menntastofnanir? Heildarútgjöld hins opinbera hér landi til menntastofnana á háskólastigi eru lægri en meðalút- gjöld hjá hinum OECD-löndunum. Samanborið við Norðurlönd verj- um við mun lægri upphæð til menntamála. Slegið hefur verið á að við þyrftum að bæta við 12 til 18 milljörðum til þess að standa jafnfætis frændum okkar á Norðurlöndunum. Þessar tölur segja ekki alla söguna þar sem íslenska þjóðin er tiltölulega ung og margir á skólaskyldualdri, þannig að þessi tiltölulega lága upphæð deilist á fleiri en í saman- burðarlöndunum. Nú hefur komið fram að útgjöld hins opinbera hafa vaxið gríðarlega í stjórnartíð Davíðs Oddssonar eða um rúm 5% af vergri þjóðarframleiðslu. Hvernig ætli standi á því að ekki er lengur hægt að reka mennta- stofnanir án þess að fara ofan í vasa nemenda? Auðvitað er þessi skólagjaldaumræða og fjárskort- ur æðstu menntastofnana mikill áfellisdómur yfir stjórn útgjalda hins opinbera í valdatíð Davíðs Oddssonar. Hvað vill Frjálslyndi flokkurinn? Við í Frjálslynda flokknum trúum á að almennari og bætt menntun, ekki síst á sviði tækni- og verkmenntunar efli hag þjóðarinnar og að samvinna ólíkra menntastofnana og greina geti verið mikil uppspretta nýsköpunar s.s. listnáms, verk- náms og tæknináms. Hönnunardeildir í listaskólum sem hafa góðan stuðning tækni og tölvuþekkingar eru gulls ígildi. Stjórnvöld ættu einnig að horfa til þess að skapa andrúmsloft hvatn- ingar til nýsköpunar og gera gagnrýnni hugsun hærra undir höfði. Ýta undir skapandi hugsun sem víðast í samfélaginu. Málið snýst ekki eingöngu um að allir lumi á nýjum hugmyndum heldur að það sé frjór jarðvegur til að taka góðum hugmyndum opnum örmum. Ef allt er meira og minna í föstum skorðum þá er hætt við að nýjar hugmyndir að nýsköpun fái ekki brautargengi. Þegar verið er að meta fjár- framlög almennt til menntamála og rannsókna þá er ekki nóg að veita fé í allar áttir heldur verður það að gerast með markvissum hætti og með hag þjóðfélagsins í fyrirrúmi og með gagnrýnum hætti. Ekki horft á heildarmyndina Yfirvöld menntamála verða að hugsa um menntakerfið eins og að koma næringu eða menntun út í líkama eða þjóðfélagið. Þó svo að vöðvarnir þurfi mesta næringu þá gengur alls ekki að svelta önnur minni en mjög mikilvæg líffæri. Því miður þá eru nýleg dæmi um að stjórnvöld hafi ekki horft á heildarmyndina. Sjálfstæðisflokkurinn lagði niður báða fiskvinnsluskóla lands- manna, en þeir gegndu gríðarlega mikilvægu hlutverki í að mennta hæfa stjórnendur í sjávarútvegs- fyrirtækjum landsmanna, í helstu útflutningsatvinnugrein okkar. Um hagkvæmni mennta- kerfisins Ef litið er á hagkvæmni fiskvinnsluskóla út frá reiknilíkönum menntakerfisins, þá eru þetta örugglega mjög óhagkvæmir nemendur, en ef skoðaðir eru heildarhagsmunir þjóðarinnar þá er mikill gróði af skólunum. Ef litið er þröngt á hagkvæm- ni menntakerfisins þá væri hagstæðast að sem flestir lærðu lögfræði og viðskiptafræði. Kostnaður á hvern nemenda er mjög lítill í laganámi saman- borið við hvern nemenda í eðlis- fræði, vélstjórn eða iðnskóla. Nú höfum við 4 skóla sem kenna lögfræði en engan fiskvinnsluskóla. Það er stun- dum eins og yfirvöld men- ntamála átti sig ekki á þjóðhagslegu verðmæti verknáms og kostnaðarsömu námi sem fáir stunda. Ég er alls ekki á móti því að fleiri en Háskóli Íslands kenni lögfræði, síður en svo. Ég tel það jákvætt að fleiri en einn skóli kenni lögfræði en ég játa að mér finnst það heldur vel í lagt að 4 skólar skuli kenna lögfræði í okkar litla landi. Skólagjöld ekki til góðs Menntakerfi sem er staðnað er engu bættara þó svo tekin verða upp skólagjöld. Það hafa fræði- menn ítrekað bent á s.s. Jón Erlendsson prófessor. Það eina sem breytist er að greiðslan fyrir námið færist í auknum mæli yfir á nemendur sem getur leitt til þess að færri leggi stund á nám eins og áður segir. ■ 15SUNNUDAGUR 28. mars 2004 „Mennta- kerfi sem er staðnað er engu bættara þó svo tekin verði upp skólagjöld“ Skólagjöld eru ekki til góðs UmræðanSIGURJÓN ÞÓRÐARSON■ alþingismaður Frjálslynda flokksins er andvígur skólagjöldum SKÓLAGJÖLD Stúdentar efndu til mótmælafundar þegar rætt var um upptöku skólagjalda í HÍ á háskólafundi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.