Fréttablaðið - 28.03.2004, Síða 27
tíminn lækni öll sár. Þótt lífið haldi
áfram bera menn sárin alltaf með
sér. Það var því á engan hátt einfalt
fyrir Dorrit að takast á við þetta í
einu: mig sem var nýlega orðinn
ekkjumaður og ennþá í sárum, at-
hyglina sem fylgdi forsetaembætt-
inu og koma auk þess inn í nýtt land
með nýtt tungumál og mæta alls
staðar gagnrýnum augum og í
fyrstu tortryggni, kannski fjand-
skap, og spurn. Dorrit er sterk en
líka mikið náttúrubarn og hún hef-
ur sjarma, þannig að smátt og
smátt tókst henni að takast á við
þetta allt saman. Og eins og hún
hefur sagt sjálf þá varð hún ekki
bara ástfangin af mér heldur líka af
Íslandi, náttúrunni og mannlífinu.“
Einn með ábyrgð
Er forsetaembættið ekki stund-
um einmanalegt?
„Á vissan hátt getur það verið
það. Embættinu fylgir ekki það
návígi sem er á vettvangi þjóð-
málanna. Þegar deilt er á mann
sem er í stjórnmálum er það oft-
ast gert á vettvangi þar sem
hann getur svarað fyrir sig. For-
setinn hefur ekki formlega ráð-
gjafa í kringum sig eða samráðs-
hóp eins og menn hafa í ríkis-
stjórn eða í stjórnmálaflokkum.
Forsetinn er alltaf einn í ákvörð-
unum sínum og þeirri ábyrgð
sem hann ber. Hann er kosinn
einn og verður að rísa undir
þessari ábyrgð einn. Það gerir
forsetaembættið í senn flókið en
líka spennandi og ögrandi, að
ábyrgðin er alfarið á herðum
forsetans. Og það er aðeins einn
dómari yfir verkum forsetans.
Það er þjóðin.
Forsetinn þarf líka að gæta
sín á því á hvaða hátt hann ræð-
ir við aðra, svo það valdi ekki
misskilningi. Ég tek einnig eft-
ir því að ef menn eiga ekki
ákveðin erindi vilja þeir ekki
trufla forsetann. Þannig að ég
held að það sé nauðsynlegt að
sá sem gegni embættinu geti
unað sér vel með fjölskyldu
sinni og nánustu ættingjum,
hafi gaman af að lesa og njóta
lista. Sem betur fer hef ég
alltaf verið þannig gerður að ég
les mikið og reyni að fylgjast
vel með, bæði hér heima og er-
lendis. Þess vegna verða stund-
irnar ekki einmanalegar þó að
það séu kannski ekki alltaf
margir á vettvangi.“
Ólafur Ragnar segist lesa
þorrann af þeim skáldverkum og
fræðiritum sem koma út hér á
landi og sömuleiðis les hann
mikið af erlendum bókum. „Þetta
er nauðsynlegt til að geta fylgst
með andlegum straumum sam-
tímans. Við lifum á miklum
breytingartímum og erum í æ
ríkari mæli þátttakendur í alþjóð-
legu samfélagi. Það er orðið
miklu brýnna að fylgjast með því
sem er að gerast í veröldinni í
kringum okkur en áður. Í vaxandi
mæli er það verkefni forsetans
að túlka Ísland og Íslendinga
gagnvart umheiminum, ekki bara
fyrir ráðamönnum og forystu-
mönnum erlendra ríkja, heldur
gagnvart fólki í menningarlífi,
vísindum og viðskiptum. Veru-
legur hluti af mínum tíma fer í að
ræða við erlent fólk um Ísland og
Íslendinga og framtíð og hags-
muni þjóðarinnar. Til að hægt sé
að gera þetta vel þarf maður að
vera vel upplýstur og þekkja and-
lega strauma, bæði hér heima og
erlendis, og ef á að ná árangri í
slíkum samræðum verður maður
að gera það út frá menningar-
forsendum, hefð og hugsun hinna
erlendu viðmælenda. Annars
verða þetta bara hróp úr ólíkum
áttum. Það fer mikill tími í að
undirbúa sig undir slíkar sam-
ræður því það þýðir ekkert að
mæta í þær og segja ekkert af
viti. Árangur slíkra funda fer
mikið eftir því hvort forsetanum
tekst að flytja málstað Íslands á
þann hátt að það veki forvitni og
skapi jákvæð viðbrögð.“
Einstæð reynsla
Þegar Ólafur Ragnar hélt
blaðamannafund á dögunum og
boðaði framboð sitt sagðist hann
ætla að taka virkari þátt í þjóð-
félagsumræðunni. Hann segir að
þar hafi hann aðallega haft
tvennt í huga:
„Við lifum á tímum þar sem
grundvallarspurningar um
framtíð þjóða, áherslur þeirra
og erindi eru orðnar meira knýj-
andi en áður var. Ýmis viðfangs-
efni og vandamál eru ekki hluti
af dægurmálum eða hinni
flokkspólitísku baráttu heldur
snerta grundvallarþætti í þjóð-
félagi og þjóðskipulagi. Ég tel
eðlilegt að forsetinn komi að
þessari breiðu og víðtæku sam-
ræðu, einkum og sér í lagi vegna
þess að hann getur af reynslu
sinni miðlað ýmsu gagnlegu í
þeirri umræðu. Forsetaembætt-
ið skapar einstæða reynslu. For-
setinn ræðir við fleiri áhrifa-
aðila í alþjóðamálum, vísindum,
menningu og listum en flestir
aðrir, einfaldlega vegna þess að
embættið er þess eðlis. Ég teldi
satt að segja út í hött að hann
sæti svo bara hér á Bessastöðum
og lokaði alla þessa þekkingu og
reynslu inni. Ég er sannfærður
um það eftir viðræður mínar við
fjölda fólks að þorri þjóðarinnar
vill að forsetinn deili þessari
reynslu sinni með henni.
Það er hins vegar afdráttar-
laus afstaða mín að forsetinn á
ekki að taka þátt í pólitískri bar-
áttu á vettvangi Alþingis, stjórn-
málaflokka eða sveitarstjórna.
Það hef ég alltaf sagt og það hef-
ur verið skýrt í mínum huga. Ég
hef orðið var við að menn hafa
skilið orð mín á blaðamanna-
fundi svo að ég ætli mér að taka
þátt í beinni stjórnmálaumræðu.
Það er hinn mesti misskilningur.
Ég er ekki svo heillum horfinn
að ég telji að það sé eðlilegt eða
skynsamlegt.
Annað atriði sem ég vil nefna
er að það hefur verið mér vax-
andi umhugsunarefni að þegar
fjallað er um forsetaembættið er
of algengt það sé gert af van-
þekkingu. Það er áleitin spurn-
ing hvort forsetinn á að láta
slíka vitleysu yfir sig ganga eða
hvort hann á að stíga fram og
koma á framfæri hinni réttu
mynd. Eins og ég sagði áðan ber
forsetinn ábyrgð sína einn og
verður að axla hana einn. Um
leið verður hann að vera reiðu-
búinn að verja sig sjálfur, og þá
ekki aðeins setu sína í forseta-
embætti heldur einnig forseta-
embættið. Ég tel mig bera
ábyrgð á forsetaembættinu og
framtíð þess og mér ber að skila
því í hendur þess sem tekur við
af mér sæmilega heillegu.“
Heilagur kosningaréttur
Það þarf 1500 meðmælendur
til að bjóða sig fram til forseta og
ekki mikill vandi að safna slík-
um fjölda. Tveir menn hafa lýst
yfir áhuga á mótframboði gegn
þér. Annar þeirra segist vera
guðs gjöf til þjóðarinnar og hinn
hefur skrifað Colin Powell bréf
og beðið hann um að skamma
Morgunblaðið. Af hverju ættu
menn að mæta á kjörstað í for-
setakosningum sem minna á
skrípaleik?
„Ef einstaklingur nær að upp-
fylla þau skilyrði sem sett eru til
að vera löggiltur frambjóðandi í
kosningum geta kosningarnar
aldrei verið skrípaleikur. Menn
geta haft alls konar skoðanir á
frambjóðendum. Ekki eru allir
ánægðir með mig. Ég tel að þátt-
taka í kosningum sé mikilvæg-
asti rétturinn í lýðræðislegu
samfélagi og það hefur jafnan
verið stolt okkar Íslendinga
hversu stór hluti þjóðarinnar
nýtir hann. Við teljum kosninga-
réttinn nánast heilagan, hvað
sem líður skoðunum okkar á ein-
stökum frambjóðendum.“
Áttu von á sterkum mótfram-
bjóðanda?
„Ég hef ekki leitt hugann að
því. Ég einbeiti kröftum mínum
að starfi mínu. Ef menn vilja
reyna að bjóða sig fram þá gera
þeir það og það er þeirra ákvörð-
un. Ég lyfti ekki litla fingri til að
hafa áhrif á þá atburðarás.“
kolla@frettabladid.is
SUNNUDAGUR 28. mars 2004
UM MÓTFRAMBOÐ
„Ef menn vilja reyna að bjóða sig fram þá gera þeir það og það er þeirra ákvörðun,“ segir Ólafur Ragnar.
„Ég lyfti ekki litla fingri til að hafa áhrif á þá atburðarás.“
...við Guðrún Katrín
vorum svo samhent,
og svo miklir vinir og félagar,
að það var mjög flókið að
þurfa að takast einn á við
tilveruna. Örlögin höguðu
því síðan þannig að ég hitti
Dorrit. Það var mikil gæfa en
á engan hátt sjálfgefið
hvernig til tækist.
,,