Fréttablaðið - 28.03.2004, Side 29
29SUNNUDAGUR 28. mars 2004
hafa búist við að færri tryðu á
upprisunina en fram kemur í
könnuninni. „Fyrst og fremst
sýnir þetta að 25 prósent þjóð-
arinnar eru í röngu trúfélagi. 95
prósent eru í kristnum trúfélög-
um og ef þú trúir ekki á uppris-
una ertu ekki kristinn að mínu
mati,“ segir hann.
Það voru engin vitni
Upprisan, eða öllu heldur
upprisuboðskapurinn, er einn
meginþátturinn í trúargrund-
velli allra kirkjudeilda, en
engu að síður hefur alla tíð ríkt
spenna um túlkun, að sögn
Gunnars Kristjánssonar. „Það
er ekki meginatriði í þessu efni
að upprisan á páskadagsmorg-
un hafi verið sögulegur atburð-
ur vegna þess að upprisufrá-
sagnirnar ganga út á það að
Jesús hafi verið nálægur læri-
sveinum sínum og þeir hafi
fyllst nýjum þrótti – en svo
hafi hann skyndilega horfið frá
þeim. Menn túlka upprisuna
því yfirleitt í þessu ljósi: Með
krossdauðanum var málstaður
Jesú ekki búinn að vera heldur
kom kraftur hans nú fyrst í
ljós. Menn hallast því frekar að
því að upprisan og upprisuboð-
skapurinn sé túlkun á lífi,
starfi og boðskap Jesú í heild.
Hún segi okkur að málstaður
Jesú hafi reynst öllu öðru
sterkari, við þurfum ekki,
frekar en lærisveinarnir, að
leggja árar í bát.“
Gunnar segir upprisuboð-
skapinn vera til staðar í boð-
skap prestanna almennt beint
og óbeint en áreiðanlega skýr-
ast í útfararræðum. „Þar er
upprisutrúin mjög sterkt þema.
Þar er þörf á huggun og sterkri
von andspænis dauðanum, að
með honum sé ekki öllu lokið.“
Margt er vitað um líf og
störf Jesú og margir til frá-
sagnar. En um upprisunina
gegnir hins vegar öðru máli.
„Upprisan var í raun og veru
eini atburðurinn í allri þessari
sögu þar sem engin vitni voru.
Upprisan hafði átt sér stað þeg-
ar konurnar komu að gröfinni.
Allar frásagnirnar snúast um
að Jesús hafi birst fólki óvænt,“
segir Gunnar Kristjánsson.
Margt hægt með 3 milljarða
Óli Gneisti kann skýringu
á þessari ríku trú lands-
manna á upprisuna: „Ef þú
hefur þrjá milljarða króna
á ári og þúsund ára hefð
geturðu sannfært fólk um
hvað sem er.“ Hann segir
að ef hann hefði úr þess-
ari fjárhæð að spila
væri hann búinn að
sannfæra 70 prósent
um hið gagnstæða.
Óli segist, þrátt
fyrir ágæti þessarar
könnunar, vera mun
spenntari fyrir ann-
ars konar könnun.
„Ég myndi vilja
sjá hversu marg-
ir trúa á Satan og
helvíti, ég held
reyndar að
þeim fari
fækkandi.“
Hann er
a n n a r s
þ e i r r a r
s k o ð u n a r
að Jesú
h a f i
a l d r e i
s t i g i ð
fæti á
j ö r ð -
ina, sé
m e ð
öðrum
o r ð u m
skáldskapur
einn. „Það eru
engar sannanir fyrir-
liggjandi um að Jesú hafi
verið til og upprisuþemað er
miklu eldra í trúarbrögðum en
Kristur. Píslarsaga guðsins Bel
er mjög svipuð píslarsögu Jesú,
alveg eins og fæðingarsaga
Jesú er mjög svipuð fæðingar-
sögu guðsins Míþra. Jesú er
eins og t.d. Þór og Óðinn, sam-
settur úr mörgum guðum. Upp-
risusagan er hins vegar klass-
ísk trúarsaga, til í mörgum
myndum,“ segir Óli Gneisti
Sóleyjarson.
Konur trúaðri
Sé litið til könnunarinn-
ar sést að konur trúa frek-
ar á upprisuna en karlar og
fólk á landsbyggðinni er
trúaðra á hana en íbúar suð-
vesturhorns landsins. 70,8
prósent kvenna á landinu
öllu trúa á upprisuna en 64
prósent karla. 71,3 prósent
íbúa landsbyggðarinnar trúa
en 64,9 prósent fólks á suð-
vesturhorninu. Og sé munur-
inn á trúnni á upprisuna eftir
búsetu gaumgæfður kemur í
ljós að ríkust er hún í Norð-
austurkjördæmi, svo í Suður-
kjördæmi, þá í Norðvestur-
kjördæmi og loks á suðvestur-
horninu. Og sé enn rýnt í niður-
stöðurnar má sjá að næstum 8
af hverjum 10 konum í Norð-
austur- og Suðurkjördæmum
trúa á upprisu Jesú Krists en 6
af hverjum 10 karlmönnum á
suðvesturhorninu.
13 prósent tóku ekki afstöðu
til spurningarinnar eða svöruðu
ekki en könnunin var gerð
þriðjudaginn 23. mars. Hringt
var í 800 manns á landinu öllu.
bjorn@frettabladid.is
KRISTUR Á KROSSINUM
Eins og hann birtist í mynd Mels Gibson,
Þjáning Krists.
Upprisusagan er
hinsvegar klassísk
trúarsaga, til í mörgum
myndum.
,,Upprisan
í Biblíunni
HANN ER UPPRISINN
En í afturelding fyrstadag vikunnar komu
þær til grafarinnar með
ilmsmyrslin, sem þær
höfðu búið. Þær sáu þá,
að steininum hafði verið
velt frá gröfinni og þeg-
ar þær stigu inn, fundu
þær ekki líkama Drottins
Jesú. Þær skildu ekkert í
þessu en þá brá svo við
að hjá þeim stóðu tveir
menn í leiftrandi klæð-
um. Þær urðu mjög
hræddar og hneigðu and-
lit til jarðar. En þeir
sögðu við þær: „Hví leit-
ið þér hins lifanda meðal
dauðra? Hann er ekki
hér, hann er upp risinn.
Minnist þess, hvernig
hann talaði við yður,
meðan hann var enn í
Galíleu. Hann sagði, að
Mannssonurinn skyldi
framseldur verða í hend-
ur syndugra manna og
krossfestur, en rísa upp á
þriðja degi.“
Og þær minntust orða
hans, sneru frá gröfinni
og kunngjörðu allt þetta
þeim ellefu og öllum hin-
um. Þessar konur voru
þær María Magdalena,
Jóhanna og María móðir
Jakobs og hinar, sem
voru með þeim. Þær
sögðu postulunum frá
þessu. En þeir töldu orð
þeirra markleysu eina og
trúðu þeim ekki. Pétur
stóð þó upp og hljóp til
grafarinnar skyggndist
inn og sá þar líkklæðin
ein. Fór hann heim síðan
og undraðist það, sem við
hafði borði.
Lúkas 24
GRÖFIN TÓM
Fyrsta dag vikunnarkemur María Magda-
lena til grafarinnar, svo
snemma að enn var
myrkur, og sér steininn
tekinn frá gröfinni. Hún
hleypur því og kemur til
Símonar Péturs og hins
lærisveinsins, sem Jesús
elskaði, og segir við þá:
„Þeir hafa tekið Drottin
úr gröfinni, og vér vitum
ekki hvar þeir hafa lagt
hann.“
Pétur fór þá út og hinn
lærisveinninn, og er þeir
komu til grafarinnar.
Þeir hlupu báðir saman.
En hinn lærisveinninn
hljóp hraðar, fram úr
Pétri og kom á undan að
gröfinni. Hann laut inn
og sá línblæjunar liggj-
andi en fór samt ekki inn.
Nú kom líka Símon Pétur
á eftir honum og fór inn í
gröfina. Hann sá lín-
blæjurnar liggja þar og
sveitadúkinn, sem verið
hafði um höfuð hans.
Hann lá ekki með lín-
blæjunum, heldur sér
samanvafinn á öðrum
stað. Þá gekk einnig inn
hinn lærisveinninn, sem
komið hafði fyrr til
grafarinnar. Hann sá og
trúði. Þeir höfðu ekki
enn skilið Ritninguna, að
hann æti að rísa upp frá
dauðum. Síðan fóru læri-
sveinarnir aftur heim til
sín.
Jóhannes 20
BIBLÍAN
Fjallað er um uppris-
una í guðspjöllum
Lúkasar og Jó-
hannesar.