Fréttablaðið - 03.06.2004, Síða 10
10 3. júní 2004 FIMMTUDAGUR
DRENGIR Í HÚSARÚSTUM
Ísraelar eyðilögðu tveggja hæða hús,
heimili 20 manns, í þorpinu Anata á Vest-
urbakkanum í gær. Ástæðan var sögð sú
að það hefði verið byggt í leyfisleysi. Tveir
drengir brugðu á leik í rústunum.
STJÓRNMÁL Búist er við líflegum
umræðum á fundi miðstjórnar
Framsóknarflokksins sem boðað
hefur verið til á Hótel Sögu síð-
degis á föstudaginn kemur. Fund-
inum hafði áður verið frestað
meðan frumvarp ríkisstjórnarinn-
ar um eignarhald fjölmiðla var
tekið fyrir á Alþingi. Halldór Ás-
grímsson, formaður flokksins,
flytur yfirlitsræðu um stjórn-
málaástandið, en að því loknu taka
við umræður fram eftir kvöldi.
Heimildarmenn blaðsins telja að
búast megi við nokkrum átökum,
enda miðstjórnarfulltrúar um 150
talsins og talið að á þeim brenni
margt hitamálið. Talið er að þing-
flokkur Framsóknar fái skammir
fyrir framgönguna í fjölmiðla-
frumvarpsmálinu og skilaboð um
að láta Sjálfstæðisflokkinn ekki
beygja sig í skattalækkunarum-
ræðu.
Til dæmis hafa heyrst þær vanga-
veltur að e.t.v. hafi verið mistök
hjá Framsóknarflokknum að
ganga ekki út úr ríkisstjórnar-
samstarfinu á meðan fjölmiðla-
frumvarpið bar hvað hæst, í stað
þess „að eiga á hættu“ að önnur
mál settu hlutina úr skorðum.
„Þetta verður örugglega mjög
spennandi fundur með miklum og
heitum umræðum. Ég reikna með
að annars vegar árétti einhverjir
óánægju sína með framgöngu
flokksins í fjölmiðlamálinu og að
hins vegar verði lögð áhersla á að
ekki verði látið undan kröfum
Sjálfstæðisflokksins um skatta-
lækkanir sem ganga miklu lengra
en framsóknarmenn eru tilbúnir
til að samþykkja,“ sagði heimild-
armaður sem vel þekkir til.
„Já, þetta gæti alveg orðið hita-
fundur,“ sagði Haukur Logi Karls-
son, formaður Sambands ungra
framsóknarmanna. „Ég hugsa að
menn segi sína skoðun, en á ekki
von á ályktunum frá fundinum
eða slíku,“ sagði hann og bjóst við
góðri mætingu, a.m.k. af höfuð-
borgarsvæðinu. „Sumir eiga langt
að fara og það mæta aldrei alveg
allir,“ bætti hann við.
Guðjón Ólafur Jónsson héraðs-
dómslögmaður, sem sæti á í mið-
stjórn flokksins sagðist búast við
„hreinskiptum skoðanaskiptum“ á
fundinum. „Enda fá allir að segja
það sem þeim býr í brjósti,“ sagði
hann en vildi ekki taka svo djúpt í
árinni að um hitafund yrði að
ræða. „En ég held að reikna megi
með því að þau mál sem mest hef-
ur borið á í umræðunni síðustu
vikur og mánuði komi til umræðu,
bæði fjölmiðlafrumvarpið, fyrir-
hugaðar skattalækkanir og svo
ríkisstjórnarsamstarfið.“
olikr@frettabladid.is
Utanríkisráðherra
fór eigin leiðir
Ráðherra hafði ekki samráð við flokkinn í stefnumörkun í Íraksstríðinu,
segir framsóknarmaður. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir
samhljóm í stefnu flokksins og stjórnarinnar í málinu.
RÍKISSTJÓRN „Halldór Ásgrímsson
ráðgaðist ekki við þingflokk
Framsóknarflokksins um afstöðu
flokksins til innrásarinnar í Írak.
Utanríkisráðuneytið gaf bara út
línuna,“ segir Kristinn H. Gunn-
arsson þingmaður Framsóknar-
flokksins.
Hann segir einnig að málið hafi
ekki verið borið undir utanríkis-
málanefnd og það sé brot á þing-
skaparlögum.Kristinn segist ekki
vita hvort andstaða var við málið
innan Framsóknar þegar línan var
gefin. „Það verður hver að gera
það upp við sig.“ Magnús Stefáns-
son, þingmaður Framsóknar, stað-
festi í samtali við fréttastofu RÚV
ummæli Kristins. Hjálmar Árna-
son, þingflokksformaður Fram-
sóknarflokksins sagði í samtali
við Fréttablaðið að vinnubrögð
sem þessi væru „ekki almenn
vinnuregla“. Hann vildi hins veg-
ar ekki tjá sig um það að svo
stöddu hvort almenn ósátt hafi
verið innan þingflokksins vegna
afstöðu ríkisstjórnarinnar í mál-
inu. Hjálmar telur málið þó ekki
hafa orðið til þess að rýra traust
milli flokksforystunnar og ann-
arra þingmanna.
Einar K. Guðfinnsson, þing-
flokksformaður Sjálfstæðis-
flokksins, segir að málið hafi haft
venjulegan aðdraganda innan
Sjálfstæðisflokksins. „Það voru
eðlileg vinnubrögð viðhöfð í þessu
máli, auk þess sem samhljómur
var milli stefnu flokksins og
stjórnarinnar.“ Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra tekur í svipað-
an streng og Einar og segir málið
vissulega hafa verið rætt: „Ég var
í utanríkismálanefnd Alþingis á
þessum tíma og þar var þetta mál
rætt og þingmenn ræddu það í
kosningabaráttunni. Ég átta mig
ekki á vandamálinu.“
Guðni Ágústsson, varaformað-
ur Framsóknarflokksins, neitaði
að tjá sig um málið er hann var
inntur eftir því hvort eðlileg
vinnubrögð hefðu verið viðhöfð.
Ekki náðist í Halldór Ágrímsson,
utanríkisráðherra vegna málsins.
bergsteinn@frettabladid.is
George Bush til Ítalíu:
Hert örygg-
isgæsla
RÓM, AP Ítölsk stjórnvöld hafa
aukið öryggisgæslu í Rómar-
borg vegna tveggja daga heim-
sóknar for-
seta Banda-
ríkjanna Ge-
orge Bush
sem hefst á
f ö s t u d a g .
Friðarsinnar
hafa hótað að
trufla heim-
sóknina.
Silvio Ber-
lusconi, for-
sætisráðherra
Ítalíu, hefur
stutt við bakið
á Bush og sent
2.900 ítalska hermenn til Íraks.
Herinn er sá þriðji stærsti í land-
inu en skoðanakannanir sýna að
mikill meirihluti Ítala er á móti
stríðinu í Írak. Tuttugu ítalskir
hermenn hafa fallið. ■
– hefur þú séð DV í dag?
LandssímamáliðSveinbjörn tekur á sig alla sök Bls. 4
AlþingismennBestu og verstuungliðarnir á þingi Bls. 24-25
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 124. TBL. – 94. ÁRG. – [ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 ] VERÐ KR. 190
Ælupest frá Akureyri í Húsafelli Vírus snérimörgum gestum frá Húsafelli um hvítasunnuna. Hjón frá Akureyri eru talin hafaborið svokallaðan noro-vírus með sér frá heimabæ sínum og hrundið af stað faraldriælupestar og niðurgangs. Talið er að hundruð hafi sýkst. Bls. 10
HB Grandi:
Færir olíu-
viðskipti
VIÐSKIPTI Nýsameinað fyrirtæki
Granda og Haraldar Böðvarssonar
mun kaupa eldsneyti af Esso og
Olís. Þar með mun Skeljungur ekki
lengur selja olíu til skipa HB
Granda.
Kristján Davíðsson, aðstoðarfor-
stjóri HB Granda, segir fyrirtækið
kanna með reglulegu millibili hvar
hagstæðast sé að kaupa eldsneyti.
„Niðurstaðan var að eiga viðskipti
við þessi tvö félög.“ Hann segir að
fyrir hafi félagið átt í viðskiptum
við olíufélögin þrjú. „Þetta eru
ósköp venjuleg viðskipti.“ ■
■ MIÐ-AUSTURLÖND
LANDAMÆRAVERÐIR HANDTEKNIR
Níu ísraelskir landamæraverðir
hafa verið handteknir, sakaðir um
að hafa barið Palestínumenn og
stolið peningum þeirra. Þrír
landamæraverðir til viðbótar hafa
verið handteknir fyrir að berja og
auðmýkja tvo palestínska unglinga.
FRIÐARFERLI Í DVALA Bashar
Assad Sýrlandsleiðtogi segist ekki
gera ráð fyrir nokkrum árangri í
friðarumleitunum fyrir botni Mið-
jarðarhafs fyrr en eftir forseta-
kosningarnar í Bandaríkjunum í
haust. Hann kveðst þó reiðubúinn
að taka þátt í öllum tilraunum til að
koma á friði.
■ ÍRAK
BÍLSPRENGJA BANAR FJÓRUM Fjór-
ir létu lífið og um tuttugu manns
slösuðust þegar bílsprengja sprakk
á fjölfarinni götu í Bagdad. Spreng-
ingin varð í Azimiyah-hverfinu, þar
sem flestir íbúar eru súnnímúslim-
ar og stuðningur við Saddam
Hussein var mikill.
Bílastæðakjallari á Laugavegi:
Framkvæmdir að hefjast
BORGIN Framkvæmdir við bíla-
stæðahús neðanjarðar á Stjörnu-
bíóreitnum hefjast á næstu vik-
um.
Bílastæðasjóður Reykjavíkur
og Ístak hafa skrifað undir samn-
ing um framkvæmdirnar ásamt
byggingu þrjú til fjögur þúsund
fermetra verslunarhúsnæðis og
íbúða ofan á kjallarann. Fyrirtæk-
inu er einnig ætlað að annast end-
urbyggingu Laugavegar milli
Snorrabrautar og Barónsstígs.
Vonast er til að bílakjallarinn ýti
undir uppbyggingu og fjárfest-
ingar við Laugaveg.
Gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdum ljúki á haustmánuðum
2005. Kostnaður við bílakjallar-
ann nemur um 522 milljónum
króna, sem er 17% undir kostnað-
aráætlun, segir á fréttavef
Reykjavíkurborgar. ■
LAUGAVEGUR 86-94
Alls verða 193 bílastæði í kjallaranum á Stjörnubíóreitnum. Hvert stæði kostar um 2,7
milljónir króna, segir á vef Reykjavíkurborgar. Það er 17% undir kostnaðarverði.
Moammar Gaddafi:
Ef til vill
ákærður
SÍERRA LEÓNE, AP Aðalsaksóknarinn
við stríðsglæpadómstólinn í mál-
efnum Síerra Leóne útilokar ekki
að hann kunni að ákæra Moamm-
ar Gaddafi Líbíuleiðtoga. Gaddafi
studdi við bakið á uppreisnar-
mönnum í borgarastríðinu sem
hrjáði landið frá 1991 til 2002.
„Ég er ekki feiminn við að
ákæra nokkurn mann. Málinu er
ekki lokið og við erum enn að
rannsaka þetta,“ sagði David
Crane aðalsaksóknari.
Gaddafi studdi við bakið á upp-
reisnarmönnum í mörgum Afr-
íkuríkjum á tímum kalda stríðs-
ins. Hann er einnig sagður hafa
séð þeim fyrir þjálfun í Líbíu. ■
ÓÞEKKTI HERMAÐ-
UR RÓMAR
Ítalir héldu lýðræðis-
daginn hátíðlegan
í gær.
KRISTINN H. GUNNARSSON
Utanríkisráðherra gaf út línuna í Íraksmálinu
án þess að ráðgast við flokkinn.
BJÖRN BJARNASON DÓMSMÁLARÁÐHERRA
Þingmenn ræddu málið í kosningabaráttunni.
Miðstjórnarfundur í skugga málskots og óánægju með stefnuna:
Búist við miklum hitafundi hjá Framsókn