Fréttablaðið - 04.04.2004, Síða 15

Fréttablaðið - 04.04.2004, Síða 15
15SUNNUDAGUR 4. apríl 2004 Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? – h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • w w w . g l i t n i r . i s • S í m i 4 4 0 4 4 0 0 Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir.  Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto› vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best. Glitnir – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. Tala›u vi› sérfræ›ing! mikið af því. Forrit mistaka og upp- safnaðrar bælingar er hreinsað af ótölulegum leifum vírusapúka og við getum þegar í stað tekist á við ný verkefni af ferskri einbeitingu. En fyrirgefningin þarfnast síst þess að við bíðum betri tíma. Samviskan – eini sanni mælikvarði tímans sem býr í okkur sjálfum – hamrar best járnið heitt. Alheimsvitundin Uppspretta allrar mannlegrar hamingju er í þeim guðlega neista sem við þurfum aðeins að læra að magna upp og leyfa að njóta sín hjá okkur sem og hjá öðrum. Ýmsar að- ferðir kenna okkur að beisla þessa guðlegu orku, oft nefnd Prana eða Kundalini. Leyfum Alheimsvitund- inni eða Hinum fullkomlega hreina guðlega anda að hjálpa okkur til þess í okkar breysku tilveru. Hlýð- um kröfu Meistarans sem skerpti skil góðs og ills í eitt skipti fyrir öll og gaf líf sitt til að hnika okkur áfram í siðferðilegum þroska svo við mættum læra að elska hvort annað. Dæmum ekki aðra heldur leyfum samvisku sérhverrar sálar að bæta sjálfri þau mistök sem hún hlýtur að gera á sinni torsóttu göngu. Lærum heldur að hreinsa okkur frá þjakaðri sektarkennd hins liðna og tæma hugann frá eirð- arlausri framkvæmdarhyggju hins ókomna í fullkomlega tærri Stund sem aldrei kemur aftur. Lærum að virða þau náttúrulögmál sem við þegar þekkjum. Brjótum odd af of- læti okkar og sameinumst í krafti einlægrar auðmýktar til að vinna heildinni sigur. ■ Þjónusta hefur stóraukist Með tilkomu nýrrar legudeildar HSS og aukinnar sérfræðiþjónustu lækna og hjúkrunarfræðinga hefur þjónusta við aldraða bæjarbúa stór- aukist og unnt er að sinna mun veik- ari einstaklingum í heimabyggð. Nýting deildarinnar hefur verið meiri en 100% frá opnun hennar. Öll aðstaða hefur batnað fyrir sjúk- linga, aðstandendur og starfsfólk. Ef legudeild HSS yrði breytt í hjúkrunardeild fyrir aldraða þá yrði öll ofangrreind starfsemi skor- in í trog og nútímameðferð aldraðra myndi færast að nýju öll til Reykja- víkur. Þjónusta við aldraða myndi hverfa 20-30 ár aftur í tímann, nefnilega þeirra tíma þegar hjúkr- unardeildir áttu að leysa allan vanda. Hæft starfsfólk hyrfi í kjöl- farið skjótt og margt til nýrra star- fa í öðrum samfélögum. Gott og vaxandi þjónustusjúkra- hús eykur hins vegar verulega starfsmöguleika þeirra einstaklinga sem á Suðurnesjum búa og vöxtur þess og viðgangur ætti því að vera sjálfsagður hluti byggðastefnu þeir- ra manna og kvenna sem leggja byggðunum á Suðurnesjum krafta sína, hvar í stjórnmálaflokki sem þau kunna að standa. ■ Umræðan BENEDIKT S. LAFLEUR ■ segir að einungis óskilyrtur kærleikur leysi menn úr hlekkj- um illsku og fáfræði ,,Á eigin verðleikum“ Það er mikið bakslag í jafnrétt-isumræðunni. Ungar og vel menntaðar konur sem ætla að ná ár- angri í lífinu telja sig ekki þurfa að vera kvenréttindakonur, það er bara gamaldags. Þær trúa því að meiri menntun og mikill metnaður í starfi muni fleyta þeim áfram á frama- braut. Ungir karlar og konur ljúka upp einum munni og segjast ekki vilja neina „mismunun kynjanna“. Nú eigi konur ekki að láta ýta sér áfram (óverðugum) með sértækum aðgerð- um, það sé beinlínis niðurlægjandi fyrir þær. Nú séu konur orðnar vel menntaðar og hafi þær ögn af metn- aði og snefil af dugnaði hljóti þær að komast áfram „á eigin verðleikum“. Konum hætti reyndar til að „velja sér“ illa launuð störf og þær megi til með að taka sig saman í andlitinu og biðja um hærri laun. Þær geti sjálf- um sér um kennt ef þær eru svona miklu kjarklausari en karlarnir! Karlar með körlum Þá hljótum við konur að geta snú- ið þessu við. Sú einfalda staðreynd að það eru nær eingöngu karlar í öllum helstu stjórnunarstöðum í fjármálaheimin- um, stjórnum stærri fyrirtækja og áhrifastöðum á fjölmiðlunum bendir alls ekki til þess að karlarnir séu þar allir „á eigin verðleikum“. Þvert á móti, þá bendir hreinn meirihluti karla þar til þess að þeir hafi ekki komist þangað á eigin verðleikum heldur vegna rótgróins samfélags- legs misréttis kynjanna. Rannsóknir og viðhorfskannanir sýna að karlar ráða aðra karla frem- ur en konur í vinnu. Körlum líst bet- ur á aðra karla og það ræður úrslit- um. Körlum hentar að semja leyni- lega við sína karlkyns undirmenn, þeir samsama sig þeim og meta þá hærra til launa. Það er því auðveld- ara fyrir karla en konur að gera launakröfur, þess er beinlínis vænst af þeim að þeir geri það. Karlar komast sem sagt ekki áfram eingöngu „á eigin verðleik- um“ heldur ræður kynferði þeirra mjög miklu um árangur í starfi. Er ekki óskaplega niðurlægjandi fyrir karla að vera ýtt þannig áfram vegna kynferðis, jafnvel alla leið á toppinn, en komast ekki þangað ein- ungis „á eigin verðleikum“? Karlar í áhrifastöðum hafa lýst því yfir að launamunur kynjanna verði horfinn eftir 15–20 ár og því hefur verið hampað í fjölmiðlum. Kvenréttindakonur geta því miður ekki leyft sér að vona það í ljósi þess hve baráttunni miðar hægt. Launamunur afhjúpaður Fæðingarorflofslögin eru mjög mikilvægt skref í átt til jafnréttis en þau hafa öðru fremur afhjúpað hrikalegan launamun milli karla og kvenna. Karlar eru með rúmlega eitt hundrað þúsund krónum hærri laun á mánuði að meðaltali og í 190 manna hópi þeirra sem voru með laun yfir 600 þúsund krónur á mánuði voru einungis sautján konur! Þrýstingur kvenréttindabarátt- unnar hefur vissulega skilað því að konur hafa komist til áhrifa, sem hefðu annars átt erfitt uppdráttar, þrátt fyrir mikla hæfileika á sínu sviði. Með þrotlausri baráttu kvenna jókst mjög þrýstingur á stjórnmála- flokka að gefa konum tækifæri þótt sumir flokkar hafi brugðist seinlega við. En jafnvel konur sem geta bein- línis þakkað kvennabaráttunni fyrir að vera í áhrifastöðu sem þær hefðu annars ekki komist í gefa kynsystr- um sínum nú langt nef og segja að konur eigi að komast áfram „á eigin verðleikum“. Hugsið ykkur! ■ Umræðan MARGRÉT K. SVERRISDÓTTIR ■ stjórnarmaður í Kvenréttindafélagi Ís- lands, skrifar um jafnréttismál

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.