Fréttablaðið - 04.04.2004, Side 57
SUNNUDAGUR 4. apríl 2004
FÓTBOLTI Chelsea minnkaði forskot
Arsenal á toppi ensku úrvalsdeild-
arinnar í fjögur stig þegar félagið
vann Tottenham 1–0 á White Hart
Lane. Jimmy Floyd Hasselbaink
skoraði eina mark leiksins með
skoti af markteig eftir sendingu
Damiens Duff af hægri kanti.
Eiður Smári Guðjohnsen var í
byrjunarliði Chelsea en var skipt
út fyrir Danann Jesper Grönkjær
á 78. mínútu.
Newcastle komst upp í fjórða
sætið að nýju með sigri á Everton.
Alan Shearer setti tvö mörk og er
þar með búinn að skora 25 mörk á
leiktíðinni en Kieron Dyer skoraði
sitt fyrsta mark í 48 úrvalsdeild-
arleikjum.
Langri bið Norðmannsins Claus
Lundekvam eftir deildarmarki lauk
í gær. Hann skoraði loksins í sínum
285. leik þegar Southampton
burstaði Úlfana 4–1 á útivelli.
Jonathan Greening skoraði sitt
fyrsta mark á leiktíðinni þegar
Middlesbrough vann Bolton 2–0.
Fyrra mark Middlesbrough var
sjálfsmark Kevins Nolan sem
setti boltann í eigið mark eftir
hornspyrnu Gaizka Mendieta. ■
EKKI MÖGULEIKI
Nigel Martyn kom engum vörnum við þegar Kieron Dyer skoraði annað mark Newcastle í gær.
Enska úrvalsdeildin:
Chelsea dregur á Arsenal
ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR
Middlesbrough - Bolton 2-0
1-0 Kevin Nolan, sjm (8.), 2-0 Jonathan
Greening (51.)
Newcastle - Everton 4-2
1-0 Craig Bellamy (5.), 1-1 Thomas
Gravesen (12.), 2-1 Kieron Dyer (21.), 3-
1 Alan Shearer (52.), 3-2 Joseph Yobo
(81.), 4-2 Alan Shearer (90.)
Tottenham - Chelsea 0-1
0-1 Jimmy Floyd Hasselbaink (38.)
Wolves - Southampton 1-4
0-1 James Beattie (25.), 0-2 Claus
Lundekvam (58.), 1-2 Henri Camara
(72.), 1-3 Kevin Phillips (89.), 1-4 Kevin
Phillips (90.)
Fulham - Birmingham 0-0
LEIKIR Í DAG
Aston Villa - Man. City
Liverpool - Blackburn
LEIKUR Á MORGUN
Leeds - Leicester
HANDBOLTI Víkingur tryggði sér
oddaleik við Val um sæti í undan-
úrslitum RE/MAX-deildar kvenna
í gær. Víkingar sigruðu 23-22 eftir
framlengdan leik en staðan var
20-20 að loknum venjulegum leik-
tíma. Natasa Damiljanovic skor-
aði sigurmark Víkinga úr víta-
kasti.
Stjarnan vann Gróttu/KR 22-21
á Seltjarnarnesi í seinni leik lið-
anna og fylgdi eftir 23-18 sigri í
fyrri leiknum á fimmtudag. Stjarn-
an er því komin í undanúrslit.
ÍBV vann KA/Þór 32-23 í átta
liða úrslitum RE/MAX-deildar
kvenna í gær. Sigur Eyjastúlkna
var allan tímann mjög öruggur en
staðan í leikhléi var 16-10. Félögin
leika að nýju í hádeginu í dag og
virðist ólíklegt að þörf verði fyrir
þriðja leik félaganna um sæti í
undanúrslitum keppninnar.
Guðbjörg Guðmannsdóttir var
markahæst Eyjastúlkna með átta
mörk, Birgit Engl skoraði sex
mörk og Anja Nielsen fimm.
Cornelia Georgetta skoraði ellefu
mörk fyrir KA/Þór og Guðrún
Helga Tryggvadóttir sex. ■
RE/MAX-deild kvenna:
Víkingur náði oddaleik
STJARNAN Í UNDANÚRSLIT
Stjarnan varð fyrst til að vinna sér sæti í
undanúrslitum RE/MAX-deildarinnar í
handbolta.
KÖRFUBOLTI Keflavík vann Snæfell
104–98 í Keflavík í gær og jafnaði
metin í rimmu félaganna um Ís-
landsmeistaratitilinn í körfubolta.
Snæfell sigraði 80–76 í fyrsta
leiknum í Stykkishólmi á fimmtu-
dag en félögin mætast að nýju í
Hólminum annað kvöld.
Keflavíkingar náðu strax
frumkvæðinu í leiknum og leiddu
23–18 eftir fyrsta leikhluta. Í öðr-
um leikhluta náðu Keflvíkingar
ellefu stiga forystu en það stingur
enginn Snæfellinga af. Þeir unnu
muninn upp og þegar þrjár mínút-
ur voru til leikhlés náðu gestirnir
forystu, 41–38.
Keflvíkingar jöfnuðu fyrir hlé,
47–47, og náðu aftur frumkvæð-
inu í þriðja leikhluta. Staðan var
70–64 fyrir Keflavík þegar fjórði
leikhluti hófst. Sverrir Sverrisson
skoraði fyrsta stig fjórða leik-
hluta en Dondrell Whitmore svar-
aði með því að skora úr þremur
vítaskotum. Þá skoruðu Keflvík-
ingar tólf stig í röð og breyttu
stöðunni í 83–67. Mestur var mun-
urinn sextán stig, 90–74, eftir að
Magnús Gunnarsson hafði skoraði
úr þremur vítaskotum. Snæfell-
ingar tóku þá við sér og skoruðu
átta stig í röð. Staðan var orðin
90–84 og rúmar fjórar mínútur
eftir.
Derrick Allen skoraði fyrir
Keflavíkinga í næstu sókn, Magn-
ús Gunnarsson setti niður þrist og
Allen bætti við tveimur stigum.
Staðan var nú orðin 97–84 og um
þrjár mínútur eftir. Corey
Dickerson skoraði fyrir Snæfell
og Hlynur Bæringsson setti niður
tvo þrista og bætti einu stigi við
úr vítaskoti. Munurinn var allt í
einu orðinn fjögur stig, 97–93.
Magnús Gunnarsson svaraði því
með þriggja stiga körfu og Fannar
Ólafsson bætti tveimur stigum
við. Snæfellingar náðu að klóra í
bakkann undir lokin en þeir náðu
aldrei að ógna sigri Keflvíkinga
sem sigruðu með sex stiga mun,
104–98.
Derrick Allen og Nick Brad-
ford skoruðu 26 stig hvor fyrir
Keflavík en Dondrell Whitmore
og Hlynur Bæringinsson skoruðu
24 stig hvor fyrir Snæfell.
Skömmu fyrir leikslok sauð
upp úr milli leikmanna. Keflvík-
ingurinn Arnar Freyr Jónsson
kastaði boltanum í Snæfellinginn
Hlyn Bæringsson. Snæfellingur-
inn Corey Dickerson brást illa við
og hrinti Arnari í burtu.
Dickerson var rekinn út úr húsi
en Arnar slapp og verður Snæfell-
ingurinn í leikbanni þegar félögin
mætast í Stykkishólmi annað
kvöld. ■
Keflavík jafnaði
Keflavík vann Snæfell 104–98 í öðrum leik félaganna í úrslitum Inter-
sport-deildarinnar í körfubolta.
NICK BRADFORD
Skoraði 26 stig þegar Keflvíkingar unnu
Snæfell 104–98 í gær.