Fréttablaðið - 07.04.2004, Page 46
Tónlistarhátíðin Aldrei fór égsuður – rokkhátíð alþýðunnar
hefst á Ísafirði á föstudag. Fjöld-
inn allur af tónlistarmönnum mun
koma þar fram en stærstu númer
hátíðarinnar eru heimamenn sem
verða vel studdir af frægum
hljómsveitum sem jafnvel hafa
verið að gera það gott í útlöndum.
Hugmyndina að hátíðinni eiga
feðgarnir Muggi og Mugison.
„Það verður svo margt til þegar
ég fæ mér í glas með pabba. Þá
kvikna alveg ótrúlegustu hug-
myndir,“ segir tónlistarmaðurinn
Mugison, sem réttu nafni heitir
Örn Elías Guðmundsson. Mugi-
son-nafnið tók hann upp eftir að
faðir hans, sem gjarnan er kallað-
ur Muggi, var klappaður upp á
karókípöbb í Malasíu. Þegar faðir
hans var kominn með nóg af
söngnum kallaði hann í son sinn
og kynnti hann sem Mugison.
„Þannig kom nafnið til en hug-
myndin að tónleikahátíðinni
kviknaði þegar við fengum okkur
í glas saman í London. Þá vorum
við að djóka með það að halda
svona festival á Ísafirði nema
snúa öllu við – að láta venjulegt
fólk fyrir vestan vera aðalinn en
stóru hljómsveitarnöfnin styðja
við það. Okkur fannst þetta góður
brandari í byrjun en samt svo
fallegt. Fólkið fyrir vestan á þetta
skilið enda hefur það haldið uppi
heilu og hálfu samkomunum í
gegnum tíðina. Þetta eru stjörn-
urnar fyrir vestan og okkur lang-
aði að halda hátíð þeim til heiðurs.
Þetta fólk fór aldrei suður heldur
fannst bara svo gaman að vera
heima,“ segir Örn Elías.
Frábærar grúbbur
Þegar Örn Elías átti leið í bæinn
nokkru eftir Lundúnaferðina hitti
hann Ragnar Kjartansson úr
hljómsveitinni Trabant og viðraði
34 7. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR
ALDREI FÓR ÉG SUÐUR
Örn Elías og Ragnar hafa safnað saman tónlistarmönnum til að spila á tónlistarhátíð alþýðunnar – Aldrei fór ég suður.
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin á Ísafirði um helgina. Fjöldinn allur af hljómsveitum hefur boðað komu sína en í
aðalhlutverki verða heimamenn sem hafa haldið uppi fjörinu á Ísafirði um áratugaskeið.
Fermingarveisla á hláturgasi
MUGISON OG RASSI PRUMP
Mugison, sem heitir réttu nafni Örn Elías Guðmundsson, og Rassi prump, sem heitir réttu nafni Ragnar Kjartansson, munu spila á tónlistarhátíðinni á Ísafirði um helgina.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I