Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 36
24 4. apríl 2004 SUNNUDAGUR ■ Leitin að Reykjavík HULDAR BREIÐFJÖRÐ flakkar um höfuðborgina. Þessi Reykjavík er kunningjasam-félag og það er þess vegna sem þú ert alltaf að segja „Hæ“ og „Sæll“ og „Blessuð!“ Við fólk sem þú þekkir ekki neitt. Þannig séð. Sumum varstu með í grunn- skóla. Aðra hittirðu í partíi hjá frænku vinnufélaga þíns. Sum- um er ekki hægt að kynnast. Öðrum varstu búinn að gleyma. Hér í borg nálægðarinnar er fullt af þessum og þessum. Og þú ert að ganga niður Laugaveg- inn þegar á móti þér kemur ná- ungi sem þú átt að kannast við? Allavega hugsarðu þessi. Á með- an þið nálgist veltiði fyrir ykkur hvort þið þekkist nóg til að heils- ast. Hann hægir á sér. Þú hægir á þér. Þið kinkið kollum. Kunnið síðan ekki við annað en nema staðar. Svo við tekur spjall. Svo lítið innihaldslaust spjall. Spjallið Hvað heitir hann aftur? „Blessaður.“ Hver er þetta? „Sæll.“ Ell eitthvað. „Menn ekki sæmilegir?“ Svakalega hefur hann fitnað. „Jú, jú, en sjálfur?“ „Jú, jú, bara á röltinu?“ Skrýtnir skór. „Já, maður verður að hreyfa sig.“ Hann er svo fölur. Ætli hann sé í rugli? Með frönskum rennilás eins og krakkaskór. „Já, fínt að rölta.“ Kannski er hann nýskilinn. „Já, sérstaklega í svona veðri.“ „Nákvæmlega, maður trúir þessu varla.“ Hver er þetta? „En það á víst að kólna á morgun.“ Það eru allir að skilja. Er hann dyravörður einhvers staðar? „Já, er það?“ Alveg fáránlega fölur. „En þetta er í lagi á meðan maður er laus við snjóinn.“ Kannski kann hann ekki að reima. „Já, og rokið.“ „Já, já, það þýðir ekki að svekkja sig á þessu.“ Eins og maður geri það ekki samt. „Nei, þá væri maður alltaf í fýlu.“ Djöfull væri það glatað. „Segðu.“ Ætli hann hafi farið í meðferð? Langt síðan maður hef- ur séð hann. „Og nóg að gera ... í vinn- unni?“ Langt síðan ég sá hann. Ætli hann hafi farið í meðferð? „Já, já, en hjá þér?“ „Já, alltof mikið.“ Jæja, best að rölta. „Jæja, best að rölta.“ „Já, bið að heilsa.“ Hverjum? „Takk, sömuleiðis.“ Glætan að hann skili kveðjunni. Sjúklegt Þessi er allstaðar. Og fjölgar með vinnustöðunum, veislunum, árunum. Tekur jafnvel á sig óvæntar myndir. Einu sinni hafðirðu kjaftað við kunnugleg- an náunga í tíu mínútur þegar það rann upp fyrir þér að þið þekktust ekki. Höfðuð aldrei hist. Hann var farinn yfir um. Og langaði bara til að tala við einhvern. En yfirleitt er þessi nokkuð heill á geði og einmitt þess vegna sem þú færð stund- um nóg af yfirborðskenndu spjallinu. Langar að snúa því við. Vera til á röngunni. Hætta þessu kjaftæði. Spjallið aftur „Blessaður!“ „Sæll sjálfur!“ „Skrýtnir skór.“ „Já, konan keypti þá. Maður þorir ekki annað en ganga á þessu. Þú hefur fitnað.“ „Já, maður er búinn að sprengja hundrað kílóin. Sjálfur ertu fölur.“ „Er það? Ég sem var að koma úr sundi. Húðin örugglega bara þurr.“ „Hvernig þekkjumst við?“ „Það veit ég ekki. Skiptir það máli?“ „Nei, nei. Heyrðu, mig dreymdi sérkennilegan draum í nótt. Ég var kona. Ég var nakin. Að verða sextug. Og að keyra stóran Land Cruiser yfir hálend- ið. Leðurklætt sætið var kalt.“ „Vá, mig dreymir alltaf sama drauminn. Sit ofan í innkaupa- kerru í miðri Sahara og er að reyna að ýta mér áfram með priki. Einhverskonar kúst- skafti.“ „Steikt. Hvað gerirðu ann- ars?“ „Ég vinn við rannsóknir á geðklofa músum hjá deCODE. En þú?“ „Ég er öryrki en ber út Fréttablaðið, um helgar.“ „Það er svo langt síðan maður hefur séð þig. Þinn kominn á snúruna?“ „Nei, ég fékk mér Fjölvarpið um daginn og hef bara lítið farið út. En heyrðu, það er eitt sem mig langar að spyrja þig að.“ „Já?“ „Þegar þú heyrir gott lag, ímyndarðu þér aldrei að þú sért að spila á gítarinn og fyrir fram- an þig standi svona sextíuþús- und manns? Í leiðslu.“ „Nei.“ „Nú?“ „Nei. Minn er alltaf á tromm- unum!“ „Ókei! Heyrðu, ég verð að þjóta.“ „Já, gaman að hitta þig!“ Sleikur Áður fyrr kysstust menn þeg- ar þeir hittust. Komu bara gang- andi í stígvélunum yfir mýrar og tún og mættust svo með kossi. Smakk! Beint á munninn. Þetta finnst þér fallegt. Af hverju ekki að byrja á þessu aft- ur? Gamlir skólabræður gætu jafnvel endað í sleik á miðjum Laugaveginum. Þér finnst það kannski ekkert fallegt? En þú efast varla um að það myndi bræða ísinn hjá þessum og þess- um. Á eftir hlyti að vera hægt að spjalla um hvað sem er. Og í staðinn fyrir að þurfa að röfla um veðrið fengirðu, smakk! Jafnvel oft á dag. ■ Jón Óskar myndlistarmaður sýnir myndir sínar í Kling og Bang Sýningin varð til óvart Íþessum verkum er ég að fástvið fyrirbæri sem hafa staðið mér nokkuð nærri í gegnum tíð- ina, allt frá bernskunni til dags- ins í dag. Þar get ég til dæmis nefnt til sögu jafn ólíka menn eins og Ringo Starr og Alfinn Álfakóng. „Svo vísa ég í leiðinni í myndlistarmenn sem hafa ver- ið áhrifavaldar, eins og Chagall og Warhole,“ segir Jón Óskar myndlistarmaður sem nýlega opnaði sýningu í Kling og Bang galleríi á Laugavegi. Segja má að þessi sýning Jóns Óskars hafi orðið til fyrir tilviljun, eða eins og hann sjálf- ur orðar það: „Hún varð til óvart.“ Hann var að vinna að myndum og var með vinnupapp- íra sem hann teiknaði á og tók svo þrykk af, svipað og þegar menn gera grafík. „Ég ætlaði að henda þessum vinnupappírum en svo sá ég að þeir eru skemmtilegir og ákvað að nota þá. Það eru þeir sem ég er að sýna á þessari sýningu.“ En hvað verður þá um hinar raunverulegu myndir eða „mæður“ vinnupappíranna? „Það er önnur sýning, sem verð- ur seinna á þessu ári og verður eins eins konar spegilmynd af þessari sýningu. Sú sýning er þegar til.“ Verkin eru 79 og eru öll til sölu. „Myndlist er bisness og það er nokkuð sem mér finnst myndlistarmenn stundum horfa framhjá,“ segir Jón Óskar. „Það getur verið ágætt að lifa í draumaheimi en það nægir manni samt ekki til árangurs. Þótt það sé gaman að búa til myndir þá verður maður líka að selja þær. Enn í dag er ég spurð- ur að því hvort myndir mínar séu til sölu. Það er stundum eins og fólk geri ekki ráð fyrir því en auðvitað eru þær til sölu.“ Jón Óskar segir að sér gangi bærilega að lifa af listinni. Hann sinnir þó öðrum störfum sam- hliða og hefur fengist við útlits- hönnun á dagblöðum með áber- andi góðum árangri. „Það hafa verið tímabil þegar ég hef hald- ið mig á vinnustofunni og sinnt myndlistinni eingöngu. Á þeim tímabilum finn ég að ég einangr- ast og verð full sjálfhverfur. Þess vegna finnst mér gott að vera í vinnu hálfan daginn þar sem ég er meðal fólks. Ég nær- ist á þeirri samveru sem er á dagblöðum og þangað koma all- ar sögur samfélagsins. Í gegn- um tíðina hefur það nýst mér afar vel í myndlistinni,“ segir hann. Sýning Jóns Óskars stendur til 25. apríl og er opin frá klukk- an 14 til 18. kolla@frettabladid.is LAUGAVEGURINN „Á meðan þið nálgist veltiði fyrir ykkur hvort þið þekkist nóg til að heilsast. Hann hægir á sér. Þú hægir á þér. Þið kinkið kollum.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA JÓN ÓSKAR „Ég ætlaði að henda þessum vinnupappírum en svo sá ég að þeir eru skemmtilegir og ákvað að nota þá. Það eru þeir sem ég er að sýna á þessari sýningu.“ RINGÓ STARR Eitt af átrúnaðargoðum Jóns Óskars er viðfangsefni á sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.