Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.04.2004, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 07.04.2004, Qupperneq 55
Dagar þáttarins Landsinssnjallasti eru senn taldir þar sem hann hverfur af dagskrá föstu- daginn 16. apríl. Það fylg- ir ekki sögunni hvort þættinum hafi verið slátrað vegna lítils áhuga áhorfenda eða hvort hlut- verki hans sé einfaldlega lokið og Hálfdán hafi einfaldlega fundið alla landsins snjöllustu. Þau Elva Björk Barkardóttir og Hálfdán geta þó huggað sig við að það eru ekki ómerkari töffarar en löggurnar í Law&Order, með Lennie Briscoe í broddi fylkingar sem taka við. Þá hlýtur það einnig að vera huggun harmi gegn að þurfa ekki lengur að hræra royal-búð- ing ofan í þátttakendur. 43MIÐVIKUDAGUR 7. apríl 2004 www.kbbanki.is Árlega veitir KB banki 15 styrki til námsmanna í Námsmannalínunni. Hver styrkur nemur 200.000 krónum. N O N N I O G M A N N I Y D D A • N M 1 1 4 9 8 / S IA .I S ÞÚ ERT FRÁBÆR! NÁMSMANNALÍNA KB BANKA Nánari upplýsingar og umsóknarform má finna á www.namsmannalinan.is. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2004. Þetta er ein leiðKB banka til aðstyrkja námsmenn Styrkir eru veittir til: Útskriftarnema á háskólastigi innanlands. Námsmanna á háskólastigi erlendis. Þetta er önnur le ið Fréttiraf fólki Frá því að Kalli Bjarni vannIdol-keppnina hefur hann varla haft tíma til þess að hugsa. Veröld hans snýst í dag um að róa á allt önnur mið en hann var orð- inn vanur. „Ég hef ekkert komist í það að vinna neitt annað en bara í kringum þetta,“ segir Kalli Bjarni. „Síðasta helgi var sú fyrsta sem ég átti frí á. Hana þurfti ég samt að nota undir æfingu og auðvitað var ég með fjölskyldunni.“ Kalli hefur þó fundið tíma til þess að hlaða utan um sig hljóm- sveit sem ætlar að spila á sínu fyrsta balli í Grindavík á föstu- daginn langa. Hingað til hefur hann ýmist komið fram með und- irleik á bandi eða verið gestur þekktra og óþekktra hljómsveita. Ein af óþekktari sveitunum myndi vera Von frá Sauðárkróki, en í kvöld leikur hann með þeirri sveit í Miðgarði. Annað kvöld kemur Kalli fram með Vinum Dóra á Blúshátíð á Hótel Borg. „Við erum búnir að gera þetta einu sinni áður og það var alveg frábært. Ég fíla alla tónlist sem tilfinning er í og það er nóg af henni í blúsnum. Að detta í góðan gír með þessum köllum er alveg frábært.“ Í nýstofnaðri, ónefndri hljóm- sveit Kalla eru félagar hans Grét- ar á gítar og Björn á hammond. Einnig voru að bætast í hópinn fyrrum bassa- og trommuleikari Sóldaggar. Kalli er hljómsveitar- stjórinn en virðist þó ekkert vera með svipuna á lofti. „Ég stóla náttúrlega á góð ráð góðra manna en ég tek ákvörðunina um hvað eigi að gera og hvert eigi að fara,“ segir hann. „Við ætlum ekkert að einsetja okkur að vera bara ballsveit, bara tónleikasveit eða bara eitt eða neitt. Við ætlum bara að vera eins góðir og við getum.“ ■ KALLI BJARNI Hefur ekki mikinn tíma til þess að halla höfði þessa dagana. Fyrst varð vart við Ástu S.Guðbjartsdóttur þegar hún var skráð fyrir þýðingu bókar- innar Da Vinci lykillinn. Nafn hennar vakti strax nokkra at- hygli þar sem fáir höfðu áður heyrt hennar getið og segist hún hafa hellt sér í verkið af æðis- gengnum krafti og lokið þýð- ingu á fimm vikum. „Ég hafði lesið bókina þegar leitað var til mín og fannst hún svo spennandi og dularfull að ég gat ekki lagt hana frá mér, þótt ég væri stödd í heimsókn hjá ættmennum mínum sem ég hitti afar sjaldan í portúgalska Pó- dalnum.“ Ásta er álíka huldukona í ís- lenskum bókmenntaheimi og rithöfundurinn Stella Blómkvist en virðist þó öllu fjölhæfari og sigldari en auk þess að hafa tek- ið að sér að hanna bókakápur fyrir svörtu línu bókaútgáfunn- ar Bjarts, starfar hún á lög- fræðideild útgáfunnar og sér um réttindastofu hennar. Hún segir að þetta sé krefjandi starfsvettvangur sem þurfi mik- ið næði og því er oft erfitt að ná á henni. Hjá Bjarti hefur hún starfað í sex ár og hefur sinnt þar ýmsum verkum. Í fyrstu var hún eingöngu í léttum skrif- stofustörfum og segir hún það skýrast af því að hún hafi verið hálfhölt í íslenskunni eftir ára- tugadvöl í sunnanverðri Evrópu en áður en hún skaut upp kollin- um í íslenskum bókmenntaheimi hafði hún ýmislegt reynt. „Foreldrar mínir stunduðu búskap í Jökuldalnum þar sem ég ólst upp og voru með lítið fjárbú þar. Sjálf er ég lögfræði- menntuð og fór svo í framhalds- nám í Alþýðuháskólanum í Moskvu. Þar rak ég hjónabands- ráðgjöf með skóla. Síðan gekk ég til liðs við evrópskan leik- flokk sem kallaði sig Mr Ryder og starfaði í átta ár með honum sem leikhöfundur og leikstjóri við sýningarhald í öllum helstu borgum Suður- og Austur- Evrópu.“ ■ Dularfullur þýðandi og hönnuður Huldukona ÁSTA S. GUÐBJARTSDÓTTIR ■ Enginn hafði heyrt hennar getið fyrr en hún var skráð fyrir þýðingunni á Da Vinci lyklinum. Hún er ekki skráð í þjóðskrá en er samt allt í öllu hjá bókaútgáfunni Bjarti. Æviferill hennar og hæfileikar benda til þess að hún sé ekki kona einhöm. ÁSTA S. GUÐBJARTSDÓTTIR Enginn hefur séð þessa dularfullu konu sem virðist vera lífið og sálin í bókaútgáfunni Bjarti. Hún þykist þó ætla á stúfana á bókmenntakvöldi út- gáfunnar á Súfistanum í kvöld og mæta þar uppábúin með vellyktandi. Kalli Bjarni stofnar hljómsveit

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.