Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 18
FRAKKLAND, AP Smíði við hæstu brú heims er nær lokið í Suður-Frakk- landi. Þar sem hún gnæfir hæst yfir jörðu er hún í 270 metra hæð. Tveggja og hálfs kílómetra löng brúin á að létta á umferð yfir Tarn- fljót í Suður-Frakklandi. Umferðar- teppur eru mjög algengar þar, sér- staklega að sumarlagi þegar ferða- menn flykkjast til Suður-Frakk- lands. Þó að framkvæmdum sé að mestu lokið verður brúin ekki tekin í notkun fyrr en í desember, þangað til verður unnið að lokafrágangi. ■ Vegaframkvæmdir: Reisa hæstu brú í heimi SAMGÖNGUMÁL Ekki er búið að bjóða út breikkun Vesturlands- vegar, en Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra tilkynnti í apríl að það yrði gert í maímánuði. Berg- þór Ólafsson, aðstoðarmaður Sturlu, segir að útboðið sé „hand- an við hornið“ og að seinkunin sé innan skekkjumarka. Í vetur lagði Valdimar Frið- riksson, varaþingmaður Samfylk- ingarinnar, fram fyrirspurn til ráðherra um hvenær ætti að bjóða breikkun Vesturlandsvegar út. Svar ráðherra barst 15. apríl, en þar sagði að vegna aukins kostnaðar hefði framkvæmdin frestast. Stuttu síðar var hins veg- ar tilkynnt að verkið yrði boðið út í maí og myndi tvöföldun Vestur- landsvegar hefjast í sumar. Bergþór segir að ákvörðun- in hafi breyst vegna óska frá Mosfellsbæ og Reykjavíkurborg. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segist ekki hafa áhyggjur af þessari seinkun. „Bæði samgönguráð- herra og vegamálastjóri hafa full- vissað okkur um að ráðist verði í þessar framkvæmdir á árinu. Það hefur ekkert komið uppá sem bendir til annars.“ ■ 18 3. júní 2004 FIMMTUDAGUR LOKAÐ Á FLÓTTAMENN Síðustu flóttamannabúðum Tsjetsjena í nágrannahéraðinu Ingúsetíu var lokað í gær. Rússnesk stjórnvöld vilja að flótta- menn snúi aftur heim en ýmis mannrétt- indasamtök efast um að ástandið í Tsjetsjeníu sé orðið nógu gott til þess. Breikkun Vesturlandsvegar: Útboði seinkar Lággjaldaflugfélög: Ryanair tapar ÍRLAND Lággjaldaflugfélagið Ryana- ir hefur í fyrsta sinn í sögu fyrir- tækisins verið rekið með tapi sam- kvæmt fjórðungs- yfirliti félagsins sem birt var í gær. Hefur það aldrei gerst áður en ástæð- urnar segja for- svarsmenn vera sí- vaxandi samkeppni félaga sem byggja á sams konar rekstri og Ryanair. Félagið hefur vaxið gríðar- lega og er eitt vin- sælasta flugfélag í Evrópu en það sér- hæfir sig í að bjóða ódýrar ferðir til yfir 50 borga og bæja í Evrópu. ■ KJARAMÁL Konur sem starfa hjá ríkinu fá að jafnaði einungis 56 prósent af þeirri upphæð sem karlar fá greidda sem viðbótar- laun, að því er fram kemur í út- tekt Ríkisendurskoðunar sem unnin er í framhaldi af endur- skoðun ríkisreiknings fyrir árið 2002. Í þeirri endurskoðun kem- ur fram að viðbótargreiðslur byggi á 9. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna, „enda sé ekki um kjara- samningsbundnar greiðslur að ræða“. Ákvarðanir um viðbótar- laun eiga að taka mið af reglum sem fjármálaráðherra setur, en þær eru m.a. sagðar kveða á um að konur og karlar hafi sömu möguleika á að fá viðbótarlaun. Eins er það fjármálaráðherra að hafa eftirlit með framkvæmd reglnanna og getur hann að eigin frumkvæði breytt ákvörðunum um viðbótarlaun ef þær sam- ræmast ekki reglunum. Ekki náðist í ráðherra vegna málsins en í ráðuneytinu fengust þær upplýsingar að verið væri að fara yfir skýrsluna, m.a. með til- liti til þess hvort gerður væri greinarmunur á viðbótargreiðsl- um og umsömdum föstum yfir- vinnugreiðslum. ■ HEYRÐU STRÁKUR ! Ertu tískuslys? Maður spyr sig! Komdu í PARK um helgina og fáðu góðan afslátt af öllum herravörum. 3. HÆÐ - KRINGLUNNI SÍMI 568 6660 Ellefu ára stúlka: Myrti skóla- systur sína JAPAN, AP Ellefu ára japönsk stúlka stakk skólasystur sína til bana í skólastofu þeirra. Stúlk- an stakk tólf ára gamla bekkjarsystur sína ítrekað með litlum hnífi og lést hin síðarnefnda af sárum sínum. Kennari í skóla stúlknanna fann lík stúlkunnar og skömmu síðar var bekkjarsystir hennar hand- tekin og tekin til yfirheyrslu hjá lögreglu. Morðið hefur valdið miklum óhug meðal almennings í Japan, þar sem ofbeldisverk barna og unglinga hafa aukist mjög á síð- ustu árum. Fyrir tæpu ári rændi tólf ára drengur fjögurra ára dreng og myrti. Um svipað leyti gerðist það að fjórtán ára strákur barði þrettán ára bekkjarfélaga sinn til bana. ■ BRÚIN MYNDUÐ 2,5 kílómetra löng og 270 metra há brúin er að verða tilbúin. VESTURLANDSVEGUR Umferðarteppa tafði marga á mánudaginn. MICHAEL LEARY Framkvæmda- stjóri Ryanair, sem aldrei áður hefur verið rek- ið með tapi. Kynjamunur á greiðslum viðbótarlauna: Karlar fá næstum helmingi meira FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Fjármálaráðherra getur að eigin frumkvæði breytt ákvörðunum um viðbótarlaun. Uppsveifla í upplýsingatækni? OZ leitar að starfskrafti VIÐSKIPTI Tæknifyrirtækið Oz Communications í Kanada aug- lýsir á vef sínum eftir starfs- krafti. Oz var nokkuð áberandi þegar uppsveiflan var hvað mest á upplýsingatæknimarkaði fyrir nokkru síðan og átti í samstarfi við erlend stórfyrirtæki. Skúli Mogensen, forstjóri fyrirtækis- ins, vildi engu svara um hvort fyrirtækið væri að færa út kví- arnar eða hefði landað nýjum samningi. „Við höldum okkur við að láta nægja að senda frá okkur tilkynningar en tjá okkur ekki að öðru leyti um málefni fyrirtækis- ins,“ sagði hann og vísaði einnig á bug spurningum um hvort breyt- ingar hefðu orðið á eignarhaldi fyrirtækisins frá því að það var selt eignarhaldsfélagi Lands- bankans í Kanada í apríl í fyrra. Steinþór Baldursson, aðstoðar- framkvæmdastjóri á alþjóðasviði Landsbankans, vildi ekki tjá sig um málefni fyrirtækja sem bank- inn á hlut í. „Bankinn er þátttak- andi í fjölda sprotafyrirtækja og er hluthafi í OZ í dag,“ sagði hann og vísaði að öðru leyti á félagið sjálft. ■ SKÚLI MOGENSEN Forstjóri Oz Communications, vildi ekki tjá sig um málefni fyrirtækisins, heldur vísaði á fréttatilkynningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.