Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 54
42 4. apríl 2004 SUNNUDAGUR FERGIE FAGNAR Sir Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, fagnar sigrinu yfir Arsenal ásamt barnabarni sínu Jake. Fótbolti Enska 1. deildin: Reading vann West Ham FÓTBOLTI Ívar Ingi- marsson lék allan leikinn með Reading sem vann West Ham 2-0 í ensku 1. deild- inni í gær. Dave Kit- son skoraði bæði mörk Reading, eitt í hvorum hálfleik. Eftir sigurinn er Reading í sjöunda sæti en West Ham er í fjórða sæti. Íslendingaliðin Stoke og Coventry mættust á Brittannia Stadium og hafði Soke betur. Kristian Commons skoraði eina mark leiksins á 31. mínútu. Bjarni Guðjónsson var í byrjunar- liði Coventry en þurfti að fara af velli á 31. mínútu. Brynj- ar Björn Gunnars- son var allan leikinn á meðal varamanna Stoke. Eftir leikinn er Stoke í þrettánda sæti og Coventry í ellefta sæti. Norwich er efst í 1. deildinni eftir 5-3 sigur á Burnley á útivelli. WBA er í öðru sæti en félagið leikur við Ipswich á útivelli í dag. Wimbledon er enn langneðst en félagið vann Wigan 1-0 á útivelli í gær. ■ Manchester United í úrslit Manchester United vann Arsenal 1-0 í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar og eru þrennu- draumar Arsenal þar með úr sögunni. FÓTBOLTI Manchester United leikur til úrslita um enska bikarinn gegn Millwall eða Sunderland. United vann Arsenal 1-0 í undanúrslitum í gær með marki Paul Scholes á 32. mínútu. Ryan Giggs fékk bolt- ann hægra megin í vítateig Arsenal og sendi hann út á Scholes sem skoraði með hnitmið- uðu skoti í hægra hornið. United var stálheppið á upp- hafsmínútum leiksins. Dennis Bergkamp slapp einn innfyrir vörn United en Roy Carroll varði skot hans. Bergkamp náði frákast- inu og skaut að marki en Wes Brown bjargaði á marklínu og varnarmenn United komu boltan- um aftur fyrir endamark. Upp úr hornspyrnunni barst boltinn til Edu sem skaut í slá af vítateigslín- unni og frákastið féll vel fyrir Kolo Toure en Carroll varði skallabolta Arsenal-mannsins af örstuttu færi með bestu tilþrifum leiksins. Ruud van Nistelrooy lék ekki með United vegna meiðsla og Thierry Henry og José Antonio Reyes byrjuðu á varamanna- bekknum hjá Arsenal. Þegar ljóst var að sóknarmönnum Arsenal tækist ekki að jafna leikinn sendi Arsene Wenger þá Henry og Reyes. Henry náði ekki að setja mark sitt á leikinn en Reyes var mjög sprækur lengi vel. Vörn United, sem hefur átt í erf- iðleikum frá því Rio Ferdinand fór í leikbannið langa, stóðst öll áhlaup Arsenal. Wes Brown lék mjög vel sem og ungu mennirnir Ronaldo og Darren Fletcher. „Ronaldo var í frjálsri stöðu,“ sagði Alex Fergu- son. „Hann hafði ekketr varnar- hlutverk. Okkur fannst að hann myndi leiða skyndisóknirnar.“ ■ ÍVAR INGIMARSSON Lék með Reading sem vann West Ham 2-0. Allsvenskan: Jafnt í fyrsta leik FÓTBOLTI Auðun Helgason var ekki í leikmannahópi Landskrona sem gerði jafntefli, 1-1, við Helding- borg í fyrsta leik Allsvenska í ár. Peter Graulund skoraði fyrir Helsingborg um miðjan fyrri hálfleik en Johan Andersson hafn- aði fyrir Landskrona þegar korter var til leiksloka. Rúmlega 11.000 manns sáu leikinn sem fór fram í Landskrona. Eitt Íslendingafélag verður í sviðsljósinu í dag en IFK Göte- borg, félag Hjálmars Jónssonar, leikur við Kalmar á útivelli. Á morgun leikur Örgryte við Elf- borg en með Örgryte leika Tryggvi Guðmundsson, Jóhann B. Guðmundsson og Atli Sveinn Þór- arinsson. Hammarby, félag Pét- urs Marteinssonar, leikur við - Malmö FF á þriðjudag. ■ Manchester Unitedtryggði sér í gær sæti í úrslitum ensku bikarkeppninnar í sext- ánda sinn. United lék fyrst til úr- slita árið 1909 og vann Bristol City 1-0 á Crystal Palace-vellinum í London. United þurfti að bíða í 39 ár eftir næsta úrslitaleik en þá vann félagið Blackpool 4-2 á Wembley. United tapaði næstu tveimur úrslitaleikj- um, árin 1957 og 1958 en vann Leicester 3-1 árið 1963. Síðan þá hefur United tapað þremur úrslita- leikjum en sigrað í sjö, síðast árið 1999 þegar félagið vann Newcastle 2-0. United hefur tíu sinnum orðið bikarmeistari, oftar en nokkurt annað félag. Ryan Giggs og Roy Keane hafa leikið fjóra úrslitaleiki og þrisvar orðið meistarar. ■ ■ Tala dagsins 16 SCHOLES SKORAÐI Paul Scholes fagnar sigurmarki sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.