Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.04.2004, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 07.04.2004, Qupperneq 10
10 7. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR MILLJARÐAMÆRINGURINN BERLUSCONI Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, var gestur í spjallþætti í ítalska ríkissjón- varpinu í gær. Berlusconi, sem er ríkasti maður Ítalíu, var með sem svarar yfir 1,1 milljarði íslenskra króna í tekjur árið 2002, samkvæmt nýútgefinni skýrslu. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannóknastofnunar: Þorskkvótinn mun alltént ekki minnka TOGARARALL „Varðandi þorskinn þá er þetta í samræmi við okkar vænt- ingar. Við höfum verið að vonast til þess að stofninn styrktist og ef vís- bendingarnar reynast marktækar þá eru okkar spár að ganga eftir,“ sagði Jóhann Sigurjónsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar. Bráðabirgðaniðurstöður togara- ralls stofnunarinnar hafa nú verið kynntar en þær eru mikilvægur þáttur árlegrar úttektar Hafrann- sóknastofnunar á ástandi nytja- stofna við landið. Stofnmælingin í ár gefur svipaða mynd og stofn- mælingin í fyrra hvað varðar hátt hitastig sjávar og verulegar breyt- ingar á útbreiðslu fjölmargra teg- unda. Sumar tegundir sem voru áður mest fyrir sunnan land eru nú allt í kringum land. Loðna, sem hef- ur verið mikilvægasta fæða botn- fiska á þessum árstíma fannst hins vegar í mjög litlum mæli fyrir sunnan land. „Það er greinilega aukning í vísi- tölu þorsksins en hvað það hefur að segja varðandi okkar ráðgjöf og nýtingu á næstu misserum og árum er annað mál. Ég held þó að það sé engin ástæða til að ætla að þorsk- kvótinn minnki,“ sagði Jóhann. Hann segir merkilegt að sjá hvað ýsa sé í miklum mæli við land- ið. Verulegrar aukningar hafi orðið vart í fyrra og sú þróun virðist halda áfram. Því til viðbótar aukist útbreiðsla ýsunnar. „Ýsan er greinilega út um allt og í töluvert miklu magni. Þetta tengj- um við náttúrlega hlýnandi skilyrð- um. Sama er að segja um lýsuna,“ segir Jóhann. En á móti kemur að göngur kald- sjávartegunda, líkt og loðnu og síld- ar virðast truflast í takt við hlýn- andi sjó. Loðnan gengur til dæmis í litlum mæli vestur fyrir landið. Sjá nánar síðu 18 Átök milli hermanna og uppreisnarmanna í Írak: Hart barist í nokkrum borgum BAGDAD, AP Mikil átök hafa verið milli bandarískra hermanna og stuðningsmanna sjíta-klerksins, Muqtada al-Sadr, við borgina Fallu- jah í Írak. Þessir bardagar eru liður í áætlun Bandaríkjamanna að friða borgina en uppreisnarmenn hafa lengi barist þar við hermennina. Átökin hafa einnig breiðst út til fjögurra annarra borga, meðal ann- ars til Bagdad en þetta eru mestu átök sem hafa orðið í Bagdad síðan borgin var hertekin. Að sögn banda- rískra stjórnvalda hafa tugir Íraka fallið í þessum átökum og að minnsta kosti einn hermaður frá Úkraínu. Al-Sadr, sem er mikill andófs- maður bandaríska hersetuliðsins, gaf út yfirlýsingu þar sem hann hvatti fólk til að hræða óvininn þar sem frið- samleg mótmæli dugi ekki til að hann hverfi á brott. Hann hefur flutt sig um set frá moskunni í Bagdad þar sem hann hefur dvalist undanfarið af ótta við að heilagleiki mosk- unnar yrði rofinn af óþverrum og illu fólki. ■ ÞJÁTÍU LÁTNIR, TYLFT ENN SAKN- AÐ Í MEXÍKÓ Hjálparsveitir leita enn tylft manna sem saknað er eftir mannskæð flóð í Mexíkó. Búið er að staðfesta að 31 hafi látið lífið í þessum flóðum sem eyðilögðu einnig hundrað heimili í bæ við landamæri Bandaríkj- anna. Enn eru nokkur önnur hverfi rafmagns- og vatnslaus en lögreglan í Mexíkó vinnur hörð- um höndum að því að laga allar skemmdir flóðsins. HRYÐJUVERKAMENN MEGA EKKI SIGRA FRELSISSTYTTUNA Síðan 11. september 2001 hefur frelsis- styttan verið lokuð almenningi af ótta við að þetta geysistóra tákn Bandaríkjanna verði skotmark fyrir hryðjuverkamenn. Nú er borgarstjóra New York borgar nóg boðið og sakar yfirvöld um að láta hryðjuvekamenn stjórna gjörðum sínum. Hann krefst þess að frelsisstyttan verði opnuð tafarlaust. FYRRUM INNANRÍKISRÁÐHERRA HAÍTÍ HANDTEKINN Innanríkis- ráðherra í stjórn Aristide, land- flótta forseta Haítí, var handtek- inn vegna gruns um að hafa látið drepa nokkra pólitíska andstæð- inga Aristides. Stuðningsmenn hans segja þó að ásakanir á hend- ur honum séu uppspuni og ein- ungis lognar til að koma yfir hann höndum. Grunsamlegt þykir að yfirvöld geta ekki nafngreint neinn af þeim mönnum sem fyrr- um innanríkisráðherrann á að hafa drepið, né tilgreint fjölda þeirra. SENDIRÁÐIÐ VARIÐ Skriðdreki jórdönsku lögreglunnar gætir bandaríska sendiráðsins í höfuðborginni Amman. Átta dæmdir til dauða: Komið í veg fyrir hryðjuverk JÓRDANÍA, AP Dómstólar í Jórdaníu hafa dæmt átta vígamenn til dauða fyrir morðið á bandarískum hjálp- arstarfsmanni árið 2002. Mennirn- ir eru taldir tengjast hryðjuverka- samtökunum al-Kaída en sex þeirra ganga enn lausir. Laurence Foley, sem starfaði hjá bandarísku þróunarhjálpinni, var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í höfuðborginni Amm- an í október 2002. Rannsókn máls- ins leiddi lögreglu á spor manna sem voru að skipuleggja fjölda hryðjuverkaárása í landinu, meðal annars á bandaríska sendiráðið. ■ JÓHANN SIGURJÓNSSON Forstjóri HAFRÓ segir niðurstöður togararalls í samræmi við væntingar vísindamanna, að minnsta kosti hvað þorskinn varðar. FRIÐSAMLEG MÓTMÆLI Í FALLUJAH Írakar mótmæla bandaríska setuliðinu og halda uppi mynd af klerknum Mohammed al-Sadr, föður Muqtada al-Sadr. ■ Ameríka ■ Asía KRAFIST NÝRRA KOSNINGA Stjórnarandstæðingar í Taívan hafa krafist þess að hæstiréttur landsins ógildi úrslit forsetakosn- inganna sem fram fóru 20. mars og boðað verði til nýrra kosninga. Chen Shui-bian, forseti Taívan, vann nauman sigur á keppinaut sínum Lien Chan en Lien heldur því fram að brögð hafi verið í tafli. BLÓÐUG ÁRÁS Á LÖGREGLUSTÖÐ Hundruð uppreisnarmanna úr röðum maóista gerðu árás á lög- reglustöð í suðurhluta Nepal í skjóli myrkurs aðfaranótt mánu- dags. Að minnsta kosti níu lög- reglumenn biðu bana og sex særðust í skotbardaga við upp- reisnarmennina. Tuttugu lög- reglumanna var saknað í gær og er talið að þeir hafi verið teknir í gíslingu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.