Fréttablaðið - 28.03.2004, Side 54
54 28. mars 2004 SUNNUDAGUR
Ávenjulegum frídögum reyniég oftast að komast út úr
bænum,“ segir Halldóra Björns-
dóttir leikkona. „Ég fer mikið í
sumarbústaðinn í ró og næði.
Fer í leiki með stelpunum og við
gerum eitthvað skemmtilegt
eins og veiða, fara í göngutúra
og þess háttar.“
Þar sem hún er yfirleitt að
leika um helgar á hún aðallega
frí á mánudögum og þriðjudög-
um. „Við reynum að hafa kósý
fjölskyldustund á mánudögum.
Þá er ég oft með sunnudagsmat
og við höfum tíma til að spjalla.
Við öll erum orðin svo vön því
að hafa sunnudagana á mánu-
dögum og það er bara um þenn-
an eina dag að velja.“
Framundan eru skrýtnir frí-
dagar og meira að gera en
venjulega. „Við erum að fara
með Eldað með Elvis til Akur-
eyrar svo ég þarf að fara að
pakka. Ég er líka að breyta öllu
heima hjá mér með því að fá
mér nýtt eldhús. Þá ætla ég að
fara að eyða fleiri stundum í
eldhúsinu og elda almennilegan
mat. Það kemur líka uppþvotta-
vél og ég er mjög spennt fyrir
því að sjá hvernig hún kemur út,
þá ætti ég að geta gert eitthvað
annað í frístundum en að vaska
upp.“
Halldóra er líka að ferma
elstu dóttur sína. „Það hefur
bara verið hefðbundið stress í
kringum ferminguna. Við vor-
um tímanlega í því að gera allt
og undirbúningurinn hefur ver-
ið voða skemmtilegur. Þetta
verður samt allt svolítið skrýtið
af því við erum að fara norður
með sýninguna 1. apríl og verð-
um með þrjár sýningar. Svo kem
ég aftur suður 4. apríl en fer aft-
ur norður þann 7. þegar við
verðum með tvær sýningar.
Höfundurinn, Lee Hall, verður
viðstaddur sérstaka hátíðarsýn-
ingu á Akureyri þann 7. apríl og
ég er ofsalega spennt að hitta
hann. Þegar ég sá myndina Billy
Elliot hitti hún mig beint í hjart-
að. Svo var ég beðin um að leika
í Eldað með Elvis og finnst það
alveg ótrúlegt að vera að hitta
þennan mann. Ég hélt að þetta
væri gamall karl því hann skrif-
ar af svo miklu innsæi um fólk
en þetta er strákur, jafngamall
mér,“ segir hún og hlær dátt. ■
Frídagurinn
HALLDÓRA BJÖRNSDÓTTIR
■ Fáir frídagar framundan.
Hefur sunnudaga á mánudögum
TRAUST
VIÐ TRÚUM HVORT Á
ANNAÐ
s. 564 2910 • www.sos.is
Við hlustum!
Þú færð Get up & GO®
þynnkubanann aðeins
í verslunum Lyf & heilsu.
Bjargar þér
daginn
eftir!
NÝTT
Markaðs- og tónlistarfrömuður-inn Einar Bárðarson og félag-
ar hans hjá fyrirtækinu Concert,
sem stendur fyrir væntalegum tón-
leikum gömlu rokkhundanna í
Deep Purple, hafa ákveðið að hefja
miðasölu á tónleikana föstudaginn
2. apríl. Þeir vinna nú hörðum
höndum að því að ná samningum
við söluaðila sem geta boðið mið-
ana til sölu á sama tíma um allt
land. „Okkur finnst vera mikið at-
riði að landsbyggðin hafi jafnan að-
gang að þessum miðum,“ segir Ein-
ar. „Við leggjum áherslu á að miðar
verði til sölu á öllum helstu þétt-
býlisstöðum landsins, á Akranesi,
Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum,
Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyj-
um, Keflavík og síðast en ekki síst í
höfuðstöðvum Deep Purple á Ís-
landi: Selfossi. Það getur verið að
fleiri staðir verði inni í myndinni
en þetta er að minnsta kosti ör-
uggt.“ Tónleikarnir verða haldnir í
Laugardalshöll þann 24. júní og þar
sem Einar tekur rokktrúboðið há-
tíðlega verður miðaverði stillt í
hóf, 3800 krónur í stæði og 4800
krónur í stúku. „Þetta er gert með
það að leiðarljósi að aðdáendur
sveitarinnar geti kynnt yngri kyn-
slóð tónlistarunnenda fyrir þessum
risum tónlistarsögunnar.“
Pondus
Af hverju mála
karlmenn sig
ekki?
Annað
umræðu-
efni?
Það
væri
fínt!
Fréttiraf fólki
HALLDÓRA BJÖRNSDÓTTIR
Stendur í stórræðum og er að
fara með Eldað með Elvis norð-
ur fyrir heiðar, fá sér nýtt eldhús
og ferma.
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Gunnar Páll Pálsson.
Sigríður Snæbjörnsdóttir.
Rusl sem flæðir um götur
borgarinnar.