Fréttablaðið - 28.03.2004, Page 34

Fréttablaðið - 28.03.2004, Page 34
34 28. mars 2004 SUNNUDAGUR Maðurinn er... Maðurinn sem við spurðumum á bls. 28 er Hermann Gunnarsson, eða Hemmi Gunn eins og hann er jafnan kallaður. Hemmi hefur komið víða við um ævina og var á sínum tíma besti knattspyrnumaður landsins. Til marks um það hélt hann í at- vinnumennsku út í heim, sem ekki var algengt í þá daga. Síðar varð hann íþróttafrétta- maður á Útvarpinu og vakti mikla athygli fyrir hressilegar lýsingar og líflega framkomu. Þaðan lá svo leiðin í Sjónvarpið og enn hugsar þjóðin með hlýhug til þess tíma er hún sam- einaðist í sóf- um sínum og horfði á Hemma á skjánum. Hemmi var síðast í sjón- varpinu um síðustu helgi þegar hann lýsti æsispennandi skákmóti frá skemmtistaðnum NASA í beinni útsendingu. Meðal þátttakenda var Gary Kasparov en þeim mun vera ágætlega til vina. ■ Hermann Gunnarsson Rómantísk landslagstúlkun Myndverk vikunnar Myndverk vikunnar er Heklaeftir Ásgrím Jónsson frá árinu 1909. Listasafn Íslands keypti verk- ið árið 1922 á tvö þúsund krónur. Ásgrímur Jónsson er einn af frumherjum íslenskrar nútíma- myndlistar og fyrsti íslenski lista- maðurinn sem gerði myndlist að aðalstarfi sínu. Með landslagstúlk- un sinni lagði hann grunn að hefð í íslenskri landslagslist. Ásgrímur stundaði nám við Konunglegu Lista- akademíuna í Kaupmannahöfn um aldamótin 1900. Þar kynntist hann rómantískri landslagstúlkun sem setti sterkan svip á elstu verk hans, eins og glöggt má sjá í málverki vik- unnar, Heklu, frá árinu 1909. Í þessu stóra verki liggur áhersl- an í túlkun Ásgríms á áhrif birtunn- ar á landið og á víðáttumikla fjarsýn inn til landsins. Myndina byggði hann að klassískum hætti inn í myndrýmið, með forgrunn, mið- hluta og bakgrunn og lagði sjón- deildarhringinn við miðju mynd- flatarins þannig að bjartur himin- flöturinn jók á tign fjallsins á miðri myndinni. Þar rís það, sólbakað, og gnæfir yfir víðáttumikið landið sem fallið hefur í skugga um stundar- sakir. Mesta glíman hefur verið við hvítan tind fjallsins þar sem ótal litatónum er stillt saman. Liturinn er þar borinn þykkt á, andstætt þunnum litalögum í forgrunni sem minna á vatnslitamálun. Í þessu verki hefur Ásgrímur ekki einung- is túlkað áhrif síbreytilegrar birtu á landið á þann hátt sem markaði nýtt skeið í listferli hans, heldur einnig tjáð rómantíska sýn sína á landið þar sem tignarleg náttúran er táknmynd þess sem er mannin- um æðra. ■ 1 2 3 4 Verðlaunakrossgátan Ferðatæki með geislaspilara, útvarpi með stöðvaminnum, fjarstýringu og fleiru. Vinningshafi í verðlaunakrossgátunnií síðustu viku var Eggert Þorvarðarson, og hlaut hann að launum glæsilegan DVD-spilara frá Heimilis- tækjum. Fréttablaðið óskar Eggerti til hamingju. Lausnarorðið var Ómar. ■ Fyrirkomulagið Skrifaðu lausnarorðið á krossgátunni í SMS- skilaboðin „GAMAN KROSS LAUSNARORГ og sendu í þjónustunúmerið 1900. Dæmi: ef lausnarorðið er Hallgrímur sendir þú skeytið GAMAN KROSS HALLGRIMUR í þjónustunúmerið 1900. Dregið verður úr réttum lausnum fimmtudag- inn 1. apríl. Frestur til að senda lausnir rennur út á hádegi þann dag. Hvert skeyti kostar 99 krónur. Þín skoðun Til þess að geta gert krossgátuna ennþá betri óskum við eftir hugmyndum, tillögum og athugasemdum frá lesendum blaðsins. Netfangið er: kross@frettabladid.is NIRFILL GAMLA TESTA- MENTI FÉLAGS- SKAPUR TIL TÆPI Í RÖÐ RASKA FISKUR EGGJA- TAKA FÓÐUR- HIRSLAN FYRSTUR SLÁR GLEÐI LÍKAMS- HLUTI SÖGU- FRÆGT NES HEIL- BRIGÐI 2 EINS UNDAN M ÞREYTA GENGUR BRAKA LÚSAR- EGG TIL SPIL SVEIAÐI SEMUR SKEL SK. ST. HÆ- VERSK SPIL SÖGN ATAR KEYRI TÍSKU-NAFN UTAN FRÁ FUGL KONA MEÐ EPLI BORG ÍLÁT INNAN FRÁ 2 EINS HERMIR EFTIR GAMALT NAFN MÆLA Í RÖÐ FEN FRJÓV-GAR SKÓGAR- GUÐ ANSA BAR- DAGI KROT LÍTIL HREYFIST DUGLEG MIKIL HLÁKA PÍLA LISTA- MAÐUR .... Í UNDRA- LANDI BEISK HERMA EFTIR BLAUTT MÁLM MÚS URG EINS UM L BIÐJA UM FERSK KVÆÐIS GJÓLAN BÍL- TEGUND FLETJA ? TÓNN SK. ST. TVÍ- HLJÓÐI ÆSTI EI SETRIÐ HRÓ TIL REKJA ÁTT LÍTA SJ OG BRAGI 7 .. Í KNATT- SPYRNU LÝSIS- DREGGJAR SAM- GÖNGU- BÓT ÓDUG- LEGUR STOFNUN VERKFÆRI 1 ILMI AND- STREYMI HRAÐI UNDAN G KVEÐJIR UNDAN S 2 SKEMMA FU GL TR AU ST HRÆÐAST JARÐV. TÆKI 2 EINS RINGLUÐ SKRAFAÐ KLAKI LYFTAST UNDAN S GUFU 3 URT SÉR- HLJÓÐAR 4 SKYLDA MÁLMUR FYRIR STUTTU TRJÁTEG. VARP- AÐI SVELGUR EINS M AL L ■ Lausnarorð gátunnar... Philips Soundmachine með FM/LW- útvarpi með stöðvaminnum, geislaspilara, segulbandi, 2 way hátölurum, tónjafnara, Dynamic Bass og fjarstýringu. Vandað ferða- tæki í verðlaun Kr. 14.995 HEKLA Í þessu verki tjáir Ásgrímur rómantíska sýn á náttúruna sem táknmynd þess sem er manninum æðra.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.