Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 4
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 87 stk.
Keypt & selt 24 stk.
Þjónusta 31 stk.
Heilsa 7 stk.
Skólar & námskeið 5 stk.
Heimilið 17 stk.
Tómstundir & ferðir 12 stk.
Húsnæði 27 stk.
Atvinna 17 stk.
Tilkynningar 2 stk.
til London og Kaupmannahafnar
Tvisvar á dag
Umönnun og fiskvinnsla óvinsæl störf
BLS. 3
Góðan daginn!
Í dag er sunnudagur 4. apríl,
95. dagur ársins 2004.
Reykjavík 6.34 13.31 20.29
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Þú færð líka
allt sem þig vantar á
Unnur Stefánsdóttir er leikskólastjóri á
Heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópa-
vogi. Þar eru 150 börn í dagvist í þrem-
ur húsum og fjöldi starfsfólks að sinna
þeim. Unnur er mjög ánægð með starfið
sitt. „Það er alltaf mikið að gera og mað-
ur klárar aldrei en þetta er skemmti-
legt,“ segir hún.
Unnur kveðst þurfa að hugsa talsvert
fram í tímann, skipuleggja fundi, ferðir
og annir og svo að passa upp á að skól-
inn vinni eftir þeim markmiðum sem
hann hafi sett sér. Þau eru að efla gleði
og vilja barnanna með áherslu á nær-
ingu, hreyfingu, listir og leik. „Þetta er
það sem verið er að vinna eftir alla
daga,“ segir hún og heldur áfram.
„Hvert barn fær heilsubók og kennar-
arnir skrá í þær upplýsingar um svefn-
venjur þeirra, mataræði og hreyfingu.
Einnig hvernig þau haga sér í félags-
skap við önnur börn og fleira þvíum-
líkt.“ Nú er svokallaður skipulagsdagur
framundan og Unnur er að skipuleggja
hann. Þá eru börnin heima en kennar-
arnir ræða starfið og fá stundum ein-
hvern gest með fræðslu. Börnin í Urðar-
hóli eru á aldrinum 2-6 ára og sum yfir-
gefa hann í haust til að feta mennta-
brautina áfram. Því er Unnur að ráð-
stafa plássum. „Nokkrir foreldrar voru
að fá bréf frá okkur um að barnið þeirra
væri að komast inn og ég er að undirbúa
fund með þeim,“ segir Unnur. Fleira er
framundan. Unnur lýsir því: „Þann11.
maí, á afmæli Kópavogs verður opið hús
og þá fáum við gesti og sýnum þeim
hvað við erum að gera. Svo er það
vorferðin. Þá förum við eitthvað út fyrir
borgina og fylgjumst með lífinu í sveit-
inni, sauðburðinum og öðru sem þar er
að gerast spennandi.“ ■
Mikil ábyrgð
en skemmtilegt
Verslunarfólk vinnur of
mikið segir Verslunarmannafélag
Reykjavíkur sem mótmælir lengri
opnunar-
tíma versl-
ana. VR
harmar þá
fyrirætlan
forsvars-
manna stóru verslunarmiðstöðv-
anna, Kringlunnar og Smáralindar,
að hafa opið á almennum frídögum.
„Fátt virðist vinnuveitendum heilagt
á þessum árstíma nema föstudagur-
inn langi, páskadagur og annar í
páskum. Síðastnefndi dagurinn virð-
ist þó á undanhaldi sem frídagur,
margar matvöruverslanir hafa verið
opnar þann dag undanfarin ár,“ seg-
ir félagið. Flestar verslanir hafa nú
opið skírdag og sumardaginn fyrsta
sem lengi hafa verið frídagar vinn-
andi fólks og á 1. maí, á alþjóðleg-
um baráttudegi verkafólks, verður
stór hluti launamanna hér á landi
líklega við vinnu sína segir VR og
mótmælir harðlega þróuninni.
Næturvinna styttir lífið er
niðurstaða sænskrar rannsóknar
sem greint er frá vef ASÍ,
www.asi.is. Rannsóknin var gerð
hjá Karolinska Institut. 22 þúsund
einstaklingum var fylgt eftir á
vinnumarkaðnum í tíu ár. Niður-
stöðurnar benda til þess að konur
sem stunda næturvinnu séu í
helmingi meiri hættu á að deyja,
áður en þær ná meðalaldri, en
aðrar konur. Ástæða þess er með-
al annars að fæstar þeirra fá einn-
ar lotu langan svefn í einu eins og
líkaminn þarfnast. Þetta getur leitt
til hækkaðs blóðþrýstings og auk-
innar hættu á blóðtappa í hjarta
og heilablæðingu.
Útlendingar á Íslandi geta
nú leitað upplýsinga um íslenskan
vinnumarkað í nýútkominni bók Al-
þýðusambandsins. Með bókinni
greiðir ASÍ aðgang launafólks af er-
lendum uppruna að upplýsingum
um réttindi og skyldur þeirra sam-
kvæmd lögum og kjarasamningum.
Í ritinu sem ber heitið: „Icelandic
Labour Law. A summary of basic
rights and obligations on the private
labour market“ er meðal annars
fjallað um hlutverk stéttarfélaga,
stöðu kjarasamninga, laun og orlofs-
réttindi, veikinda- og slysarétt starfs-
manna, fæðingar- og foreldraorlof,
rétt starfsmanna til upplýsinga og
samráðs, uppsögn ráðningarsamn-
inga og önnur þau atriði sem gilda
um réttarsamband starfsmanna og
atvinnurekanda.
Unnur Stefánsdóttir leikskólastjóri
Umkringd börnum í Urðarhóli.
Smáauglýsingar
á 750 kr.
visir.is
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Liggur í loftinu
Í ATVINNUMÁLUM
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA OFL.
Cherokee Grand Limited ‘99. Ek. 95 þ.
Áhv. 2 millj. Tilboð 2.6 millj. S. 845 3705.
Schaferhvolpar (2 hundar, 2 tíkur) með
ættbók frá HRFÍ til sölu. Uppl. í s. 869
6888.
heimili@frettabladid.is
Yfirheyrslan gengur
vonum framar! Hann
er búinn að leggja
spilin á borðið!