Fréttablaðið - 28.03.2004, Side 36
til London og Kaupmannahafnar frá 1. apríl
Tvisvar á dag
ferðir o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is.
Elín Sveinsdóttir, útsendingar-stjóri á Stöð tvö, þarf ekki að
hugsa sig um þegar hún er spurð
hvert hún færi í draumafrí með
fjölskylduna. „Minn draumur í
dag er að fara með börnin mín í
góða skíðaferð til Ítalíu. Okkur
þykir óskaplega gaman að vera
með börnunum okkar á skíðum.“
Eiginmaður Elínar er
Sigmundur Ernir Rúnarsson, en
þau hjón eru einmitt nýkomin úr
skíðaferð til Ítalíu. „Við vorum á
skíðum í Madonna og vorum með
háar hugmyndir þegar við fórum
þaðan að næst myndum við taka
börnin með. Það er eitthvað sem
ég myndi leggja mikla áherslu á,
svona tíu daga góð skíðaferð væri
draumurinn.“
Börnin eru þrjú, á aldrinum 7-
13 ára, og öll liðtæk á skíðum. Elín
segir vissulega mikinn farangur
fylgja foreldrum og þremur
börnum í skíðaferð, „En maður
leggur það nú á sig. Þetta er líka
langt ferðalag, fyrst flugið og
síðan fjögurra tíma rútuferð, svo
maður yrði að vera búinn að búa
þau undir stóran skammt af þolin-
mæði. En ævintýrið er þvílíkt að
það er þess virði. Madonna er
lítill, sætur bær með nægum
brekkum og lyftum og góðum
veitingastöðum og eins ákjósan-
legur og hægt er fyrir barnafólk.“
Elín segir skíðaferðir sameina
fjölskylduna á skemmtilegan hátt.
„Þetta snýst auðvitað um að renna
sér á skíðum en líka að borða
góðan mat og kynnast menningu
annarra landa.“
Elín segir fjölskylduna gjarnan
fara á skíði til Akureyrar, enda
eiginmaðurinn þaðan. „En því
miður hefur verið svo lítið um
snjó undanfarin ár, þannig að
skíðabrekkur og nægur snjór í
útlöndum er næsti pakki. Ég er
strax farin að hlakka til.“
edda@frettabladid.is
Rútuferðir eru sígildur ferða-máti og alltaf jafn vinsæll.
Úrval Útsýn bjóða upp á
Evrópurútu til Spánar og
Portúgals og vegna mikilla vin-
sælda verður aukaferð 24. apríl
til 2. maí.
Ferðatilhögunin er á þá leið
að flogið er á laugardegi til Faro
í Portúgal. Þaðan er ekið til
bæjarins Villa Real og hann
skoðaður. Á þriðjudeginum er
ekið til Sevilla þar sem
skoðaðar eru minjar frá dögum
mára. Á miðvikudegi er frjáls
dagur. Á fimmtudeginum er
ekið til Tavira og Faro í Algarve
héraði í Portúgal.
Á laugardeginum eru
bæirnir Sagres og Lagos í
Portúgal heimsóttir. Þar er
einnig að finna merkar minjar
um yfirráð mára, þrælahald og
Hinrik sæfara. Á sunnu-
deginum er svo haldið heim.
Á þessum árstíma er gróður í
sem mestum blóma á þessum
slóðum, veðráttan hagstæð og
notalegt að dvelja á Portúgal og
á Spáni. ■
ANDALÚSÍA
Mikil ummerki um menningu mára.
Síðasta
utanlandsferð?
Ég fór til Dublin þar
síðustu helgi. Það var
mjög fínt.
Haukur Viðar Jónsson.
Hvert færir þú í draumaferð með fjölskylduna?:
Með alla
á skíði til Ítalíu
ELÍN SVEINSDÓTTIR
Myndi ekki víla fyrir sér að fara
með börn og buru í skíðaferð
til Ítalíu þrátt fyrir mikinn
farangur og langt ferðalag.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/F
RÉ
TT
AB
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Úrval Útsýn:
Aukaferð í Evrópurútu