Fréttablaðið - 07.04.2004, Side 27
Jose Canepa var ítalskur innflytjandi sem hóf vín-
rækt í Chile árið 1930 og varð fljótt einn virtasti
framleiðandi landsins. Einkum fyrir stöðugleika í vín-
gerðinni en einnig vegna frumkvöðlastarfs í útflutn-
ingi en hann hóf að flytja sín vín á erlendan markað
strax um 1940. Canepa-vínin eru þekkt fyrir stöðug-
leika í gæðum og að endurspegla það sem bæði
þrúgan og jarðvegurinn hafa upp á að bjóða á þeim
svæðum sem vínin eru ræktuð. Mikill áhersla er lögð
á að vínin njóti sín sem slík án áhrifa frá eikartunn-
unum eða blöndunar frá öðrum svæðum. Canepa
Private Reserve Merlot 1998 vann Diploma di Gran
Menzione á VinItalia-vínsýningunni 2001 svo eitt-
hvað sé nefnt. Sérlega gott með lambinu.
Verð í Vínbúðum 1.490 kr.
Canepa Private Reserve Merlot
Frumkvöðull í Chile
Vín vikunnar
Miðvikudagur 7. apríl 2004 5
Sterkasta leynivopnið
myndi vera eiginkonan,“
segir Ögmundur Jónasson,
þingmaður aðspurður um
galdrana í eldhúsinu. „Sú
góða kona á mörg leyni-
vopn og kemur mér nú orð-
ið ekkert á óvart. Ég er far-
inn að ganga út frá þessu
sem gefnum hlut og orðinn
öllu vanur eftir langa sam-
búð. Eldamennska hennar
lýtur eigin náttúrulögmál-
um, en ég hef aldrei svipt
hulunni af pottahugsjónum
eiginkonu minnar.“ En ein-
hvern tíma hlýtur Ögmund-
ur að snæða einsamall.
Þegar betri helmingurinn
hverfur af heimilinu segist
bóndinn bregða til frum-
stæðra ráða. „Ég er afskap-
lega hugmyndasnauður í
eldhúsbrögðum og sætti
mig orðalaust við súr-
mjólkina, sýð mér egg og
sneiði niður brauð, þá daga
sem ég geng einsamall um
sali hússins.“ Þá hafa
veðurbrigðin áhrif á
hugarflug Ögmundar,
því hann segir sumar-
mánuðina spila hlutverk
í kokkabókum sínum. „Ég
þarf sumardag og sæmi-
legt veður við grillið, en þá
er ég á grænni grein. En á
veturna er ég á köldum
klaka. Íslenskt lambakjöt
er mér afar kært en ég
nota ekkert sérstakt krydd
þegar ég legg sneiðarnar á
grillið, annað en hrámetið
sem lambið nær í úr villtri
náttúrunni. Það er með því
besta sem ég veit.“
Smyglarar hafa gjarnan boðið vöru á góðu
verði og gamli smyglarinn, eða Old
Smuggler, þykir með hagstæðustu kaupum.
Hið virta tímarit „Wine Enthusiast“ gaf
þessu viskíi 85–89 stig af 100 og tilnefndi
Old Smuggler sem „Best buy“ eða bestu
kaup. Old Smuggler er framleitt af Jas &
Geo Stodart í Dumbarton í Lowland-héraði
í Skotlandi, steinsnar frá Glasgow. Old
Smuggler viskí hefur fallega gulbrún-
an lit og ilmar af margslungnum
blómum og kryddi. Mjúkt og tært
með keim af karamellum og lyngheið-
arblómum í bragði sem endar á
mjúku nótunum með snertu af viðar-
kolum og örlítilli sætu. Þessi flókna
blanda af yfir 40 viskítegundum hefur
fengið frábæra dóma og er án efa ein
bestu kaup á blönduðu viskíi í vínbúð-
um.
Fæst í Kringlunni
og Heiðrúnu á 2.990 kr.
Old Smuggler:
Smyglaraverð
Ögmundur
Jónasson,
þingmaður
Þarf sumardag
og sæmilegt
veður við
grillið.
Leynivopnið í eldhúsinu:
Eldamennska
sem lýtur
eigin náttúru-
lögmálum
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/g
va
Sumir grilla úti allt árið
um kring en aðrir tengja
hina ómótstæðilegu
grilllykt einungis
við sumar og
sól. Um pásk-
ana er tilvalið
að prufukeyra grillið eft-
ir veturinn, að því gefnu
að veðrið verði sæmilegt
og grillið fjúki ekki yfir í
næsta garð eða kokkinn
rigni niður. Hér á eftir
fara nokkur einföld heil-
ræði fyrir þá sem eru til-
búnir að taka upp grill-
hanskana.
Húsráð:
Grillið prufukeyrt
Þeir fáu sem enn nota kolagrill ættu
að kveikja í þeim um hálftíma áður
maturinn fer á grillið, svo þau nái að
hitna nægilega. Hitastigið er rétt þeg-
ar aska hefur myndast efst á kolun-
um. Dreifið vel úr kolunum áður en
hafist er handa.
Setjið aldrei kjöt beint yfir loga
Notið tangir til að snúa kjötinu á
grillinu. Aldrei má nota gaffal, því
hann gatar kjötið og þá sleppur
safinn úr því.
Setjið grillsósur á í lokin því þær
brenna auðveldlega við
Mjög gott er að grilla ávexti af ýmsu
tagi, til dæmis perur, banana, an-
anas, vatnsmelónur og epli. Hægt er
að setja súkkulaði eða karamellusósu
yfir ávextina eftir að þeir hafa verið
teknir af grillinu en á meðan þeir eru
enn heitir.