Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2004, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 04.04.2004, Qupperneq 43
31SUNNUDAGUR 4. apríl 2004 G ra fí s k a s m ið ja n e h f. 0 4 -0 4 Ríkisútvarpið (RÚV) hafðieinkarétt til rekstrar útvarps og sjónvarps frá stofnun 1930 og fram yfir miðjan níunda áratug- inn. Einkaleyfið var afnumið árið 1985 í kjölfar verkfalls opinberra starfsmanna haustið 1984 og harðrar stjórnmálabaráttu sem í fylgdi í kjölfarið. Þá hélt RÚV úti einni sjónvarpstöð og tveimur út- varpsrásum. Fyrstu útvarps- og sjónvarpsstöðvarnar í einkaeign, Bylgjan og Stöð 2, hófu starfsemi haustið 1986. Samkeppnin við RÚV hefur alla tíð verið einkastöðvunum erfið, þar sem stofnunin nýtur þess for- skots að allir viðtækjaeigendur eru skyldugir að greiða henni af- notagjöld. Að auki er RÚV mjög virkur þátttakandi á auglýsinga- markaði og nýtur þar þeirra yfir- burða sem hin lögbundnu gjöld veita. Fyrsta sjónvarpstöðin í einka- eigu, áskriftarstöðin Stöð 2, hóf út- sendingar í október 1986. Naut hún fljótlega mikilla vinsælda meðal almennings en átti frá upphafi í rekstrarerfiðleikum; virðist stofn- fé hafa verið afar takmarkað og mest byggt á bankalánum. Til marks um hylli stöðvarinnar má nefna að þegar hún lenti í alvarleg- um fjárhagskröggum í árslok 1989 lýsti ríkisstjórnin því yfir að hún væri reiðubúinn að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi um ríkisá- byrgð á skuldum fyrirtækisins. Tímamót með Bylgjunni Að fyrstu útvarpsstöðinni í einkaeign, Bylgjunni, stóð hópur öflugra manna í viðskiptalífinu (Hagkaup o.fl.) og var fjárhagur stöðvarinnar því traustur í upp- hafi. Í október 1987 hóf útvarp- stöðin Stjarnan útsendingar. Voru stöðvarnar sameinaðar 1989. Ári seinna runnu þær inn í Íslenska út- varpsfélagið sem stóð að baki rekstri Stöðvar 2 og Sýnar. Þetta sama ár, 1989, kom ný útvarpsstöð fyrir höfuðborgar- svæðið, Aðalstöðin, til sögunnar. Rekstur Aðalstöðvarinnar gekk ekki ekki vel og urðu eig- endaskipti 1991. Hóf hinn nýi eig- andi síðar rekstur tveggja ann- arra útvarpsstöðva, sem nefndust Klassík og X-ið. Í byrjun tíunda áratugarins voru einnig starf- ræktar útvarpsstöðvarnar FM 95,7 og Sígilt, en rekstur allra þessara stöðva var árið 1997 sam- einaður undir nafni fyrirtækisins Fíns miðils ehf. Ári seinna tók bandarískur aðili við rekstrinum en hann lenti í vandræðum og seldi Norðurljósum hf. (áður Ís- lenska útvarpsfélagið) reksturinn eftir tvö ár. Voru þá flestar út- varpsstöðvar í einkaeign í hönd- um sama aðila. ■ Velgengni Bylgjunnar ogStöðvar 2 í upphafi vakti áhuga annarra á að reyna fyrir sér í rekstri af þessu tagi. Góð- ærið sem ríkti í efnahagslífi landsmanna frá ársbyrjun 1986 og fram á árið 1988 ýtti undir þetta. Árið 1987 tóku nokkur fyrir- tæki, sem þá voru mjög sterk (SÍS, Almenna bókafélagið, Frjáls fjölmiðlun, Árvakur út- gáfufélag Morgunblaðsins, og Reykjavíkurborg) sig saman undir hatti kvikmyndafélagsins Ísfilm og hófu undirbúning að þriðju sjónvarpstöðinni, Stöð 3. Þarna virtist nýtt stórveldi í fjölmiðlun í uppsiglingu. En áföll í efnahagslífinu frá hausti 1988, þunglamalegir stjórnar- hættir eigendanna og fleira varð þess valdandi að áform um nýju sjónvarpstöðina voru lögð á hill- una. Varð Ísfilm gjaldþrota árið 1990. „Hugmyndin var rétt en tíminn rangur,“ sagði Davíð Oddsson, einn af forystumönn- um fyrirtækisins, síðar. Jón Ólafsson eignast Stöð 2 Eigendaskipti urðu á Ís- lenska útvarpsfélaginu, rekstr- arfélagi Stöðvar 2, í ársbyrjun 1990. Var reksturinn þá kom- inn í fjárhagslegar ógöngur. Stofnendur sjónvarpsstöðvar- innar réðu ekki við skuldir hennar. Var athafnamaðurinn Jón Ólafsson einn helsti for- ystumaður hinna nýju eigenda og eignaðist hann síðan meiri- hluta í fyrirtækinu nokkrum árum seinna. Fram til ársins 2003, meðan hann var aðaleig- andi fyrirtækisins, var unnið að því að hleypa styrkari stoð- um undir reksturinn með fjölg- un sjónvarpsrása (Bíórásin, Fjölvarpið o.fl.). Þá keypti Ís- lenska útvarpsfélagið árið 1995 35% eignarhlut í Frjálsri fjöl- miðlun, útgáfufélagi DV. Hlut- urinn var seldur nokkrum árum seinna þar sem hug- myndir um samstarf fyrir- tækjanna, m.a. á sviði marg- miðlunar, gengu ekki eftir. Sjónvarpsstöðvum fjölgar Haustið 1989 var auglýs- ingagerðarfyrirtækinu Sýn (Hvíta húsið) óvænt úthlutað rás til sjónvarpssendinga. Gengu árið eftir nokkur fyrir- tæki (Bíóhöllin, Prentsmiðjan Oddi, Vífilfell) til samstarfs við leyfishafann, en ekkert varð af sjónvarpsrekstri því áður en til þess kom var fyrir- tækið ásamt tveimur útvarps- stöðvum sameinað rekstri Ís- lenska útvarpsfélagsins. Hófust útsendingar í nafni Sýnar 1992. Nokkrar staðbundnar sjón- varpsstöðvar hófu starfsemi á landsbyggðinni undir lok níunda áratugarins og í byrjun hins tí- unda, m.a. á Akureyri, Húsavík og í Vestmannaeyjum. Hefur rekstur þeirra gengið bærilega en dagskrárgerð er takmörkuð. Dýrt ævintýri Stöðvar 3 Þriðja sjónvarpsstöðin, sem stefndi að sendingum um land allt, kom til sögunnar 1995. Það var Stöð 3, áskriftarstöð sem nokkrir öflugir aðilar í við- skiptalífinu stóðu að (Nýherji, Sambíóin, Japis, Árvakur út- gáfufélag Morgunblaðsins, o.fl.). Hóf hún útsendingar í lok nóvember. Svo illa tókst til að vegna vanefnda erlends fram- leiðanda fékk stöðin aldrei í hendur myndlyklana sem rekst- urinn átti að byggjast á. Hafði hún því engar tekjur og urðu hluthafarnir fyrir miklum fjár- hagslegum skaða. Kostnaðar- söm endurskipulagning fyrir- tækisins í kjölfar eigendaskipta árið 1996 (en þá komu til viðbót- ar að fyrirtækinu nokkrir fjár- sterkustu aðilar íslensks við- skiptalífs; Burðarás, Festing, Eignarhaldsfélag Alþýðubank- ans, Þróunarfélagið, Vátrygg- ingarfélag Íslands, Skeljungur, Vífifell o.fl.) mistókst og var Stöð 3 sameinuð Stöð 2 1997. Sjónvarpsstöðin Skjár 1, sem byggði tekjur sínar ein- göngu á auglýsingum, hóf út- sendingar 1998, en reyndist ekki hafa burði til umfangs- mikillar starfsemi fyrr en fjár- sterkari aðilar komu að rekstr- inum 1999. Þeir lentu einnig í erfiðleikum og seldu stöðina árið 2002. Tilraunir núverandi eigenda til að hefja útsending- ar áskriftarsjónvarps árið 2003 samhliða Skjá 1 undir nafninu Skjár 2 biðu skipbrot eftir nokkurra mánaða tilraunir. ■ Misheppnaðar tilraunir með nýjar sjónvarpstöðvar: Endurtekið efni Einkaleyfi RÚV afnumið 1985
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.