Fréttablaðið - 04.04.2004, Side 54

Fréttablaðið - 04.04.2004, Side 54
42 4. apríl 2004 SUNNUDAGUR FERGIE FAGNAR Sir Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, fagnar sigrinu yfir Arsenal ásamt barnabarni sínu Jake. Fótbolti Enska 1. deildin: Reading vann West Ham FÓTBOLTI Ívar Ingi- marsson lék allan leikinn með Reading sem vann West Ham 2-0 í ensku 1. deild- inni í gær. Dave Kit- son skoraði bæði mörk Reading, eitt í hvorum hálfleik. Eftir sigurinn er Reading í sjöunda sæti en West Ham er í fjórða sæti. Íslendingaliðin Stoke og Coventry mættust á Brittannia Stadium og hafði Soke betur. Kristian Commons skoraði eina mark leiksins á 31. mínútu. Bjarni Guðjónsson var í byrjunar- liði Coventry en þurfti að fara af velli á 31. mínútu. Brynj- ar Björn Gunnars- son var allan leikinn á meðal varamanna Stoke. Eftir leikinn er Stoke í þrettánda sæti og Coventry í ellefta sæti. Norwich er efst í 1. deildinni eftir 5-3 sigur á Burnley á útivelli. WBA er í öðru sæti en félagið leikur við Ipswich á útivelli í dag. Wimbledon er enn langneðst en félagið vann Wigan 1-0 á útivelli í gær. ■ Manchester United í úrslit Manchester United vann Arsenal 1-0 í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar og eru þrennu- draumar Arsenal þar með úr sögunni. FÓTBOLTI Manchester United leikur til úrslita um enska bikarinn gegn Millwall eða Sunderland. United vann Arsenal 1-0 í undanúrslitum í gær með marki Paul Scholes á 32. mínútu. Ryan Giggs fékk bolt- ann hægra megin í vítateig Arsenal og sendi hann út á Scholes sem skoraði með hnitmið- uðu skoti í hægra hornið. United var stálheppið á upp- hafsmínútum leiksins. Dennis Bergkamp slapp einn innfyrir vörn United en Roy Carroll varði skot hans. Bergkamp náði frákast- inu og skaut að marki en Wes Brown bjargaði á marklínu og varnarmenn United komu boltan- um aftur fyrir endamark. Upp úr hornspyrnunni barst boltinn til Edu sem skaut í slá af vítateigslín- unni og frákastið féll vel fyrir Kolo Toure en Carroll varði skallabolta Arsenal-mannsins af örstuttu færi með bestu tilþrifum leiksins. Ruud van Nistelrooy lék ekki með United vegna meiðsla og Thierry Henry og José Antonio Reyes byrjuðu á varamanna- bekknum hjá Arsenal. Þegar ljóst var að sóknarmönnum Arsenal tækist ekki að jafna leikinn sendi Arsene Wenger þá Henry og Reyes. Henry náði ekki að setja mark sitt á leikinn en Reyes var mjög sprækur lengi vel. Vörn United, sem hefur átt í erf- iðleikum frá því Rio Ferdinand fór í leikbannið langa, stóðst öll áhlaup Arsenal. Wes Brown lék mjög vel sem og ungu mennirnir Ronaldo og Darren Fletcher. „Ronaldo var í frjálsri stöðu,“ sagði Alex Fergu- son. „Hann hafði ekketr varnar- hlutverk. Okkur fannst að hann myndi leiða skyndisóknirnar.“ ■ ÍVAR INGIMARSSON Lék með Reading sem vann West Ham 2-0. Allsvenskan: Jafnt í fyrsta leik FÓTBOLTI Auðun Helgason var ekki í leikmannahópi Landskrona sem gerði jafntefli, 1-1, við Helding- borg í fyrsta leik Allsvenska í ár. Peter Graulund skoraði fyrir Helsingborg um miðjan fyrri hálfleik en Johan Andersson hafn- aði fyrir Landskrona þegar korter var til leiksloka. Rúmlega 11.000 manns sáu leikinn sem fór fram í Landskrona. Eitt Íslendingafélag verður í sviðsljósinu í dag en IFK Göte- borg, félag Hjálmars Jónssonar, leikur við Kalmar á útivelli. Á morgun leikur Örgryte við Elf- borg en með Örgryte leika Tryggvi Guðmundsson, Jóhann B. Guðmundsson og Atli Sveinn Þór- arinsson. Hammarby, félag Pét- urs Marteinssonar, leikur við - Malmö FF á þriðjudag. ■ Manchester Unitedtryggði sér í gær sæti í úrslitum ensku bikarkeppninnar í sext- ánda sinn. United lék fyrst til úr- slita árið 1909 og vann Bristol City 1-0 á Crystal Palace-vellinum í London. United þurfti að bíða í 39 ár eftir næsta úrslitaleik en þá vann félagið Blackpool 4-2 á Wembley. United tapaði næstu tveimur úrslitaleikj- um, árin 1957 og 1958 en vann Leicester 3-1 árið 1963. Síðan þá hefur United tapað þremur úrslita- leikjum en sigrað í sjö, síðast árið 1999 þegar félagið vann Newcastle 2-0. United hefur tíu sinnum orðið bikarmeistari, oftar en nokkurt annað félag. Ryan Giggs og Roy Keane hafa leikið fjóra úrslitaleiki og þrisvar orðið meistarar. ■ ■ Tala dagsins 16 SCHOLES SKORAÐI Paul Scholes fagnar sigurmarki sínu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.