Fréttablaðið - 28.03.2004, Síða 16
16 28. mars 2004 SUNNUDAGUR
■ Hljóðfærið mitt
Breski rithöfundurinn VirginiaWoolf fæddist árið 1882 og er
talin með áhrifameiri rithöfund-
um skáldsagna á 20. öld. 1912
giftist hún Leonard Woolf, gagn-
rýnanda og saman stofnuðu þau
Hogarth Press árið 1917. Heimili
þeirra varð samkomustaður
fjölda listamanna, rithöfunda og
gagnrýnenda sem kölluðust
Bloomsbury-hópurinn.
Sem rithöfundur skrifaði Virg-
inia um venjulega atburði. Hún
lagði ekki áherslu á fléttur eða
persónusköpun heldur á sjálfsvit-
und söguhetjanna, hugmyndir
þeirra og tilfinningar. Þar tak-
markaði hún sig ekki við eina
söguhetju heldur ferðaðist úr
hugarfylgsnum einnar persónu til
annarrar, sérstaklega í bókinni
The Waves. Þekktasta bók Virg-
iniu er skáldsagan „To the Light-
house“ sem var skrifuð 1927.
Árin 1895 og 1915 fékk hún
taugaáfall og átti við geðræn
vandamál að stríða.
28. mars 1941 framdi hún
sjálfsmorð með því að drekkja
sér þar sem hún óttaðist enn eitt
taugaáfallið sem hún myndi
ekki jafna sig af. Flestum verka
Virginiu sem voru gefin út eftir
andlát hennar var ritstýrt af
Leonard, eiginmanni hennar.
Nokkrar kvikmyndir hafa
verið gerðar um líf skáldkon-
unnar, sú síðasta var myndin
The Hours með Nicole Kidman í
hlutverki Virginu. ■
■ Afmæli
Kristjana M. Kristjánsdóttir skólastjóri
Grandaskóla er 58 ára.
Margrét Baldursdóttir borgarstjórafrú
er 45 ára.
Harpa Arnardóttir leikkona er 40 ára.
Ásta Arnardóttir jógakennari er 40 ára.
■ Andlát
Björn Hallgrímur Gíslason, Austurbergi
36, lést 24. mars.
Bjarni Pálmarsson, Nóatúni 28, lést 24.
mars.
Eyþór Bjarnason, Skipholti 46, lést 25.
mars.
Ragnar B. Magnússon lést 25. mars.
Páll Melsted, lést 25. mars.
TÓNLIST Það var hrein unun að fylgj-
ast með viðbrögðum liðsmanna
Mammút þegar þeim, og troðfullum
Austurbæ, var tilkynnt að hljóm-
sveitin væri sigurvegari Músíktil-
rauna 2004. Liðsmenn stóðu þá uppi
á sviðinu þar sem þau höfðu
nokkrum mínútum áður tekið við
verðlaunum sem Athyglisverðasta
sveitin.
„Við vorum öll alveg stjörf,“ seg-
ir Katrína Mogensen sem hlaut ein-
nig söngvaraverðlaun tilraunanna í
ár. „Við vissum ekki að það væri
hægt að vera athyglisverðasta
sveitin og líka fá sæti. Ég var himin-
lifandi yfir hinum verðlaununum,
þetta var mjög mikið í einu. Ég fór
bara heim eftir keppnina í sjokki
með öll verðlaunin og reyndi bara
að sofna.“
Liðsmenn Mammút eru Katrína
Mogensen söngkona, Andri Bjartur
Jakobsson trommuleikari, Guðrún
H. Ísaksdóttir bassaleikari, Arnar
Pétursson og Alexandra Baldurs-
dóttir gítarleikarar. Þau eru á aldr-
inum fjórtán til fimmtán ára. Fjög-
ur eru saman í Laugarlækjarskóla
en Arnar er einn úr Vogaskóla.
Mammút var stofnuð fyrir rúm-
um þremur mánuðum síðan og seg-
ir Katrína að þau hafi samið um 5
lög frá því að kvintettinn byrjaði að
æfa saman. Strákarnir og Katrína
höfðu spilað á hljóðfæri í einhvern
tíma en þær Guðrún og Alexandra
eru alveg nýbyrjaðar.
„Sveitin varð til þegar ég var að
taka þátt í söngvakeppninni Samfés.
Ég þekkti þau öll og spurði hvort
þau vildu spila undir hjá mér. Þar
spiluðum við lagið Over eftir Portis-
head og urðum í öðru sæti. Upp frá
því byrjuðum við að æfa reglulega
saman. Þetta er að gerast svolítið
hratt, þetta er skrýtið... ég er enn að
átta mig á þessu.“
Svo virðist sem afsprengi „Rokk
í Reykjavík“-kynslóðarinnar séu að
ryðja sér rúms á tónlistarsviðinu.
Sindri Eldon, sonur Bjarkar, var
liðsmaður Dáðadrengja þegar þeir
unnu í fyrra en Katrína er dóttir
Birgis Mogensen fyrrum bassaleik-
ara Kukls. Hún hlaut því gott tón-
listaruppeldi. „Ég er alin upp við
allt frá djassi til pönks. Við höfum
öll mikinn áhuga á tónlist.“
Katrína segir að næsta verkefni
verði að komast aftur niður á jörð-
ina. „Við þurfum að fara aftur inn í
bílskúr og semja aðeins meira áður
en við tökum eitthvað upp,“ segir
Katrína að lokum og staðfestir að
tónleikatilboðin séu þegar farin að
streyma inn.
biggi@frettabladid.is
Tónlist
MAMMÚT
■ Kvintettinn Mammút kom, sá og sigr-
aði í Músíktilraunum 2004.
VINCE VAUGHN
Illmennið í mörgum bíómyndum
er 34 ára í dag.
28. mars
■ Þetta gerðist
1797 Einkaleyfi fæst fyrir fyrstu þvotta-
vélinni í Bandaríkjunum.
1814 Guillotine, maðurinn sem hann-
aði fallöxina er jarðaður í Frakk-
landi.
1802 Loftsteinninn Pallas finnst.
1854 England og Frakkland lýsa yfir
stríði gegn Rússlandi í Krím-
skagastríðinu.
1939 Spænska borgarastríðinu lýkur.
1969 Dwight D. Eisenhower, 34. forseti
Bandaríkjanna deyr.
1986 6.000 útvarpsstöðvar um allan
heim spila lagið „We are the
World“ samtímis til styrktar að-
gerða gegn hungursneyð í Afr-
íku.
VIRGINIA WOOLF
Drekkti sér fyrir 63 árum vegna ótta við að
fá annað taugaáfall sem hún myndi ekki
ná sér af.
VIRGINIA WOOLF
Lést á þessum degi, 59 ára gömul.
28. mars
1941
Ætla að komast
aftur niður á jörðina
Ég byrja vikuna á því að vera Noname stúlka ársins,“ segir Björk
Jakobsdóttir leikkona. „Þetta leggst
vel í mig vegna þeirrar stefnu sem
þær hafa tekið, að vera alltaf með
konur sem hafa skarað fram úr fyrir
fleira en fegurð. Þetta eru konur
sem mér finnst ógeðslega flottar. Á
meðan stefnan frá snyrtivörulínunni
er svona er ekkert að því að vera
andlit þeirra. Það er ekki amalegt að
fylgja Bryndísi Schram.“
Björk segist alltaf ætla sér að
slappa af, en ýmislegt er fram-
undan þar sem hún er ljúka
sýningum á Sellófon í Reykjavík og
á leið með einleikinn út á land. „Í
vikunni verð ég að skipuleggja leik-
ferð fyrir maí, þegar ég fer út á
land. Nú ætla ég að taka þá staði
sem ég hef ekki heimsótt áður. Svo
er ég að klára síðustu sýningar í
Reykjavík. Síðasta sýning verður 3.
apríl og hugsanlega verður ein
aukasýning eftir páska ef það
verður uppselt þá.“
Sýningar á Sellófon verða þó
víðar, því það er nýbúið að frum-
sýna leikritið á Ítalíu og í Belgíu.
„Ég fékk ofboðslega góð viðbrögð
eftir forsýninguna í Belgíu, þannig
að ég reikna með góðum við-
brögðum þar. Svo eru fyrirhugaðar
fjölmargar sýningar í Evrópu,
Ameríku og jafnvel í Ástralíu.“
Þetta er þó ekki það eina sem
Björk stendur í þessa dagana. „Svo
er ég náttúrlega að sýna
5stelpur.com“ ■
Vikan sem verður
BJÖRK JAKOBSDÓTTIR
■ Er að ljúka sýningum á Sellófon.
BJÖRK JAKOBSDÓTTIR
Byrjar vikuna sem No name stúlkan 2004 og endar hana á síðustu sýningu
Sellófon í Reykjavík
Í fótspor kvenna sem skara fram úr
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
R
EY
N
IS
SO
N
Sigurður Flosason
saxófónleikari
Ég á heilan haug af þeim,“ segirSigurður Flosason um hljóð-
færin sín. „Mitt aðalhljóðfæri er
alto saxófónn, en ég spila reyndar
á fjóra mismunandi saxófóna,
þrjár mismunandi flautur og tvö
mismunandi klarinett. Frá því ég
var tólf ára gamall hef ég notað
hljóðfæri frá sama framleiðanda,
sem er Yamaha. Þeir eru með
mikla rannsóknarstarfsemi og
eru alltaf að þróa þetta og bæta.
Nútíma tölvutækni hefur gert
hljóðfærasmiðum kleift að vera
miklu nákvæmari, sem skiptir
máli upp á að þetta verði ekki
falskt allt saman. Svo á ég nokkra
forngripi líka frá öðrum merkjum
sem ég hef gaman af.“ ■
DIRK BOGARDE
Þessi eðalleikari og rithöfundur fæddist á
þessum degi árið 1921. Hann lést árið
1999.
MAMMÚT
Hlutirnir hafa gerst hratt hjá rokksveitinni Mammút. Sigursveit Músíktilrauna var stofnuð fyrir þremur mánuðum. Mynd: Sigurbjörn.
Áhrifamikil skáldkona deyr