Fréttablaðið - 04.04.2004, Síða 56

Fréttablaðið - 04.04.2004, Síða 56
4. apríl 2004 SUNNUDAGUR Formúlan í Barein: Ferrari á ráspól FÓTBOLTI Michael Schumacher og Rubens Barrichello, ökumenn Ferrari, verða á ráspól í Barein í dag. Schumacher fékk besta tím- ann í tímatökunni í gær og var 0,391 sekúndu á undan samherja sínum. Juan Pablo Montoya og Ralf Schumacher, hjá Williams, voru í næstu sætum á eftir Ferrari-öku- þórunum en Takuma Sato og Jen- son Button, hjá BAR-Honda urðu í fimmta og sjötta sæti. Bíll Kimis Raikkönen, hjá Mc- Laren, bilaði áður en hann komst í tímatökuna og verður því síðastur í rásröðinni í dag. ■ Búndeslígan: Bayern vann FÓTBOLTI Bayern München minnk- aði forskot Werder Bremen á toppi þýsku Búndeslígunnar í sex stig með sannfærandi útisigri á Kaiserslautern. Bayern vann 2–0 og skoruðu Roy Makaay og Roque Santa Cruz mörkin í seinni hálf- leik. Werder getur aukið forskotið í níu stig í dag en Brima- b o r g a r a r leika við Freiburg á heimavelli. Stuttgart burstaði Wolfsburg 5–1 á útivelli og treysti stöðu sína í þriðja sætinu því Leverkusen náði aðeins jafntefli í Mönchengladbach. Köln vann Eintrach Frankfurt 2–0 í gær en félagið hefur ekki unnið leik síðan í janúar. Köln er í neðsta sæti, fimm stigum á eftir Herthu frá Berlín og átta stigum á eftir Kaiserslautern, sem er í næsta sæti fyrir ofan fallsætin þrjú. ■ ÚRSLIT Í GÆR Hertha Berlin - Hansa Rostock 1-1 Roberto Pinto - Thomas Rasmussen Mönchengladbach - Leverkusen 0-0 Kaiserslautern - Bayern München 0-2 Roy Makaay, Roque Santa Cruz 1860 München - Hannover 0-2 Dariusz Zuraw, Thomas Brdaric Köln - Eintracht Frankfurt 2-0 Ingo Hertzsch (sjm.), Lukas Podolski Wolfsburg - VfB Stuttgart 1-5 Martin Petrov - Heiko Gerber, Marco Streller, Philipp Lahm, Kevin Kuranyi, Imre Szabics Schalke 04 - Hamburger 4-1 Tomasz Waldoch, Ebbe Sand, Fabian La- motte, Michael Delura - Mehdi Mahdavik- ia (vsp.) LEIKIR Í DAG Werder Bremen – Freiburg Borussia Dortmund – Bochum ROY MAKAAY Skoraði sitt 20. deildar- mark.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.