Fréttablaðið - 04.04.2004, Page 43

Fréttablaðið - 04.04.2004, Page 43
31SUNNUDAGUR 4. apríl 2004 G ra fí s k a s m ið ja n e h f. 0 4 -0 4 Ríkisútvarpið (RÚV) hafðieinkarétt til rekstrar útvarps og sjónvarps frá stofnun 1930 og fram yfir miðjan níunda áratug- inn. Einkaleyfið var afnumið árið 1985 í kjölfar verkfalls opinberra starfsmanna haustið 1984 og harðrar stjórnmálabaráttu sem í fylgdi í kjölfarið. Þá hélt RÚV úti einni sjónvarpstöð og tveimur út- varpsrásum. Fyrstu útvarps- og sjónvarpsstöðvarnar í einkaeign, Bylgjan og Stöð 2, hófu starfsemi haustið 1986. Samkeppnin við RÚV hefur alla tíð verið einkastöðvunum erfið, þar sem stofnunin nýtur þess for- skots að allir viðtækjaeigendur eru skyldugir að greiða henni af- notagjöld. Að auki er RÚV mjög virkur þátttakandi á auglýsinga- markaði og nýtur þar þeirra yfir- burða sem hin lögbundnu gjöld veita. Fyrsta sjónvarpstöðin í einka- eigu, áskriftarstöðin Stöð 2, hóf út- sendingar í október 1986. Naut hún fljótlega mikilla vinsælda meðal almennings en átti frá upphafi í rekstrarerfiðleikum; virðist stofn- fé hafa verið afar takmarkað og mest byggt á bankalánum. Til marks um hylli stöðvarinnar má nefna að þegar hún lenti í alvarleg- um fjárhagskröggum í árslok 1989 lýsti ríkisstjórnin því yfir að hún væri reiðubúinn að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi um ríkisá- byrgð á skuldum fyrirtækisins. Tímamót með Bylgjunni Að fyrstu útvarpsstöðinni í einkaeign, Bylgjunni, stóð hópur öflugra manna í viðskiptalífinu (Hagkaup o.fl.) og var fjárhagur stöðvarinnar því traustur í upp- hafi. Í október 1987 hóf útvarp- stöðin Stjarnan útsendingar. Voru stöðvarnar sameinaðar 1989. Ári seinna runnu þær inn í Íslenska út- varpsfélagið sem stóð að baki rekstri Stöðvar 2 og Sýnar. Þetta sama ár, 1989, kom ný útvarpsstöð fyrir höfuðborgar- svæðið, Aðalstöðin, til sögunnar. Rekstur Aðalstöðvarinnar gekk ekki ekki vel og urðu eig- endaskipti 1991. Hóf hinn nýi eig- andi síðar rekstur tveggja ann- arra útvarpsstöðva, sem nefndust Klassík og X-ið. Í byrjun tíunda áratugarins voru einnig starf- ræktar útvarpsstöðvarnar FM 95,7 og Sígilt, en rekstur allra þessara stöðva var árið 1997 sam- einaður undir nafni fyrirtækisins Fíns miðils ehf. Ári seinna tók bandarískur aðili við rekstrinum en hann lenti í vandræðum og seldi Norðurljósum hf. (áður Ís- lenska útvarpsfélagið) reksturinn eftir tvö ár. Voru þá flestar út- varpsstöðvar í einkaeign í hönd- um sama aðila. ■ Velgengni Bylgjunnar ogStöðvar 2 í upphafi vakti áhuga annarra á að reyna fyrir sér í rekstri af þessu tagi. Góð- ærið sem ríkti í efnahagslífi landsmanna frá ársbyrjun 1986 og fram á árið 1988 ýtti undir þetta. Árið 1987 tóku nokkur fyrir- tæki, sem þá voru mjög sterk (SÍS, Almenna bókafélagið, Frjáls fjölmiðlun, Árvakur út- gáfufélag Morgunblaðsins, og Reykjavíkurborg) sig saman undir hatti kvikmyndafélagsins Ísfilm og hófu undirbúning að þriðju sjónvarpstöðinni, Stöð 3. Þarna virtist nýtt stórveldi í fjölmiðlun í uppsiglingu. En áföll í efnahagslífinu frá hausti 1988, þunglamalegir stjórnar- hættir eigendanna og fleira varð þess valdandi að áform um nýju sjónvarpstöðina voru lögð á hill- una. Varð Ísfilm gjaldþrota árið 1990. „Hugmyndin var rétt en tíminn rangur,“ sagði Davíð Oddsson, einn af forystumönn- um fyrirtækisins, síðar. Jón Ólafsson eignast Stöð 2 Eigendaskipti urðu á Ís- lenska útvarpsfélaginu, rekstr- arfélagi Stöðvar 2, í ársbyrjun 1990. Var reksturinn þá kom- inn í fjárhagslegar ógöngur. Stofnendur sjónvarpsstöðvar- innar réðu ekki við skuldir hennar. Var athafnamaðurinn Jón Ólafsson einn helsti for- ystumaður hinna nýju eigenda og eignaðist hann síðan meiri- hluta í fyrirtækinu nokkrum árum seinna. Fram til ársins 2003, meðan hann var aðaleig- andi fyrirtækisins, var unnið að því að hleypa styrkari stoð- um undir reksturinn með fjölg- un sjónvarpsrása (Bíórásin, Fjölvarpið o.fl.). Þá keypti Ís- lenska útvarpsfélagið árið 1995 35% eignarhlut í Frjálsri fjöl- miðlun, útgáfufélagi DV. Hlut- urinn var seldur nokkrum árum seinna þar sem hug- myndir um samstarf fyrir- tækjanna, m.a. á sviði marg- miðlunar, gengu ekki eftir. Sjónvarpsstöðvum fjölgar Haustið 1989 var auglýs- ingagerðarfyrirtækinu Sýn (Hvíta húsið) óvænt úthlutað rás til sjónvarpssendinga. Gengu árið eftir nokkur fyrir- tæki (Bíóhöllin, Prentsmiðjan Oddi, Vífilfell) til samstarfs við leyfishafann, en ekkert varð af sjónvarpsrekstri því áður en til þess kom var fyrir- tækið ásamt tveimur útvarps- stöðvum sameinað rekstri Ís- lenska útvarpsfélagsins. Hófust útsendingar í nafni Sýnar 1992. Nokkrar staðbundnar sjón- varpsstöðvar hófu starfsemi á landsbyggðinni undir lok níunda áratugarins og í byrjun hins tí- unda, m.a. á Akureyri, Húsavík og í Vestmannaeyjum. Hefur rekstur þeirra gengið bærilega en dagskrárgerð er takmörkuð. Dýrt ævintýri Stöðvar 3 Þriðja sjónvarpsstöðin, sem stefndi að sendingum um land allt, kom til sögunnar 1995. Það var Stöð 3, áskriftarstöð sem nokkrir öflugir aðilar í við- skiptalífinu stóðu að (Nýherji, Sambíóin, Japis, Árvakur út- gáfufélag Morgunblaðsins, o.fl.). Hóf hún útsendingar í lok nóvember. Svo illa tókst til að vegna vanefnda erlends fram- leiðanda fékk stöðin aldrei í hendur myndlyklana sem rekst- urinn átti að byggjast á. Hafði hún því engar tekjur og urðu hluthafarnir fyrir miklum fjár- hagslegum skaða. Kostnaðar- söm endurskipulagning fyrir- tækisins í kjölfar eigendaskipta árið 1996 (en þá komu til viðbót- ar að fyrirtækinu nokkrir fjár- sterkustu aðilar íslensks við- skiptalífs; Burðarás, Festing, Eignarhaldsfélag Alþýðubank- ans, Þróunarfélagið, Vátrygg- ingarfélag Íslands, Skeljungur, Vífifell o.fl.) mistókst og var Stöð 3 sameinuð Stöð 2 1997. Sjónvarpsstöðin Skjár 1, sem byggði tekjur sínar ein- göngu á auglýsingum, hóf út- sendingar 1998, en reyndist ekki hafa burði til umfangs- mikillar starfsemi fyrr en fjár- sterkari aðilar komu að rekstr- inum 1999. Þeir lentu einnig í erfiðleikum og seldu stöðina árið 2002. Tilraunir núverandi eigenda til að hefja útsending- ar áskriftarsjónvarps árið 2003 samhliða Skjá 1 undir nafninu Skjár 2 biðu skipbrot eftir nokkurra mánaða tilraunir. ■ Misheppnaðar tilraunir með nýjar sjónvarpstöðvar: Endurtekið efni Einkaleyfi RÚV afnumið 1985

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.