Fréttablaðið - 28.03.2004, Page 22

Fréttablaðið - 28.03.2004, Page 22
VIÐSKIPTI Ekki er ýkja langt síðan stjórnarseta í stórfyrirtæki var fyrst og fremst ávísun á huggu- leg kaffisamsæti með reglulegu millibili og gott útsýni – ofan af sviði – á aðalfundum. Þetta hef- ur breyst verulega á undanförn- um árum. Nú eiga stjórnarmenn að vera öryggisventill hluthafa og hafa veruleg áhrif á stefnu- mörkun fyrirtækja. Fyrir tveimur vikum kynntu Kauphöll Íslands, Verslunarráð og Samtök atvinnulífsins reglur um stjórnarhætti í fyrirtækjum. Reglurnar eru settar að erlendri fyrirmynd og hafa það markmið að auka gagnsæi í rekstri skráðra hlutafélaga og auka vægi óháðra aðila í stjórnum. Reglurnar eru til vitnis um auknar kröfur sem gerðar eru til stjórna í fyrirtækjum. Stjórnarmenn séu óháðir Umræða um stjórnarhætti í fyrirtækjum hefur farið mjög hátt bæði hér á Íslandi og ann- ars staðar á síðustu misserum, sérstaklega í ljósi alvarlegra bresta sem komið hafa í ljós vegna hneykslismála í stórfyrir- tækjum á borð við Enron í Bandaríkjunum og Parmalat á Ítalíu. Í þeim tilfellum höfðu stjórnendur og stjórnarmenn misnotað traust markaðarins og gefið villandi og rangar upplýs- ingar um raunverulega stöðu fyrirtækjanna í ágóðaskyni fyr- ir sjálfa sig. Með því að auka vægi aðila í stjórnum fyrirtækja sem ekki eru háðir stjórnendum eða stórum hluthöfum er reynt að bregðast við þeim markaðs- brestum sem komið hafa í ljós. Með því að fjölga stjórnar- mönnum sem ekki eru háðir stjórnendum eru bundnar vonir við að stjórnirnar ræki hlutverk sitt sem gagnrýninn eftirlitsað- ili með stjórnendum af kost- gæfni. Víða um heim hafa aðilar á markaði komið sér saman um áþekkar reglur og eru þær í langflestum tilvikum miklum mun strangari og nákvæmari en mælt er fyrir um í lögum. Í regl- unum sem kynnar hafa verið hér á landi er gert ráð fyrir að meirihluti stjórnarmanna sé óháður félaginu. Megináhersla hefur verið lögð á aukið vægi stjórna fyrir- tækja í daglegum rekstri. Nú er stjórnum ætlað að hafa puttann á púlsi allrar starfseminnar og sjá til þess að gripið sé tímanlega til viðeigandi aðgerða ef í óefni stefnir með rekstur félagsins. Vilja setja eigin reglur Það er ekki langsótt að álykta sem svo að umræða stjórnmála- manna, með forsætisráðherra í fararbroddi, um starfshætti í viðskiptaheiminum hafi hrundið af stað þeim viðbrögðum fyrir- tækja að mælast saman um setn- ingu þeirra reglna sem nú hafa verið kynntar. Í inngangi að reglunum segir að æskilegt sé að fyrirtæki hafi sjálf frumkvæði að slíkum reglum og má telja víst að markaðsaðilum sé mikið í mun að sýna fram á að markað- urinn ráði sjálfur fram úr úr- lausnarefnum athafnalífsins og ekki verði sett íþyngjandi lög sem heft geti framþróun þess. Þeir aðilar sem koma að regl- unum hafa þó einnig bent á mik- ilvægi slíkra reglna til þess að auka þátttöku erlendra aðila á íslenskum markaði en margir stofnanafjárfestar setja það sem skilyrði fyrir fjárfestingum sínum að félög fylgi reglum um góða stjórnunarhætti. Skýrari starfsreglur Í reglunum sem settar eru ís- lenskum fyrirtækjum er fjallað um hlutverk stjórna og undir- nefnda stjórna. Samkvæmt regl- unum þurfa stjórnir fyrirtækja að samþykkja og kynna skrif- legar starfsreglur þar sem fjall- að er um hlutverk og starfsferli innan stjórnarinnar. Í reglum um starf stjórnar þarf meðal annars að tilgreina verkaskipt- ingu, reglur um boðun funda, fundargögn, fundargerðir, ákvörðunarvald og þagnar- og trúnaðarskyldu. Þar er einnig kveðið á um að stjórnarmenn þurfi að hafa ákveðna grund- vallarþekkingu á ýmsu því sem varðar starfsemi fyrirtækisins og því lagaumhverfi sem það starfar í. Undirnefndir stjórna Reglurnar kveða einnig á um starfsemi og skipan undirnefnda stjórnar. Þeirra mikilvægust er endurskoðunarnefnd sem hefur eftirlit með fjárhag fyrirtækisins og reikningsskilum þess. Sú nefnd á samvæmt reglunum að hafa beinan að- gang að endurskoðendum félags og leggja mat á innra eftirlit og áhættustýringu félagsins. Önnur mikilvæg undirnefnd er starfskjaranefnd sem semur um laun og starfskjör fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins og einnig þeirra starfsmanna sem eiga sæti í stjórn. Reglurnar kveða á um að þrír sitji í starfs- kjaranefnd og að meirihluti hennar sé óháður félaginu. Séu kaupréttarsamningar hluti af starfskjörum æðstu stjórnenda og stjórnarmanna í fyrirtæki skulu þeir lagðir fyrir hluthafa- fund til samþykktar eða synjun- ar. Alþjóðleg þróun Reglur Verslunarráðs, Kaup- hallarinnar og Samtaka atvinnu- lífsins sýna hve kröfur til stjórnarmanna í fyrirtækjum hafa stóraukist. Áður voru stjórnarmenn stórfyrirtækja ekki endilega valdir með það að augnamiði að þeir hefðu sérstök áhrif á stjórnun fyrirtækisins heldur var um innihaldslitlar vegtyllur að ræða. Á síðustu árum hefur þetta tekið verulegum breytingum og víðast hvar eru nú gerðar veru- legar kröfur til stjórnarmanna um vinnuframlag. Í grein í The Economist 18. mars var fjallað um þessa þróun undir fyrirsögn- inni: „Hvað varð um allt fjörið?“ Þar er rakið hvernig kröfur til stjórna fyrirtækja hafa gjör- breyst á undanförnum árum vegna hneykslismála þar sem stjórnir fyrirtækja hafa flotið sofandi að feigðarósi og sýnt af sér vítavert aðgerðaleysi gagn- vart óeðlilegum aðgerðum fyrir- tækja. Þar er einnig bent á að samsetning stjórna hafi breyst mjög; áður hafi virðulegir menn með góð tengsl þótt eftirsóknar- verðir til stjórnarsetu en nú sé gert ráð fyrir að þeir leggi fram vinnu og þekkingu sem gagnist rekstrinum beint. Aukin vinna stjórnarmanna Samkvæmt könnun sem vitn- að er til í The Economist hefur vinnustundum stjórnarmanna í bandarískum stórfyrirtækjum fjölgað úr þrettán í nítján á mánuði að meðaltali frá 2001. Breskir 28. mars 2004 SUNNUDAGUR ■ Viðskipti Sú var tíðin að setja í stjórn stórfyrirtækis var lítið meira en ávísun á regluleg kökuboð. Nú gera bæði hluthafar og fyrirtækin sjálf meiri kröfur. Nýjar reglur aðila viðskiptalífsins hnykkja á ábyrgð og valdi fyrirtækjastjórna. Aukið vægi fyrirtækjastjórna

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.