Fréttablaðið - 03.06.2004, Side 8
8 3. júní 2004 FIMMTUDAGUR
VIÐ ÖLLU BÚINN
Pakistönsk stjórnvöld hafa aukið mjög ör-
yggisviðbúnað í fjölmennustu borg lands-
ins, Karachi, í kjölfar átaka og árása sem
kostuðu á þriðja tug manna lífið.
Enn er deilt um hvernig skuli staðið að valdaskiptum í Írak:
Herinn burt
ekki síðar en 2006
ÍRAKSÁLYKTUN, AP Írösk stjórnvöld fá
stjórn yfir íraska hernum og lögregl-
unni og erlent herlið fer frá Írak ekki
síðar en í janúar 2006 samkvæmt
breyttri ályktunartillögu sem Bretar
og Bandaríkjamenn lögðu fyrir ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna.
Breytingarnar eru svar við gagn-
rýni sem upphafleg tillaga ríkjanna
sætti af hálfu annarra aðildarríkja.
Stjórnvöld í Alsír, Chile, Frakk-
landi, Kína, Rússlandi og Þýskalandi
hafa þó öll lýst efasemdum um
ágæti tillögunnar þrátt fyrir breyt-
ingarnar og óskuðu eftir nánari að-
komu Íraka sjálfra og Lakhdar
Brahimi, sérlegs sendimanns Kofi
Annan, framkvæmdastjóra Samein-
uðu þjóðanna.
Jacques Chirac Frakklandsforseti
sagði að enn þyrfti að bæta ályktun-
ina þrátt fyrir þær breytingar sem
hafa verið gerðar á henni, einkum til
að tryggja fullveldi Íraksstjórnar í
málefnum hersins. Ályktunin væri
þó góður umræðugrundvöllur.
Günther Pleuger, sendiherra
Þjóðverja hjá Sameinuðu þjóðunum,
sagði ályktunina líta betur út nú en
áður en enn væri þörf á að bæta
hana.
Richard Armitage, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði
stjórn sína telja að hún hefði komið
til móts við flestar óskir annarra
ríkja. ■
■ Lögreglufréttir
24.05.04
24.05.04
24.05.04
Atkvæðagreiðsla um
fjölmiðlalög á Alþingi
Lög samþykkt
á Alþingi
Lögin taka
þegar gildi
01.06.04
Forseta afhent
lög til samþykkis
skv. 26. grein
stjórnarskrár
02.06.04
Forseti
samþykkir ekki lög
Málshöfðun
um hvort lög séu
sett á stjórnskip-
ulegan hátt
Ráðherra
túlkar 26. grein
að forseti hafi
ekki málskotsrétt
Ráðherra
boðar til
þjóðaratkvæða-
greiðslu
Alþingi getur
stefnt ráðherra
fyrir landsdóm
v/ laga um
ráðherraábyrgð
Ráðherra
fundinn sekur
Ráðherra
sýknaður
Lög felld
Lög samþykkt
Veik staða
ríkisstjórnarinnar?
Lög gilda
áfram
Hugsanlegar
Alþingiskosningar
26. grein full-
reynd fyrir dómi
Lög felld
úr gildi
Veik staða
ríkisstjórnarinnar?
Hugsanlegar
Alþingiskosningar
Lög gilda
áfram
Hugsanleg
málaferli
Héraðsdómur, Hæstiréttur,
Eftirlitsstofnun EFTA,
Mannréttindadómstóllinn
Lög sett um
þjóðaratkvæða-
greiðslu
Þjóðar-
atkvæðagreiðsla
fer fram
Ef lög ekki
sett á stjórnskip-
ulegan hátt þá
ekki hægt að
beita lögum
MÖGULEG FRAMVINDA FJÖLMIÐLALAGANNA
Í kjölfar ákvörðunar forseta Íslands að veita lögum um eignarhald á fjölmiðlum ekki samþykki sitt hefur komið upp staða sem ekki eru fordæmi fyrir. Óvissa ríkir um framhaldið.
FRÁ AFGANISTAN
Fimm hjálparstarfsmenn voru drepnir í
vesturhluta landsins í gær og fer spenna
vaxandi í landinu.
Afganistan:
Hjálpar-
starfsmenn
vegnir
AFGANISTAN Fimm starfsmenn
mannúðarsamtakanna Læknar
án landamæra voru drepnir í
átökum sem urðu í vesturhluta
Afganistan í gær. Var um að
ræða þrjá lækna frá Noregi,
Hollandi og Belgíu og tvo af-
ganska hjálparstarfsmenn þeir-
ra og segir lögregla að svo virð-
ist sem ráðist hafi verið á bíl
þeirra á ferð. Hækkar þá tala
þeirra alþjóðlegu hjálparstarfs-
manna sem drepnir hafa verið í
landinu síðasta árið í 26 talsins. ■
BÍLVELTA VIÐ KLAUSTUR Ung
stúlka slapp með lítil meiðsl þeg-
ar bifreið sem hún ók lenti í
lausamöl skammt fyrir utan bæ-
inn með þeim afleiðingum að bíll-
inn valt útaf. Var hún flutt á
heilsugæslu en útskrifuð þaðan
fljótlega. Bifreiðin er gjörónýt.
ÁREKSTUR VIÐ BRYGGJU Flutn-
ingaskip lagðist full harkalega að
bryggju við Grundartanga og
brotnaði lítill hluti hennar við
höggið. Enginn slasaðist og
skemmdirnar á bryggjunni
reyndust minniháttar.
Þjóðaratkvæðagreiðsla í
höndum forsætisráðherra
Forsætisráðherra hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann muni íhuga hvort forseti hafi yfirleitt
málskotsrétt, muni hann beita honum. Í höndum forsætisráðherra að boða til þjóðaratkvæða-
greiðslu. Ekki víst um framvindu ef hann gerir það ekki.
MÁLSSKOT Forseti Íslands hefur
neitað lögum staðfestingar í
fyrsta sinn í sögu lýðveldisins.
Nú er það í höndum forsætisráð-
herra að boða til þjóðaratkvæða-
greiðslu um lög um eignarhald á
fjölmiðlum. Hefur forsætisráð-
herra lýst því yfir í fjölmiðlum
að hann muni íhuga hvort for-
setinn hafi yfirleitt rétt á að láta
reyna á málskotsrétt samkvæmt
26. grein stjórnarskránnar. Með
því gaf hann í skyn að ekki væri
víst hvort hann myndi skilyrðis-
laust boða til þjóðaratkvæða-
greiðslu. Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra vildi ekki ræða við
fjölmiðla um málið í gær.
Ef forsætisráðherra ákveður
að boða ekki til þjóðaratkvæða-
greiðslu með sömu rökum og
Þór Vilhjálmsson, sem telur að
forseti hafi ekki málskotsrétt,
gæti tvennt komið til. Annars
vegar gæti meirihluti Alþingis
stefnt forsætisráðherra fyrir
brot á lögum um ráðherraá-
byrgð. Færi málið þá fram fyrir
Landsdóm, sem er skipaður sér-
staklega. Fimmtán sitja í Lands-
dómi, þar af eru fimm hæsta-
réttardómarar, prófessor í
stjórnskipunarrétti við Háskóla
Íslands, átta einstaklingar kosn-
ir af Alþingi og dómstjórinn í
Reykjavík.
Aldrei hefur komið til þess
að til Landsdóms hafi verið
kallað. Meirihluti Alþingis þarf
að samþykkja málaferlin. Þess
vegna er ólíklegt að til þess
komi því forsætisráðherra hef-
ur þegar meirihluta Alþingis á
bak við sig. Hverfandi líkur
þykja á því að Alþingi stefni
forsætisráðherra fyrir Lands-
dóm.
Í öðru lagi gæti hver sem er
höfðað mál fyrir dómstólum um
hvort fjölmiðlalögin hafi verið
sett á stjórnskipulegan hátt.
Lögin giltu áfram, því sam-
kvæmt stjórnarskránni taka þau
gildi um leið og þau hafa verið
samþykkt á Alþingi. Hins vegar
myndu dómstólar úrskurða um
hvort þau hefðu verið sett á
stjórnskipulegan hátt. Ef dóm-
stólar kæmust að þeirri niður-
stöðu að svo hafi ekki verið,
gilda lögin áfram en þeim væri
ekki beitt.
Tilvonandi forsætisráðherra,
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, sagði við
fjölmiðla í gær að þjóðarat-
kvæðagreiðsla muni fara fram.
Kalla þurfi saman Alþingi til
þess að setja lög um þjóðarat-
kvæðagreiðslu, sem ekki eru til.
Hann sagðist þó ekki hafa náð að
ræða við Davíð Oddsson um
málið í gær. ■
RÆTT UM ÁLYKTUNINA
Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, og Richard Armitage, aðstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna, ræddu fullveldi Íraks.
– hefur þú séð DV í dag?
Bestu og
verstu
nýliðarnir
á þingi
Þór Vilhjálmsson:
Forsetinn braut stjórnarskrána
MÁLSKOTSRÉTTUR „Ég tel að forset-
inn hafi ekki haft heimild sam-
kvæmt stjórnarskránni til að
synja að skrifa undir lögin,“ segir
Þór Vilhjálmsson, fyrrum hæsta-
réttardómari.
„Ég byggi það á 13. grein
stjórnarskrárinnar sem segir að
forsetinn láti ráðherrann fram-
kvæma vald sitt. Ég tel að sú
grein valdi því að það eigi að
skýra öll þau ákvæði sem hér
máli skipta, sérstaklega 26.
grein, þannig að það sé ráðherr-
ann, ekki forsetinn persónulega,
sem taki ákvörðun um slíka synj-
un,“ segir Þór og bætir við:
„Þetta er kjarni málsins eins og
ég sé það. Aðrir sjá það allt öðru-
vísi.“ ■
ÞÓR VILHJÁLMSSON
Segir umræður um málið að undanförnu ekki allar hafa verið uppbyggilegar.
Menn eru ósammála um hvor greinin
í Stjórnarskrá Íslands sé rétthærri:
13. gr. Forsetinn lætur ráðherra fram-
kvæma vald sitt.
26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt laga-
frumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýð-
veldisins til staðfestingar eigi síðar en
tveimur vikum eftir að það var sam-
þykkt, og veitir staðfestingin því laga-
gildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi
staðfestingar, og fær það þó engu að
síður lagagildi, en leggja skal það þá
svo fljótt sem kostur er undir atkvæði
allra kosningabærra manna í landinu til
samþykktar eða synjunar með leynilegri
atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef
samþykkis er synjað, en ella halda þau
gildi sínu.
SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
TÚLKUN
FORSÆTISRÁÐHERRA Á
MÁLSKOTSRÉTTI