Fréttablaðið - 28.03.2004, Side 20
5,0%* – Peningabréf Landsbankans
www.landsbanki.is
Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta.
Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans.
* Nafnávöxtun 01.02.2004–29.02.2004 á ársgrundvelli.
Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er
vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari
upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir
sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk
upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is
Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa
hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans
eða í síma 560 6000.
Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
39
23
3
/2
00
4
Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
39
23
3
/2
00
4
VIÐSKIPTI Í KAUPHÖLL ÍSLANDS
* Gengi bréfa
síðustu sjö daga.
3,4%
-20,0%
-5,4%
-3,3%
3,3%
3,9%
Mesta
hækkun
(%)*
* Gengi bréfa
síðustu sjö daga.
Mesta
lækkun
(%)*
Mesta veltaLífteæknisjóðurinn hf. Pharmaco hf.
Össur hf.
Fyrirtæki Velta síðustu sjö daga
Íslandsbanki hf. 3.393 milljónir
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 2.487 milljónir
Straumur Fjárfestingabanki hf. 1.791 milljónir
mán. þri. mið. fim. fös.
á
su
nn
ud
eg
i
V
ið
sk
ip
ta
fr
ét
ti
r
25
20
15
10
5
0
-5
Kaldbakur hf.
Íslandsbanki hf.
Kaupþing Búnaðarbanki hf.
Brynjólfur Bjarnason tók viðstjórnartaumunum í Símanum
eftir umbrotatíma í fyrirtækinu.
Netbólan var sprungin með til-
heyrandi skellum fyrir mörg fjar-
skiptafyrirtæki sem farið höfðu
geyst í fjárfestingum. Forysta
fyrirtækisins var sökuð um að
skara eld að eigin köku og einka-
væðing fyrirtækisins hafði mis-
tekist. Fyrirtækið hefur glímt við
fjársvikamál starfsmanns eftir að
Brynjólfur tók við. Þrátt fyrir
áföll fer ekki hjá því að ímynd
Símans hafi styrkst að undan-
förnu og fyrirtækið sé í dag þjón-
ustu- og markaðsdrifnara en
nokkru sinni fyrr. Það er í það
minnsta tilfinning margra.
„Þegar ég kom að fyrirtækinu
varð ég þess mjög áskynja að það
þurfti að vinna að hluta til aftur
upp samstöðu hjá starfsfólkinu.
Það þurfti að skerpa línur bæði
fjárhagslega og í því sem ég hef
viljað kalla fyrirtækjamenningu
sem er öllum fyrirtækjum mjög
mikilvæg.“ Verkefnið var að
byggja upp samstöðu, þannig að
fólk hefði gaman af vinnunni og
sýn á framtíðina. „Við fórum í
skipulagsbreytingu í janúar í
fyrra. Við gerðum það með þeim
hætti að við skiptum fyrirtækinu
upp í afkomusvið og stoðsvið til
aðstoðar og þjónustu við afkomu-
sviðin. Með þessu vildum við
koma því þannig fyrir að völd og
ábyrgð færu sem best saman.“
Brynjólfur segir að í kjölfar
skipulagsbreytinga hafi verið
settar á stað vinnustofur starfs-
manna sem allir starfsmenn tóku
þátt í og fóru í gegnum feril.
„Bæði til þess að starfsmenn
gætu tjáð eigin álit og langanir, og
að kanna hverjar þarfir viðskipta-
vinarins eru til að móta eina
stefnu í þeim málum.“
Frá stofnun til þjónustu
Síminn er gamalt einokunar-
fyrirtæki og margir hafa haft þá
tilfinningu að viðskiptavinurinn
hafi ekki verið efst á blaði í fyrir-
tækjahugsuninni. „Það er erfitt
fyrir mig að dæma um það,“ segir
Brynjólfur. „Ég man auðvitað eft-
ir því sem viðskiptavinur að þurfa
að mæta á staðinn og skrifa undir
skjal vegna flutnings á síma. Nú
er hringt í þjónustuver og beðið
um flutning. Þetta er auðvitað
breyting á tímum. Ég grínast
stundum með það innanhúss að
maður greini glampa í augum
sumra okkar ágætu starfsmanna
þegar maður minnist á einokun-
ina,“ bætir hann við og brosir í
kampinn. Fyrirtækið er ekki leng-
ur ríkisfyrirtæki og mætir nú
vaxandi samkeppni á ýmsum
sviðum starfsemi sinnar. „Fyrir
mér er þetta óhemju skemmtilegt
ferli að taka þátt í.“ Brynjólfur er
ekki ókunnugur breytingu fyrir-
tækis úr opinberu fyrirtæki í öfl-
ugt almenningshlutafélag. Hann
var forstjóri Bæjarútgerðar
Reykjavíkur, sem var einkavædd
og síðan sameinuð Ísbirninum. Úr
varð útgerðarfélagið Grandi. Því
stýrði Brynjólfur farsællega í
átján ár.
Umræða um stjórnmál og við-
skipti var með töluvert öðrum for-
merkjum þegar Bæjarútgerðin
var seld. Málið var umdeilt. „Í
borgarstjórnarkosningunum 1986
minnir mig að tvö mál hafi borið
hæst. Kaup borgarinnar á Nesja-
vallalandinu var annað og hitt var
stofnun Granda.“ Sameiningunni
fylgdu miklar skipulagsbreyting-
ar og uppsagnir. „Við vorum í því
þá að reyna að útvega fólki vinnu.
Við settum upp ráðningarstjórn
sem ég sat í. Þá skipti miklu að
starfsmannafélagið kom öflugt að
því. Við unnum ágætt starf og frá
áramótum og fram í apríl tókst
okkur að útvega öllum sem leit-
uðu til okkar vinnu.“ Hann segir
rétt að geta þess að atvinnuástand
hafi verið nokkuð gott á þeim
tíma. „Þetta verkefni var það sem
ég vil kalla straumlínulögun á
fyrirtæki. Þarna voru sex hundr-
uð manns í vinnu. Tæknivæðingin
var að koma í greinina af fullum
þunga og á síðustu árum vann
Grandi umtalsvert meira magn en
unnið var í fyrirtækjunum sem
mynduðu Granda, með að jafnaði
rétt innan við þrjú hundruð
manns í vinnu.“
Bylting viðskiptalífsins
Samhliða urðu miklar breyt-
ingar á öllu viðskiptaumhverfinu.
Hlutabréfamarkaður varð til og
höft viðskiptalífsins brustu eitt af
öðru „Maður er fljótur að gleyma
hvernig þetta var. Ég er hættur að
tala um sjóðakerfið sem var í
sjávarútvegi. Það þýðir ekkert
fyrir mig að nefna það lengur. Það
man enginn eftir því. Það eina
sem ég get minnt fólk á er að ég
man hvernig þetta allt var áður en
kreditkortin komu. Átthagafjötr-
arnir sem teknir voru af með til-
komu kreditkortanna voru ótrú-
6
3
0
-3
-6
-9
-12
-15
mán. þri. mið. fim. fös.
Fjársvikamálið dýr skóli
Síminn hefur á undanförnum árum verið að breytast úr einokunarstofnun í þjónustu- og markaðs-
drifið fyrirtæki. Fyrirtækið hefur mátt þola neikvæða umræðu og áföll. Brynjólfur Bjarnason,
forstjóri Símans, er ásamt samstarfsfólki sínu í miðju kafi við að gera risann lipran og léttleikandi.
FR
RÉ
TT
AB
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Ég finn að
mannauðurinn og
fjöldi starfsmanna þýðir að
maður þarf að gefa þeim
þætti mikla athygli. Í sjávar-
útvegi er mikil fjárfestingar-
þörf í skipum og tækjum.
Ég lít svo á að það skipti
jafn miklu máli hvort mað-
ur er að fjárfesta í símstöð
eða í fólki.
,,
SÍMINN TIL SÖLU
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segir sölu fyrirtækisins mál eigendanna. Misheppnist salan væri það áfall fyrir starfsfólk Símans, sem hefur mátt þola ýmsar hremmingar. „Þess
vegna hef ég orðað þetta þannig; Gangi ykkur vel með söluna, en leyfið okkur að reka gott fyrirtæki í friði,“ segir Brynjólfur.