Fréttablaðið - 07.04.2004, Page 2

Fréttablaðið - 07.04.2004, Page 2
VEGABRÉF „Við höfum verið að búa okkur undir að krafa um ný vega- bréf til Bandaríkjanna verði komin í fullt gildi 26. október á þessu ári. Hvort því verði frestað um tvö ár kemur ekki í ljós fyrr en eftir 1. maí,“ segir Georg Lár- usson, forstjóri Útlendingastofn- unar, um ný vegabréf sem ferðamenn til Bandaríkjanna koma til með að þurfa að fram- vísa við komu til landsins. Sérfræðing- ar geta sér til um að eftir fimm til tíu ár verði farið að gera kröf- ur um svipaða tækni í vegabréf- um, alls staðar í heiminum, eins og gert verður í Bandaríkjunum. Frá og með 30. september verða teknar myndir og fingraför af öllum þeim sem koma til Banda- ríkjanna og innan tveggja ára verður farið fram á vegabréf sem hafa að geyma sérstaka ör- flögu sem geymir lífeinkenni. Ekki hefur enn verið ákveðið ná- kvæmlega hvaða upplýsingar örflagan á að geyma. Allt bendir þó til að í henni verði tölvulesan- leg mynd sem greinir andlit nið- ur í hluta og jafnframt fingraför. Örflöguframleiðendur víða um heim keppast við að gera örflög- urnar en ekkert fyrirtækjanna hefur getur lofað nema fimm ára líftíma enn sem komið er. Öll vegabréf eru hins vegar með tíu ára gildistíma. Tölvulesanleg vegabréf sem gefin voru út eftir 1. júní 1999 og verða gefin út til 26. október 2004 munu duga til ferðalaga til Bandaríkjanna á meðan þau eru í gildi. Georg segir vegabréfin vera fyrst og fremst notuð við landamæravörslu svo hægt sé að sannreyna að sá sem afhendir vegabréf sé eig- andi þess. Flestir sem fara ólöglega á milli landa gera það með því að framvísa vega- bréfum annarra. „Við Íslending- ar eigum ekkert val ef þessar tillögur Evrópusam- bandsins verða samþykktar eins og allt bendir til. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að fara þessa leið og það þýðir ekkert fyrir okkur að vera með belging hér á Íslandi. Annaðhvort erum við með eða verðum hérna heima. Því finnst mér öll umræða á Alþingi um við eigum að gera slíkt hið sama hljó- ma ákaflega undarlega,“ segir Ge- org Lárusson. hrs@frettabladid.is ÞURFA VEGABRÉFIN TIL AÐ KOM- AST MILLI LANDA Yfirskrifstofa Evrópusambandsins ráðleggur þegnum þeirra tíu landa sem ganga í sambandið 1. maí næst- komandi að taka vegabréfin sín með þegar þau ferðast á milli landa, þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að ríkisborgarar í sam- bandsríkjunum þurfi aðeins að framvísa nafnskírteinum. Skrif- stofan býst við einhverjum rugl- ingi þar sem tíma mun taka fyrir landamæraverði að læra að bera kennsl á nafnskírteini. HREINSAÐUR AF ÁSÖKUNUM UM MÚTUR Pólski forsætisráðherr- ann, Leszek Miller, fagnar nýrri skýrslu sem ber af honum allar sakir í máli síðan 2002. Málið snýst um meinta mútuþægni við framleiðanda myndanna „Shindler’s List“ og „The Pian- ist,“ sem báðar voru teknar upp í Póllandi. Gegn greiðslum átti Miller að auðvelda framleiðand- anum að ná einkarétti á útgáfu myndanna með nýjum fjölmiðla- lögum. FRÖNSK ORKA EKKI EINKAVÆDD Samkvæmt yfirlýsingu frá fjár- málaráðherra Frakklands stend- ur ekki til að einkavæða ríkis- orkufyrirtækin þar í landi. Hann sagði þó að búast mætti við að rekstarformi fyrirtækjanna verði breytt að einhverju leyti. Þetta er gert til að fara að samkeppnislög- um Evrópusambandsins en franska ríkið hefur verið harð- lega gagnrýnt fyrir að fara ekki að lögunum. 2 7. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR „Jú jú, nema þegar þetta er allt á sömu þúfunni, eins og Seltjarnarnes og Reykjavík.“ Í úrslitakeppni Gettu betur var spurt hvar Sing- sing-fangelsið er og gefið rétt fyrir svarið New York. Verslingar fengu stigið og unnu keppnina en eftir á hafa margir bent á að það sé í New York ríki. Stefán Pálsson var spurningahöfundur og dómari keppninnar. Spurningdagsins Stefán, þekkir þú ekki muninn á ríki og borg? Kærunefnd jafnréttismála: Dómsmálaráðherra braut lög DÓMSMÁL Björn Bjarnason dóms- málaráðherra braut jafnréttislög þegar hann skipaði Ólaf Börk Þor- valdsson í stöðu hæstaréttardóm- ara við Hæstarétt Íslands á síð- asta ári. Þetta er niðurstaða kæru- nefndar jafnréttismála sem kemst að þeirri niðurstöðu að Björn hafi brotið lög um jafna stöðu og rétt karla og kvenna en einn upphaflegra umsækjenda, Hjördís Björk Hákonardóttir, kærði ráðherrann fyrir nefndinni. Segir í úrskurðinum að Birni hafi ekki tekist á málefnalegan hátt að sýna fram á aðrar ástæður en kynferði hafi legið að baki ráðningu Ólafs enda er það mat nefndarinnar að Hjördís Björk sé hæfari kostur en sá sem embættið hlaut. Bent er á að aðeins tveir dómarar af níu alls við Hæstarétt séu konur. Bar Birni þess vegna að gæta þess að velja konu þegar ráðið var í embættið enda sé hún jafngóður eða betri kostur en Ólafur Börkur Þorvaldsson. Kærunefnd beinir þeim til- mælum til dómsmálaráðherra að fundin verði viðunandi lausn á málinu. ■ Skólastjóri grunnskóla Seltjarnarness: Sigfús ráðinn SELTJARNARNES Bæjarstjórn Sel- tjarnarness samþykkti í gær með fjórum atkvæðum meiri- hluta að ráða Sigfús Grétarsson í starf skólastjóra við grunn- skóla bæjarins. Skólanefnd mælti með ráðningu Sigfúsar með fjórum atkvæðum af fimm en minnihlutinn klofnaði í af- stöðu sinni til ráðningarinnar. Sigfús tekur við starfinu 1. ágúst en mun hefja störf tengd undirbúningi á næstunni. Sigfús er núverandi skólastjóri Val- húsaskóla og hefur gegnt því starfi frá árinu 1998. Sigfús Grétarsson var valinn úr hópi sjö umsækjenda um stöðuna. ■ BÍLL LEIÐTOGA INGUSHETIAN-HÉRAÐS Er illa farinn þótt leiðtoginn hafi sloppið tiltölulega ómeiddur. Bílasprengja sprakk í Rússlandi: Téténar ógna friði VLADIKAVKAZ, AP Stór bílasprengja sprakk í Rússlandi en talið er að um sjálfsmorðssprengju hafi ver- ið að ræða. Bílalest hátt setts manns í Rússlandi varð fyrir sprengingunni sem talið er að hópar herskárra Téténa beri ábyrgð á. Maðurinn heitir Murat Zyazikov og er leiðtogi Ingusheti- an-héraðs í Kákasus. Tveir ein- staklingar eru taldir hafa verið í sprengjubílnum og létust þeir báðir. Enginn annar slasaðist al- varlega í sprengingunni sem Zyazikov segir vera tilraun til að stofna friði á svæðinu í hættu. ■ Tveir sautján ára piltar : Fengu tvegg- ja ára dóm DÓMSMÁL Tveir sautján ára piltar fengu tveggja ára skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir innbrot, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot. Piltarnir brutust inn í íbúð og stálu þaðan raftækjum að verðmæti rúmlega 50 þúsund króna. Þá fund- ust við líkamsleit á öðrum piltanna rúmlega tvö grömm af hassi og tæpt gramm af tóbaksblönduðu kannabisefni. Sá hinn sami ók einnig bíl undir áhrifum áfengis áður en hann fékk ökuréttindi. Hann þarf að borga eitt hundrað þúsund krónur í sekt og var sviptur ökuréttindum í tíu mánuði. ■ ALNÆMISLYF Héðan í frá geta þriðjaheimslönd keypt lyfin á lægra verði, þökk sé stofnun Bills Clinton. Clinton hjálpar barátt- unni við alnæmi: Lyf á lágu verði BANDARÍKIN, AP Stofnun sem kennd er við Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur samið um að öll lönd í þriðja heiminum fái alnæmislyf á góðu verði. Þetta tilboð nær þó eingöngu til þeirra landa sem njóta stuðnings Sam- einuðu þjóðanna, en talað er um að stofnunin geti veitt þessa heil- brigðisþjónustu á allt að áttatíu prósent lægra verði. Clinton leggur áherslu á að mjög vel verði fylgst með því að þau fyrirtæki sem nýta sér þessi tilboð komi lyfjunum í umferð í þriðjaheimslöndunum, en fari ekki bakdyramegin inn á markað á Vesturlöndum. ■ BJÖRN ÞUNGT HUGSI Kærunefnd jafnréttismála komst að því að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embætti hæstaréttardómara. „ Annað- hvort erum við með eða verðum hérna heima. ■ Evrópa ■ Írak MÓTMÆLI Í BEIRÚT Mörg hund- ruð írakskra sjíta-múslima fylktu liði í mótmælagöngu í Líbanon gegn Bandaríkjamönnum í Írak. Göngumenn báru myndir af sjítaklerknum Muqtada al-Sadr og slagorð gegn Bandaríkjunum. Þetta gerðu þeir til að sýna stuðning sinn í verki við sjíta- klerkinn sem hefur verið ötull baráttumaður gegn bandaríska hernum í Írak. GEORG LÁRUSSON forstjóri Útlend- ingastofnunar. AFGANISTAN Jarðskjálftinn mun án efa hafa einhver áhrif á uppbygginguna í landinu. Hamfarir í Afganistan: Mannskæð- ur jarðskjálfti KABÚL, AP Mikil hræðsla greip um sig í Afganistan þegar jarðskjálfti reið þar yfir. Margir þutu út á göt- ur borgarinnar, minnugir jarð- skjálftans frá 1998 þar sem fimm þúsund manns létu lífið. Upptök skjálftans voru við landamæri Pakistans en hans var einnig vart í Úsbekistan meðal annars. Einhverjir létu lífið í jarð- skjálftanum en fulltrúi Rauða hálfmánans vildi ekkert gefa út um fjölda þeirra að svo stöddu. Heimildum ber ekki saman um styrk jarðskjálftans, en talið er að hann hafi verið 6,6–6,8 á Richt- er. ■ Við eigum ekkert val Forstjóri Útlendingastofnunar segir Íslendinga ekki hafa val ef Evrópu- sambandið ákveði að framvísa verði vegabréfum með persónuauðkenn- um við komu til landa innan þess líkt og Bandaríkjamenn ætla að gera. VEGABRÉFAEFTIRLIT Í LEIFSSTÖÐ Forstjóri Útlendingastofnunar segir þýðingarlaust fyrir Íslendinga að vera með belging þegar tillögur ESB um vegabréfaeftirlit eru annars vegar. Íslendingar eigi ekkert val.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.