Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 26
Jerry Lohr hóf vínrækt í kringum 1970 og er enn við stjórnvölinn í þessu litla fjölskyldufyrirtæki sem etur kappi við stóru risana og stendur sig bara vel í sam- keppninni. Hilltop frá Jerry Lohr er tilvalið vín með páskamatnum fyrir þá sem vilja gera vel við sig án þess að fara fram úr fjárlögum. Vínið er úr línu sem er flaggskip framleiðandans og nefnist Vineyard Series. Hefur hlotið fjölmörg verðlaun, m.a. á vínsýn- ingum í San Francisco og í Flórída í fyrra. Það sem einkennir vínið er mikil fylling. Eik og sýra í góðu jafnvægi sem gerir vínið mjúkt og viðráðanlegt. Góður ávöxtur af dökkum berjum. Hentar afar vel með villibráð og hverskyns rauðu kjöti og mundi sóma sér vel með páskalambinu. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar 3.390 kr. J. Lohr Hilltop Cabernet Öflugt með páskalambinu Nýtt í víbúðum Kóríander er fyrst og fremst ræktað vegna fræjanna sem notuð eru þurrkuð, ýmist heil eða möluð, til að krydda mat. Fersk lauf plöntunnar njóta þó vaxandi vinsælda, ekki síst í asíska og arabíska rétti Hátíðarfugl er kjúklingur sem er séralinn upp í 3,5-4 kg að þyngd. Hátíðarfugl fæst bæði reyktur og óreyktur. Eldunartími á hátíðarfugli er um 40 mínútur á hvert kg. Nákvæmari eldunarleiðbeiningar eru á umbúðunum. Hátíðarfugl Hollur og góður hátíðarmatur Reykjagarður hf Hátíðarfuglinn fæst í öllum helstu verslunum.Verðlaunavörur frá Reykjagarði Nýtt á markaði: Fást frosnar í flestum verslunum Beyglur eru brauðvara sem á vaxandi vinsæld- um að fagna hér á landi. Nú hefur Dreifing ehf. hafið innflutning og dreifingu á Lender’s beyglum frá Bandaríkj- unum. Þær eru seldar frosnar í flestum versl- unum landsins þannig að hver og einn getur útbúið sína eftilætis- beyglu heimavið. Fyrst um sinn er boðið upp á þrjár mismunandi bragðtegundir: hunang og heilhveiti, hvítlauks- beyglur og venjulegar. Lender’s hóf fram- leiðslu og sölu á beygl- um fyrir 70 árum og nú er það eitt þekktasta vörumerkið á þeim markaði vestra. Þessa dagana er fólk að spá í páskaeggin. Á að kaupa Nóa/ Siríus númer 5, Mónu númer 6 eða eitt- hvað allt annað? Góð spurning. Þeir eru þó til sem velta þessu ekkert fyrir sér heldur kaupa bara súkkulaði og steypa eggin sjálfir. Form fást til dæmis í Pipar og salt og kosta þar 895. Eggin úr þeim eru um 20 cm á hæð fyrir utan fótinn sem ein- nig er til form af og kost- ar 495. Hversu mikið súkkulaði er notað í slík egg fer eftir þykkt þeirra og henni ræður hver og einn en mæla má með 300 grömmum. Gott er að blanda saman tegundum og sé hjúpsúkkulaði með í blöndunni verður hún meðfærilegri. Litrík pappaegg Pappapáskaegg eru þekkt frá hinum Norður- löndunum. Þau eru hingað komin og fást í Europris. Litrík og lífleg. Þau eru svo fyllt af því sem hug- urinn girnist og hentugast þykir. Viðhafnaregg Í Café Konditori Copenhagen fást sérút- búin páskaegg úr súkku- laði. Handgerð frá A til Ö og góðgætið inni í þeim er líka að miklu leyti gert á staðnum. Tívolíbrjóst- sykur og sykrað franskt sælgæti fær þar að fljóta með. Þá er ein- nig boðið upp á að stinga gjöf- um inn í að ósk hvers og eins. Þeir sem eru í trúlofunarhugleiðingum um páska ættu að athuga þetta. Fáar náttúruperlur hafa jafn afdráttarlaust aðdrátt- arafl á Íslendinga og hel- gasti staður þjóðarinnar; Þingvellir. Það er eins og grípi um sig hátíðlegur þjóðernisfögnuður þegar þrammað er niður Al- mannagjá, upp að Öxarár- fossi og litið yfir þetta eitt merkasta jarðfræðifyrir- bæri heims á landinu okk- ar, því Þingvallasveit er svo sannarlega skrautfjöður í barm stoltra barna Íslands. Í túnfætinum við hið 114 metra djúpa Þingvallavatn, sem er stærsta stöðuvatn landsins, milli peningagjáa, lyngmosa, svanakvaks og hárra fjalla er eitt best geymda leyndarmál Íslands farsældar frónar; jú, nefni- lega kaffihúsið Café Þing. Hið nýja kaffihús er til húsa í Hótel Valhöll, en verður þó aðskilið hótelinu sjálfu. Búið er að gera sveitarómantíkinni hátt undir höfði í salarkynnum kaffihússins og setja upp ramp fyrir fatlaða, en hing- að til hefur ekki verið auð- velt fyrir fatlaða að sækja í andrúm Valhallar. Boðið verður upp á kaffi af öllum gerðum, ramm- íslenskan molasopa sem og ítalskar útgáfur kaffibaun- arinnar, léttvín, bjór og líkjöra, ásamt freistandi baguette-samlokum, ís- lensku smurbrauði, dýrind- is hnallþórum og ýmsu spennandi fyrir æsku landsins. Ísvél sér um að gestir nái að kæla sig niður með ljúffengum rjómaís, og á góðviðrisdögum verð- ur hægt að sitja með kræs- ingarnar úti undir berum himni í garði Valhallar. Café Þing opnar á skír- dag og opið verður alla páskadagana. Páskaegg: Persónuleg og einstök Skundum á Þingvöll og treystum vor heit á nýju kaffihúsi: Hamingja og heitt kókó á Café Þingi ÍSLAND ÖGRUM SKORIÐ Heitt súkkulaði í faðmi Þingvalla er ómótstæðileg blanda. Lender’s beyglur Þrjár mismunandi teg- undir eru til hérlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.