Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 16
16 7. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR KOSNINGABARÁTTA Í ALSÍR Alsírskur drengur hleypur fram hjá kosn- ingaveggspjaldi með mynd af Abdelaziz Bouteflika, forseta Alsír, í Algeirsborg. Sex manns eru í framboði til forseta í kosning- unum sem fram fara 22. apríl. Bouteflika hefur þegar setið eitt fimm ára kjörtímabil, en óvíst er hvort hann verður endurkjörinn. Frumvarp um verndun Þingvallavatns: Stærsta grunnvatnsauðlindin ALÞINGI Nýtt frumvarp um vernd- un Þingvallavatns og vatnasviðs þess verður lagt fram á Alþingi á næstu dögum. Frumvarpið tekur á öðrum þáttum en frumvarp sem Davíð Oddsson forsætisráðherra lagði fram í síðustu viku og snert- ir stækkun þjóðgarðsins. „Þetta er geysilega mikilvægt mál því Þingvallavatn og vatna- svið þess er stærsta grunnvatns- auðlind á Íslandi,“ segir Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra. Hún segir að samkvæmt frum- varpinu fái umhverfisráðherra heimild, að höfðu samráði við sveitarstjórnir og iðnaðarráðu- neyti, til að setja nánari reglur um framkvæmd vatnsverndarinnar. Samkvæmt frumvarpinu mun vatnsverndarsvæðið stækka verulega. Ráðherra verður heim- ilt að ákveða takmarkanir á beit og öðrum nytjarétti innan vernd- arsvæðisins telji hann að sú notk- un leiði til þess að vatn á svæðinu spillist. Fjármálaráðuneytið telur að lögfesting frumvarpsins muni ekki leiða til aukins kostnaðar fyr- ir ríkissjóð. ■ Stjórnum lífeyrissjóða settar nýjar skorður Umfang og völd lífeyrissjóða í viðskiptalífinu er vaxandi. Frumvarp um auknar kröfur til stjórn- enda þeirra liggur fyrir Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir segir horft til aukins umfangs sjóðanna og þess að eigendur þeirra kjósi ekki fulltrúa í stjórn. LÍFEYRISSJÓÐIR Auknar kröfur til stjórnarmanna lífeyrissjóða eru megininntak frumvarps til laga sem fjórir þingmenn Samfylking- arinnar hafa lagt fram á Alþingi. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að stjórnarmenn lífeyrissjóða sitji ekki sjálfir í stjórnum hluta- félaga, heldur fái óháða aðila til að setjast í stjórn fyrir sína hönd. Jó- hanna Sigurðardóttir, fyrsti flutn- ingsmaður frumvarpsins, segir að þetta sé til samræmis við nýjar leiðbeinandi reglur Kauphallar Ís- lands og til þess fallið að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum. „Við horfum einnig til þess að stjórnir lífeyrissjóðanna eru ekki kosnar af þeim sem eiga lífeyris- sjóðina sjálfa heldur tilnefna hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda fulltrúa í stjórn- inrnar,“ segir Jóhanna. Í svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn hennar fyrr á þessu þingi kom fram að Fjármálaeftir- litið hefði í nokkuð mörgum tilvik- um gert athugasemdir við lánveit- ingar tengdum stjórnarmönnum lífeyrissjóða. Í sama svari kom fram að um 70% stjórnarmanna lífeyrissjóða sitji í stjórnum hluta- félaga eða einkahlutafélaga. „Við leggjum til að Fjármálaeftirlitið fái heimildir til að sekta lífeyrissjóði eins og um fjármálafyrirtæki sé að ræða, brjóti þeir reglur.“ Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sambærilegar kröfur verði gerðar til stjórnarmanna lífeyris- sjóða um menntun, reynslu og starfsferil sem tryggi að þeir geti gegnt stöðu sinni á forsvaranlegan hátt. Jóhanna segir lífeyrissjóðirn- ir hafa vaxið að umfangi ár frá ári og því mikilvægt að ekki séu gerð- ar minni kröfur til stjórnenda og stjórnamanna lífeyrissjóða en gerðar eru hjá fjármálastofnunum. Í frumvarpinu eru ákvæði um að stjórn lífeyrissjóðs taki ekki þátt í ákvörðunum um einstök við- skipti nema að umfang þeirra sé verulegt miðað við almenn við- skipti sjóðsins. Einstakir stjórnar- menn skuli ekki hafa afskipti af ákvörðunum um einstök viðskipti eða lánafyrirgreiðslur. Í frum- varpinu er gert ráð fyrir að stjórnarmenn lífeyrissjóða sitji að öllu jöfnu ekki lengur en sex ár í stjórn sjóðanna. haflidi@frettabladid.is Nefnd um eignarhald fjölmiðla: Skýrslan birt eftir helgi FJÖLMIÐLAR Nefnd sú er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skipaði til að yfirfara eignarhald á fjöl- miðlum hér á landi hefur lokið störfum og skilað skýrslu sinni. Hún verður þó ekki gerð opin- ber að svo stöddu þar sem menntamálaráðherra hefur enn ekki kynnt hana fyrir öðrum ráðherrum innan ríkisstjórn- arinnar. Verður það gert á næsta ríkisstjórnarfundi sem haldinn verður strax að loknu páskafríi ráðherranna. ■ EFTIR ELDSVOÐANN Miklar skemmdir urðu á bókum og öðrum innanstokksmunum þegar eldsprengja sprakk í United Talmud Torah grunnskól- anum í Montreal. Árás á gyðinga: Eldsprengja í grunnskóla KANADA, AP Hundruð bóka brunnu og tölvur eyðilögðust þegar eld- sprengja sprakk í gyðingaskóla í Montreal. Þeir sem komu sprengj- unni fyrir skrifuðu andgyðingleg- an áróðurstexta á veggi skólans. Engin slys urðu á fólki þar sem United Talmud Torah grunnskól- inn var lokaður vegna páskahátíð- ar gyðinga. Að sögn talsmanns lögreglu var greinilega um hatursglæp að ræða. Borgarstjóri Montrael hefur heitið því að efla öryggisgæslu við stofnanir gyðinga á meðan á páskahátíðinni stendur. ■ ÁFENGI Að gefnu tilefni skal árétt- að að í frumvarpi því sem nokkrir alþingismenn hafa lagt fram til breytinga ýmissa lagaákvæða er varða sölu áfengis og tóbaks er áfram ráðgert að ÁTVR selji við- komandi vörur. Hins vegar er lagt til að einkasala þess sé afnumin og fleiri aðilum gert kleift að selja léttvín og bjór í verslunum sínum. Sterk vín verði áfram eingöngu til sölu í verslunum ÁTVR. ■ ■ Árétting SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Samkvæmt nýju frumvarpi fær um- hverfisráðherra heimild til að setja nánari reglur um framkvæmd vatns- verndar Þingvallavatns. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða: Andvígur þaki á stjórnarsetu Ég held að sá lagarammi sem er ut-an um starfsemi lífeyrissjóðanna þjóni ágætlega markmiðum sjóð- anna,“ segir Frið- bert Traustason, formaður Lands- samtaka lífeyris- sjóða. Hann segist mótfallinn þaki á setu stjórnar- manna. „Það er valið í stjórnirnar á tveggja ára fresti og ef menn standa sig illa eða þjóna annarlegum hags- munum, þá eru þeir ekki valdir aft- ur.“ Slík regla geti því einungis orðið til þess að stjórn- irnar missi góða menn. Friðbert segir að vel megi skoða að auka kröfur um þekkingu og reynslu stjórnarmanna. „Ég tel mjög nauðsyn- legt að í sjóðunum sé mikil þekking á efnahagsmálum.“ Hann segir sjóðina tilneydda til að fara í auknum mæli til útlanda með fjárfestingar sínar. Það krefjist mikillar kunnáttu. Friðbert segir það sína persónulegu skoðun að ekki sé æskilegt að stjórn- armenn lífeyrissjóða sitji í stjórnum fyr- irtækja. „Ég er þeirrar skoðunar að ef sjóðirnir telja ekki nægjanlega vel farið með hlutafé sitt í fyrirtækjum, þá eigi þeir að selja hlutabréf sín.“ Framkvæmdastjóri ASÍ: Þrengir að full- trúum launþega Ég verð að segja að ég er lítið hrifinnaf þessu,“ segir Gylfi Arnabjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Hann segir að lögin um lífeyris- sjóði byggi á víð- tæku samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. „Þetta er einfaldleag partur af okkar kjarasamningi og á ábyrgð aðila á vinnumarkaði. Ég held að nýgerðir kjarasamningar sanni mikilvægi þess að þetta sé í höndum þessara aðila.“ Hann segir óásættanlegt ef Alþingi setji lög sem þrengi að starfsemi sjóðanna, án þess að það sé gert í nánu samstarfi við aðila vinnu- markaðarins. Gylfi segir ASÍ hafna því að gerð sé sama krafa um hæfi, menntun og starfsreynslu og til stjórnenda fjármála- fyrirtækja yfirleitt. „Þetta er ekki hægt að skilja með neinum öðrum hætti en að það standi til að þrengja verulega að því að launafólk geti tilnefnt fólk úr sínum röðum til setu í stjórnunum.“ Hann segir starfsemi sjóðanna ekki ein- ungis snúast um fjárfestingar, heldur einnig réttindi í lífeyrissjóðum.Gylfi seg- ir að núverandi skipan tryggi gagn- kvæmt aðhald atvinnurekenda og laun- þega í stjórnum sjóðanna. Menn ræði sig fram til niðurstöðu í málum. Hann segir að vinnureglur í stjórn sjóðanna séu stöðugt til umræðu, en ASÍ hafni því að henni verði stýrt með frumvarpi frá Alþingi. Ég spyr mig fyrst með sólarlags-ákvæði; eiga þingmennirnir ekki að byrja á sjálfum sér?“ segir Víglundur Þorsteinsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunar- manna, um þá reglu í frumvarpi þingmanna Samfylkingarinnar um að stjórnarmenn í lífeyrissjóðum sitji ekki lengur en sex ár. Víglundur segir að lífeyrissjóð- irnir séu grundvallaðir á kjara- samningum og löggjöfin um þá sé rammalöggjöf til að treysta um- gjörð kjarasamnings. „Þannig að íhlutun löggjafarvaldsins í málefni lífeyrissjóða er íhlutun í kjara- samning.“ Lífeyrissjóðirnir eru í örum vexti og hlutur þeirra í viðskiptalífinu fer vaxtandi. Víglundur telur vaxandi völd sem því fylgja ekki höfuð- vandamálið. „Helsta vandamál líf- eyriskerfisins í dag er að koma pening- um í vinnu.“ Hann segir offramboð vera á peningum og alltaf meira og meira verk að finna góðar fjárfestingar. „Það kallar á mikla þekkingu og mikla reynslu hjá stjórnarmönnum lífeyris- sjóða.“ Í frumvarpinu er að finna auknar kröfur um bak- grunn stjórnarmanna. „Þetta er skrum,“ segir Víglundur, og bætir við að ekki hafi verið upp á val í stjórnir lífeyrissjóð- anna að klaga. „Þetta er aug- lýsingafrumvarp þingmanna sem er byggt á vanþekkingu. Þessir þingmenn virðast ekki vera komnir í 21. öldina og nýjan veruleika á peninga- markaði.“ Hann segir að ef stjórn- málamenn vilji taka á alvöru vandamálum í lífeyriskerfinu, þá sé nærtækara að horfa til hagræðingar í kerfinu með fækkun sjóða og að taka á B- deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þar sem loforð til sjóð- þega kalli á yfir 300 milljarða útgjöld rík- isins. „Lokaþátturinn í vanda lífeyriskerfis- ins er dugleysi stjórnmálamanna að stemma stigu við vitleysunni í B-deild Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins.“ FRIÐBERT TRAUSTASON Segir valið í stjórnir lífeyris- sjóða á tveggja ára fresti. Þeir sem standi sig ekki séu ekki endurkjörnir. GYLFI ARN- BJÖRNSSON Lífeyrissjóðirnir eru á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins og breytingar á starfsumhverfi þeirra verði ekki gerðar án víðtæks samráðs aðila vinnumarkaðar- ins. VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON Segir frumvarpið dæmigert auglýs- ingafumvarp þingmanna sem sé byggt á van- þekkingu. Nær væri að taka á vandamálum í líf- eyriskerfi ríkis- starfsmanna. Formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna: Frumvarp byggt á vanþekkingu JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Hún telur mikilvægt að stjórnarmenn lífeyrissjóða sitji ekki jafnframt í stjórnum fyrirtækja. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.